Brotum fjölgað á vinnumarkaði í tengslum við erlenda glæpahópa Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2019 20:15 Enginn hefur verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi og telur aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ það vera vegna lélegrar löggjafar. Brotum hefur fjölgað á vinnumarkaði síðustu ár í tengslum við aukin umsvif erlendra glæpahópa. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem kom út í lok maí segir að skipulögð brotastarfsemi sé ein alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Þar kom fram að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi. Helstu brotaflokkarnir séu fíkniefnasala og innflutningur, smygl á fólki, mansal og vændi, vinnumarkaðsafbrot, peningaþvætti, skattsvik og spilling og svo farandbrotahópar. Halldór Grönvold, aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ, segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru hópar sem voru kannski áður fyrst og fremst að einbeita sér að eiturlyfjasölu og vændi hafa núna bætt vinnumansalinu við. Ástæðan er sú að þarna eru miklir fjármunir. Sérstaklega í löndum eins og á Íslandi og hinum norðurlöndunum. Ástæðan er líklega að enn sem komið er eru viðurlögin gangvart þessum brotum allt önnur og vægari heldur en gagnvart hinum brotunum sem ég nefndi. Bara nefna sem dæmi, það hefur enginn verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi,“ segir hann. Í tengslum við gerð kjarasamninga skilgreindi ríkistjórnin 11 aðgerðir sem er ætlað að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Eitt af því er að skoða vinnumansal og hvernig takast eigi á við það. Halldór telur mansal sé algengara en fólk geri sér grein fyrir. „Eðli starfseminnar er þannig að hún er meira og minna neðanjarðar. Þetta er einangruð starfsemi sem er oft erfitt að sjá. Þetta eru oft hópar sem að koma á vegum mafíustarfsemi þarna úti. Þeir eru gjarnan hafðir einangraðir og við sjáum það að þeir eru ekki að fá laun eða önnur starfskjör í neinu samræmi við það sem að hér gildir. Vandinn er hins vegar sá að það er erfitt að sækja þessi mál. Það ræðst meðal annars á því að löggjöfin hér er þannig að skilgreining á mansali er mjög þröng. Opinberir aðilar hafa í raun ekki treyst sér til að fylgja þessum málum eftir áþeim grundvelli,“ segir hann. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Enginn hefur verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi og telur aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ það vera vegna lélegrar löggjafar. Brotum hefur fjölgað á vinnumarkaði síðustu ár í tengslum við aukin umsvif erlendra glæpahópa. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem kom út í lok maí segir að skipulögð brotastarfsemi sé ein alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Þar kom fram að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi. Helstu brotaflokkarnir séu fíkniefnasala og innflutningur, smygl á fólki, mansal og vændi, vinnumarkaðsafbrot, peningaþvætti, skattsvik og spilling og svo farandbrotahópar. Halldór Grönvold, aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ, segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru hópar sem voru kannski áður fyrst og fremst að einbeita sér að eiturlyfjasölu og vændi hafa núna bætt vinnumansalinu við. Ástæðan er sú að þarna eru miklir fjármunir. Sérstaklega í löndum eins og á Íslandi og hinum norðurlöndunum. Ástæðan er líklega að enn sem komið er eru viðurlögin gangvart þessum brotum allt önnur og vægari heldur en gagnvart hinum brotunum sem ég nefndi. Bara nefna sem dæmi, það hefur enginn verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi,“ segir hann. Í tengslum við gerð kjarasamninga skilgreindi ríkistjórnin 11 aðgerðir sem er ætlað að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Eitt af því er að skoða vinnumansal og hvernig takast eigi á við það. Halldór telur mansal sé algengara en fólk geri sér grein fyrir. „Eðli starfseminnar er þannig að hún er meira og minna neðanjarðar. Þetta er einangruð starfsemi sem er oft erfitt að sjá. Þetta eru oft hópar sem að koma á vegum mafíustarfsemi þarna úti. Þeir eru gjarnan hafðir einangraðir og við sjáum það að þeir eru ekki að fá laun eða önnur starfskjör í neinu samræmi við það sem að hér gildir. Vandinn er hins vegar sá að það er erfitt að sækja þessi mál. Það ræðst meðal annars á því að löggjöfin hér er þannig að skilgreining á mansali er mjög þröng. Opinberir aðilar hafa í raun ekki treyst sér til að fylgja þessum málum eftir áþeim grundvelli,“ segir hann.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira