Gummi um aldurinn á íslenska liðinu: „Þetta er einstakt í Evrópu“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. júní 2019 19:15 Guðmundur Guðmundsson vísir/andri marinó Ísland tryggði sér í dag á stórmót í handbolta 11. skiptið í röð. Ísland vann Tyrkland 32-22 í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppnarinnar fyrir EM 2020 og tryggði sér þannig á mótið. Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands var gríðarlega ánægður með margt eftir leikinn, sérstaklega hvað hann tefldi fram ungu og efnilegu liði. „Ég er ánægður með margt í leiknum. Varnarleikurinn var frábær allan tímann. Markvarslan var sömuleiðis stórkostleg. Við getum sagt sem svo að ég er ánægður með hraðaupphlaupin, það var sérstaklega í síðari hálfleik sem að við áttum mörg tækifæri en það var bara eftir frábæra vörn og frábæra markvörslu, ” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta karla eftir leik dagsins. Sóknin hjá Íslandi var á köflum slök en Ísland skoraði til dæmis einungis fimm mörk úr uppstilltum sóknarleik á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Af 32 mörkum Íslands í leiknum voru 14 úr hraðaupphlaupum auk þess sem eina vítið sem Ísland fékk í leiknum var fiskað í hraðaupphlaupi. „Sóknarleikurinn var misgóður í dag. Við áttum frábæra kafla en svo datt hann svolítið niður. Við þurfum að vinna með hann.” Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum í þessari undankeppni en þeir töpuðu einungis 4 stigum. Eina tap liðsins kom gegn Norður-Makedóníu í apríl en Guðmundur var ekki ánægður með dómgæsluna í þeim leik. „Ég er bara mjög sáttur. Ég er sáttur með hvernig við fórum í gegnum þennan riðil, við töpum aðeins einum leik í riðlinum. Það var raunverulega fyrir óskiljanlegum dóm sem ég efast um að ég muni sjá aftur á ævinni. Þá var Norður-Makedóníumönnum gefið víti hérna á lokasekúndum leiksins, það var auðvitað sárt þannig. Liðið er bara búið að standa sig mjög vel.” Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í dag. Hann var með 51% markvörslu og átti stóran þátt í sigrinum. Þessi ungi markmaður fékk í fyrsta skipti að spila alvöru fullorðins landsleiki í Apríl en eftir að Björgvin Páll og Aron Rafn voru báðir með slaka markvörslu í tapinu gegn Makedóníu skipti Guðmundur þeim út fyrir Viktor og Ágúst Elí. „Tómas Svensson er búinn að vinna frábært starf með markmennina. Þeir eru í bestu höndum í heimi hvað það varðar. Betra verður það ekki. Það var mjög ánægjulegt að sjá hann í dag og það er ljóst að þetta er framtíðarmarkvörður.” Það er lengi búið að tala um kynslóðaskipti hjá landsliðinu. Árgangarnir 1996 og 1997 voru saman sem yngri landslið og náðu gríðarlegum árangri sem yngri landslið. Hægt og rólega er búið að vera að gefa þessum strákum tækifæri auk þess sem strákar fæddir 1995 og nokkrir yngri hafa verið að koma inn í landsliðið. Af þeim 8 leikmönnum Íslands sem spiluðu annað hvort fyrstu sóknina eða fyrstu vörnina voru 5 fæddir 1995 eða seinna. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum.” Arnar Freyr Arnarsson sem er vanalega í byrjunarliði Íslands á línunni var í stúkunni í dag. Ekki var gefið út fyrir leik af hverju en Atli Ævar Ingólfsson leikmaður Selfoss kom inn fyrir hann. „Hann spilaði mjög vel á HM. Við ákváðum bara að við vildum skoða Atla og sjá hvernig hann stendur í alþjóðlegum bolta. Hann er búinn að standa sig frábærlega í deildinni hérna heima og við vildum skoða hann. Línuspilið var kannski ekki alveg nógu gott í síðasta leik og við ákváðum bara að gefa öðrum leikmanni tækifæri. Arnar Freyr er auðvitað frábær leikmaður og framtíðarmaður en við erum alltaf að reyna að breikka hópinn.” Var línuspilið betra í dag en á móti Grikkjum? „Að hluta til en það samt ekki nógu gott. Við þurfum að bæta það til dæmis.” Þrátt fyrir að leikurinn hafi unnist með 10 mörkum er enginn leikur fullkominn. Guðmundur hefði viljað sjá nokkra hluti vera gerða betur. „Ég myndi segja ef við ættum að horfa á eitthvað þá er það kannski helst sóknarleikurinn. Hann hikstaði á köflum. Við erum að gera okkur seka um mistök og gefa á okkur dauðafæri. Það er dýrt á móti betri liðum. Svo voru nokkrar línusendingar sem voru ekki nægilega góðar.” EM 2020 í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Ísland tryggði sér í dag á stórmót í handbolta 11. skiptið í röð. Ísland vann Tyrkland 32-22 í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppnarinnar fyrir EM 2020 og tryggði sér þannig á mótið. Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands var gríðarlega ánægður með margt eftir leikinn, sérstaklega hvað hann tefldi fram ungu og efnilegu liði. „Ég er ánægður með margt í leiknum. Varnarleikurinn var frábær allan tímann. Markvarslan var sömuleiðis stórkostleg. Við getum sagt sem svo að ég er ánægður með hraðaupphlaupin, það var sérstaklega í síðari hálfleik sem að við áttum mörg tækifæri en það var bara eftir frábæra vörn og frábæra markvörslu, ” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta karla eftir leik dagsins. Sóknin hjá Íslandi var á köflum slök en Ísland skoraði til dæmis einungis fimm mörk úr uppstilltum sóknarleik á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Af 32 mörkum Íslands í leiknum voru 14 úr hraðaupphlaupum auk þess sem eina vítið sem Ísland fékk í leiknum var fiskað í hraðaupphlaupi. „Sóknarleikurinn var misgóður í dag. Við áttum frábæra kafla en svo datt hann svolítið niður. Við þurfum að vinna með hann.” Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum í þessari undankeppni en þeir töpuðu einungis 4 stigum. Eina tap liðsins kom gegn Norður-Makedóníu í apríl en Guðmundur var ekki ánægður með dómgæsluna í þeim leik. „Ég er bara mjög sáttur. Ég er sáttur með hvernig við fórum í gegnum þennan riðil, við töpum aðeins einum leik í riðlinum. Það var raunverulega fyrir óskiljanlegum dóm sem ég efast um að ég muni sjá aftur á ævinni. Þá var Norður-Makedóníumönnum gefið víti hérna á lokasekúndum leiksins, það var auðvitað sárt þannig. Liðið er bara búið að standa sig mjög vel.” Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í dag. Hann var með 51% markvörslu og átti stóran þátt í sigrinum. Þessi ungi markmaður fékk í fyrsta skipti að spila alvöru fullorðins landsleiki í Apríl en eftir að Björgvin Páll og Aron Rafn voru báðir með slaka markvörslu í tapinu gegn Makedóníu skipti Guðmundur þeim út fyrir Viktor og Ágúst Elí. „Tómas Svensson er búinn að vinna frábært starf með markmennina. Þeir eru í bestu höndum í heimi hvað það varðar. Betra verður það ekki. Það var mjög ánægjulegt að sjá hann í dag og það er ljóst að þetta er framtíðarmarkvörður.” Það er lengi búið að tala um kynslóðaskipti hjá landsliðinu. Árgangarnir 1996 og 1997 voru saman sem yngri landslið og náðu gríðarlegum árangri sem yngri landslið. Hægt og rólega er búið að vera að gefa þessum strákum tækifæri auk þess sem strákar fæddir 1995 og nokkrir yngri hafa verið að koma inn í landsliðið. Af þeim 8 leikmönnum Íslands sem spiluðu annað hvort fyrstu sóknina eða fyrstu vörnina voru 5 fæddir 1995 eða seinna. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum.” Arnar Freyr Arnarsson sem er vanalega í byrjunarliði Íslands á línunni var í stúkunni í dag. Ekki var gefið út fyrir leik af hverju en Atli Ævar Ingólfsson leikmaður Selfoss kom inn fyrir hann. „Hann spilaði mjög vel á HM. Við ákváðum bara að við vildum skoða Atla og sjá hvernig hann stendur í alþjóðlegum bolta. Hann er búinn að standa sig frábærlega í deildinni hérna heima og við vildum skoða hann. Línuspilið var kannski ekki alveg nógu gott í síðasta leik og við ákváðum bara að gefa öðrum leikmanni tækifæri. Arnar Freyr er auðvitað frábær leikmaður og framtíðarmaður en við erum alltaf að reyna að breikka hópinn.” Var línuspilið betra í dag en á móti Grikkjum? „Að hluta til en það samt ekki nógu gott. Við þurfum að bæta það til dæmis.” Þrátt fyrir að leikurinn hafi unnist með 10 mörkum er enginn leikur fullkominn. Guðmundur hefði viljað sjá nokkra hluti vera gerða betur. „Ég myndi segja ef við ættum að horfa á eitthvað þá er það kannski helst sóknarleikurinn. Hann hikstaði á köflum. Við erum að gera okkur seka um mistök og gefa á okkur dauðafæri. Það er dýrt á móti betri liðum. Svo voru nokkrar línusendingar sem voru ekki nægilega góðar.”
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni