Nýrri rannsókn ætlað að meta miska vegna eineltis til fjár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 10:47 Á myndinni má sjá Tinnu Laufey og samstarfsfólki hennar, þeim Eddu Björk Þórðardóttur, Brynju Jónbjarnardóttur og Gísla Gylfasyni ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Gunnar Sverrison Rannsókn sem miðar að því að meta til fjár miska vegna eineltis hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, og nemur styrkurinn 1,2 milljónum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá skólanum. „Þó ætla megi að það sé mikils virði að verða ekki fyrir einelti er ekki vitað hversu mikils virði það er; þ.e. hve mikið þyrfti að greiða einstaklingi til að bæta upp það velferðartap sem hann/hún verður fyrir af völdum eineltis. Slíkt mat hefur bæði fræðilegt og hagnýtt gildi. Það getur t.d. nýst hinu opinbera við mat á hagkvæmni íhlutana sem ætlað er að draga úr einelti eða afleiðingum þess,“ segir í tilkynningunni. Stærsti hluti gæðanna/skaðans sem um ræðir er talinn tilfinningalegur. „Hagkvæmnisútreikningar sem ekki taka þessi andlegu gæði með í reikninginn verða því mjög bjagaðir en í rannsókninni er ætlunin að ráða bót á því. Beitt verður aðferðum sem þekktar eru til að mæla virði óáþreifanlegra gæða gagnvart einelti en slíkt hefur ekki verið gert áður. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar felst því í aðlögun þeirra aðferða að þessu nýja viðfangsefni og beitingu þeirra á það.“ Meðrannsakendur Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur í verkefninu eru Edda Björk Þórðardóttir, Brynja Jónbjarnardóttir og Gísli Gylfason auk þess sem rannsóknarhópurinn Teymi um tekjuuppbót (e. ConCIV - Consortium on Compensating Income Variation) verður fræðilegur bakhjarl verkefnisins. Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Rannsókn sem miðar að því að meta til fjár miska vegna eineltis hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, og nemur styrkurinn 1,2 milljónum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá skólanum. „Þó ætla megi að það sé mikils virði að verða ekki fyrir einelti er ekki vitað hversu mikils virði það er; þ.e. hve mikið þyrfti að greiða einstaklingi til að bæta upp það velferðartap sem hann/hún verður fyrir af völdum eineltis. Slíkt mat hefur bæði fræðilegt og hagnýtt gildi. Það getur t.d. nýst hinu opinbera við mat á hagkvæmni íhlutana sem ætlað er að draga úr einelti eða afleiðingum þess,“ segir í tilkynningunni. Stærsti hluti gæðanna/skaðans sem um ræðir er talinn tilfinningalegur. „Hagkvæmnisútreikningar sem ekki taka þessi andlegu gæði með í reikninginn verða því mjög bjagaðir en í rannsókninni er ætlunin að ráða bót á því. Beitt verður aðferðum sem þekktar eru til að mæla virði óáþreifanlegra gæða gagnvart einelti en slíkt hefur ekki verið gert áður. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar felst því í aðlögun þeirra aðferða að þessu nýja viðfangsefni og beitingu þeirra á það.“ Meðrannsakendur Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur í verkefninu eru Edda Björk Þórðardóttir, Brynja Jónbjarnardóttir og Gísli Gylfason auk þess sem rannsóknarhópurinn Teymi um tekjuuppbót (e. ConCIV - Consortium on Compensating Income Variation) verður fræðilegur bakhjarl verkefnisins.
Félagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira