Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Sighvatur Jónsson skrifar 13. júní 2019 18:30 Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna. Vegna mikilla þurrka hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Sérstaklega er horft til fjölmennra sumarhúsabyggða eins og í Skorradal og Grímsnesi. Oddviti Skorradalshrepps sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að sveitarfélög þurfi að endurskoða fjárframlög til slökkviliða í ljósi aðstæðna. Til greina komi að hreppurinn fjárfesti í svokallaðri vatnsskjólu. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.Vísir/Sigurjón Sveitarfélög meti áhættuna Landhelgisgæslan er með eina slíka skjólu sem hefur verið notuð við æfingar hér á landi. Algengt er að nota þyrlur og flugvélar með slíkum búnaði í baráttu við skógarelda. „Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd mála. Þau eru með slökkviliðsstjóra, reka slökkvilið og kaupa búnað fyrir slökkviliðin. Þau verða sjálf að meta sína áhættu hvert fyrir sig,“ segir Björn forstjóri Mannvirkjastofnunar. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Sigurjón Ábyrgð fólks mikil Viðbragðsáætlanir og áhættumöt hafa verið útbúin. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, minnir á að fólk ber mikla ábyrgð. „Er ég reykingamaður? Kasta ég sígarettunni frá mér í kæruleysi? Nota ég kolagrill eða einnota grill? Er ég að brenna rusli? Sem er algjörlega ólíðandi í svona veðurfari. Ábyrgð okkar sem einstaklinga er mjög mikil. Hver á annar að passa okkur en við sjálf?“ Almannavarnir Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna. Vegna mikilla þurrka hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Sérstaklega er horft til fjölmennra sumarhúsabyggða eins og í Skorradal og Grímsnesi. Oddviti Skorradalshrepps sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að sveitarfélög þurfi að endurskoða fjárframlög til slökkviliða í ljósi aðstæðna. Til greina komi að hreppurinn fjárfesti í svokallaðri vatnsskjólu. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.Vísir/Sigurjón Sveitarfélög meti áhættuna Landhelgisgæslan er með eina slíka skjólu sem hefur verið notuð við æfingar hér á landi. Algengt er að nota þyrlur og flugvélar með slíkum búnaði í baráttu við skógarelda. „Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd mála. Þau eru með slökkviliðsstjóra, reka slökkvilið og kaupa búnað fyrir slökkviliðin. Þau verða sjálf að meta sína áhættu hvert fyrir sig,“ segir Björn forstjóri Mannvirkjastofnunar. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Sigurjón Ábyrgð fólks mikil Viðbragðsáætlanir og áhættumöt hafa verið útbúin. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, minnir á að fólk ber mikla ábyrgð. „Er ég reykingamaður? Kasta ég sígarettunni frá mér í kæruleysi? Nota ég kolagrill eða einnota grill? Er ég að brenna rusli? Sem er algjörlega ólíðandi í svona veðurfari. Ábyrgð okkar sem einstaklinga er mjög mikil. Hver á annar að passa okkur en við sjálf?“
Almannavarnir Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira