Margir vilja komast í háskólana í haust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 11:19 Vits er þörf þeim er víða ratar segir í Hávamálum. Vísir/Vilhelm Umsóknum í tvo fjölmennustu háskóla landsins fjölgar töluvert á milli ára. Háskóla Íslands bárust 5600 umsóknir um grunnnám fyrir næsta skólaár og nemur fjölgunin um 13% milli ára. Rúmlega 3300 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík en reiknað er með því að 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Þær upplýsingar fengust frá Háskóla Íslands að umsóknarfjöldinn í ár væri umtalsvert meiri en sem nemur fjölda þeirra sem lýkur stúdentsprófi í ár. Þá reyndist heildarfjöldi umsókna um grunn- og framhaldsnám nærri níu þúsund að þessu sinni en þar af eru um 1.200 umsóknir frá erlendum nemendum. Aðsókn í kennaranám eykst töluvert milli ára og sama má segja um umsóknir um nám í hjúkrunarfræði, sálfræði, tilteknar verkfræðigreinar og félagsráðgjöf. Aldrei hafa verið fleiri umsóknir um grunnnám við Háskóla Íslands en árin eftir hrun. Þær voru 6.078 árið 2011 og 6.363 árið 2012. Svo fór þeim að fækka aðeins milli ára fram til 2017 en hafa farið upp á við eftir það. Umsóknir um framhaldsnám hafa verið stöðugri, á bilinu 2800-3200 umsóknir frá hruni. Ríflega 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10% fjölgun á umsóknum milli ára. Reiknað er með að um 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Enn er opið fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni HR, iðn- og tæknifræðideild og einstakar brautir í meistaranámi. Flestir sækja um tölvunarfræði. Mikil fjölgun umsókna í verkfræði, sálfræði og iðnfræði Tæplega 1900 umsóknir bárust um grunnnám við háskólann sem er um 10% fjölgun frá árinu áður. Flestar umsóknir bárust um grunnnám í tölvunarfræði, eða 450 talsins. Nær 40% fjölgun hefur orðið á umsóknum um diplómanám í iðnfræði, þó umsóknarfrestur um það sé ekki liðinn, en háskólinn hefur unnið að því að vekja sérstaka athygli á möguleikum á háskólanámi eftir iðnnám. Um 30% fjölgun varð á umsóknum um grunnnám í verkfræðideild háskólans og munar þar mestu um umsóknir um nýtt nám sem veitir MSc gráðu í verkfræði og BSc gráðu í tölvunarfræði, en 46 umsóknir bárust um það. Um 20% fjölgun varð einnig á umsóknum um grunnnám í sálfræði, en um það sækja nú 190 nemendur. Tæplega 1200 umsóknir bárust um meistaranám og er það 13% fjölgun frá árinu áður og 30% fjölgun frá árinu 2017. Flestar umsóknir, 132, bárust um nám í klínískri sálfræði og fjölgar þeim um 13% á milli ára. 246 umsóknir bárust um fjórar námsbrautir Íslenska orkuháskólans, samanborið við 160 árið áður. Mikil fjölgun varð í erlendum umsóknum um meistaranám í viðskiptadeild, þar með talið MBA, meistaranám í máltækni og byggingarverkfræði. Þá hefur mikil fjölgun einnig orðið í umsóknum um doktorsnám við háskólann. Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Umsóknum í tvo fjölmennustu háskóla landsins fjölgar töluvert á milli ára. Háskóla Íslands bárust 5600 umsóknir um grunnnám fyrir næsta skólaár og nemur fjölgunin um 13% milli ára. Rúmlega 3300 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík en reiknað er með því að 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Þær upplýsingar fengust frá Háskóla Íslands að umsóknarfjöldinn í ár væri umtalsvert meiri en sem nemur fjölda þeirra sem lýkur stúdentsprófi í ár. Þá reyndist heildarfjöldi umsókna um grunn- og framhaldsnám nærri níu þúsund að þessu sinni en þar af eru um 1.200 umsóknir frá erlendum nemendum. Aðsókn í kennaranám eykst töluvert milli ára og sama má segja um umsóknir um nám í hjúkrunarfræði, sálfræði, tilteknar verkfræðigreinar og félagsráðgjöf. Aldrei hafa verið fleiri umsóknir um grunnnám við Háskóla Íslands en árin eftir hrun. Þær voru 6.078 árið 2011 og 6.363 árið 2012. Svo fór þeim að fækka aðeins milli ára fram til 2017 en hafa farið upp á við eftir það. Umsóknir um framhaldsnám hafa verið stöðugri, á bilinu 2800-3200 umsóknir frá hruni. Ríflega 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10% fjölgun á umsóknum milli ára. Reiknað er með að um 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Enn er opið fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni HR, iðn- og tæknifræðideild og einstakar brautir í meistaranámi. Flestir sækja um tölvunarfræði. Mikil fjölgun umsókna í verkfræði, sálfræði og iðnfræði Tæplega 1900 umsóknir bárust um grunnnám við háskólann sem er um 10% fjölgun frá árinu áður. Flestar umsóknir bárust um grunnnám í tölvunarfræði, eða 450 talsins. Nær 40% fjölgun hefur orðið á umsóknum um diplómanám í iðnfræði, þó umsóknarfrestur um það sé ekki liðinn, en háskólinn hefur unnið að því að vekja sérstaka athygli á möguleikum á háskólanámi eftir iðnnám. Um 30% fjölgun varð á umsóknum um grunnnám í verkfræðideild háskólans og munar þar mestu um umsóknir um nýtt nám sem veitir MSc gráðu í verkfræði og BSc gráðu í tölvunarfræði, en 46 umsóknir bárust um það. Um 20% fjölgun varð einnig á umsóknum um grunnnám í sálfræði, en um það sækja nú 190 nemendur. Tæplega 1200 umsóknir bárust um meistaranám og er það 13% fjölgun frá árinu áður og 30% fjölgun frá árinu 2017. Flestar umsóknir, 132, bárust um nám í klínískri sálfræði og fjölgar þeim um 13% á milli ára. 246 umsóknir bárust um fjórar námsbrautir Íslenska orkuháskólans, samanborið við 160 árið áður. Mikil fjölgun varð í erlendum umsóknum um meistaranám í viðskiptadeild, þar með talið MBA, meistaranám í máltækni og byggingarverkfræði. Þá hefur mikil fjölgun einnig orðið í umsóknum um doktorsnám við háskólann.
Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira