Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 21:47 Bella Thorne hefur einnig unnið sem fyrirsæta og gefið út tónlist. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. Thorne deildi skjáskotum af SMS-samskiptum við hakkarann á Twitter-reikningi sínum í gær. Þar sést að viðkomandi sendi myndirnar til Thorne og segist jafnframt hafa sambærileg myndbönd af henni í fórum sínum. „Síðasta sólarhringinn hefur mér verið hótað með mínum eigin nektarmyndum,“ skrifaði Thorne í yfirlýsingu sem hún lét fylgja með myndbirtingunni. „Mér líður ógeðslega, mér finnst eins og það sé fylgst með mér, mér finnst eins og einhver hafi tekið frá mér það sem ég hafði aðeins ætlað sérstakri manneskju.“ Þá hafi hakkarinn sent henni nektarmyndir af öðrum Hollywood-stjörnum. Thorne vandar honum ekki kveðjurnar og segir hann ekki geta stjórnað lífi hennar. „Hér eru myndirnar sem hann hefur verið að hóta mér með, með öðrum orðum: hér eru brjóstin á mér,“ skrifar Thorne. Þá hafi málið verið tilkynnt til bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Thorne er 21 árs og hóf ung feril sinn í Hollywood. Hún hefur leikið í þáttaröðum á borð við Dirty Sexy Money og Shake it Up en sú síðarnefnda var sýnd á sjónvarpsstöðinni Disney Channel. Thorne hefur einnig unnið sem fyrirsæta og gefið út tónlist. Árið 2014 var persónulegum myndum af iCloud-reikningum fjölmargra Hollywood-stjarna stolið og þær birtar á netinu. Á meðal þeirra sem brotið var á voru leikkonurnar Jennifer Lawrence, Kirsten Dunst og Aubrey Plaza. Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. Thorne deildi skjáskotum af SMS-samskiptum við hakkarann á Twitter-reikningi sínum í gær. Þar sést að viðkomandi sendi myndirnar til Thorne og segist jafnframt hafa sambærileg myndbönd af henni í fórum sínum. „Síðasta sólarhringinn hefur mér verið hótað með mínum eigin nektarmyndum,“ skrifaði Thorne í yfirlýsingu sem hún lét fylgja með myndbirtingunni. „Mér líður ógeðslega, mér finnst eins og það sé fylgst með mér, mér finnst eins og einhver hafi tekið frá mér það sem ég hafði aðeins ætlað sérstakri manneskju.“ Þá hafi hakkarinn sent henni nektarmyndir af öðrum Hollywood-stjörnum. Thorne vandar honum ekki kveðjurnar og segir hann ekki geta stjórnað lífi hennar. „Hér eru myndirnar sem hann hefur verið að hóta mér með, með öðrum orðum: hér eru brjóstin á mér,“ skrifar Thorne. Þá hafi málið verið tilkynnt til bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Thorne er 21 árs og hóf ung feril sinn í Hollywood. Hún hefur leikið í þáttaröðum á borð við Dirty Sexy Money og Shake it Up en sú síðarnefnda var sýnd á sjónvarpsstöðinni Disney Channel. Thorne hefur einnig unnið sem fyrirsæta og gefið út tónlist. Árið 2014 var persónulegum myndum af iCloud-reikningum fjölmargra Hollywood-stjarna stolið og þær birtar á netinu. Á meðal þeirra sem brotið var á voru leikkonurnar Jennifer Lawrence, Kirsten Dunst og Aubrey Plaza.
Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira