Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. júní 2019 08:00 Aron Pálmarsson var með fimm mörk fyrir íslenska landsliðið í óvæntu jafntefli í gær. Fréttablaðið/eyþór Íslenska karlalandsliðið í handbolta náði ekki að tryggja sæti sitt á Evrópumótinu 2020 í gær þegar Strákarnir okkar voru einfaldlega stálheppnir að næla í stig gegn Grikkjum. Spilamennska íslenska liðsins var lengi vel slök og þegar markvörður gríska liðsins, Petros Boukovinas, hrökk í gang gengu Grikkir á lagið og voru nálægt því að vinna leikinn. Stigið gæti þó reynst Strákunum okkar dýrmætt því að Tyrkir þurfa að vinna Ísland með tólf mörkum eða meira til að komast á EM í fyrsta sinn eftir ellefu marka sigur Íslands í fyrri leik liðanna. Á sama tíma gerði jafnteflið út um vonir Grikkja að ná Íslandi að stigum á sunnudaginn. Íslenska liðið náði strax tökum á leiknum á fyrstu mínútum leiksins og var með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn. Strákarnir okkar nýttu hornin vel og komu átta af fimmtán mörkum íslenska liðsins í fyrri hálfleik frá hornamönnunum Guðjóni Vali Sigurðssyni eða Arnóri Þór Gunnarssyni. Þrátt fyrir það gekk þeim illa, líkt og í fyrri leik liðanna, að hrista Grikkina af sér og héldu þeir sér inn í leiknum í fyrri hálfleik. Íslenska liðið leiddi með þremur mörkum þegar gengið var til búningsklefanna og var staðan jákvæð fyrir íslenska liðið. Makedóníu tókst, með herkjum, að sækja sigur til Tyrklands sem þýddi að sigur myndi duga íslenska liðinu til að tryggja sér þátttökurétt í lokakeppninni í janúar. Hálfleiksræðan virtist fara öfugt ofan í leikmenn íslenska liðsins því Grikkir hófu seinni hálfleikinn af krafti, skoruðu fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiksins og leiddu stærstan hluta hans. Eflaust var það reynsluleysi gríska liðsins sem kostaði þá sigurinn að lokum. Grikkir voru með boltann, tveimur mörkum yfir þegar fimmtíu sekúndur voru eftir en köstuðu boltanum tvívegis frá sér sem opnaði tækifæri fyrir íslenska liðið að stela stigi sem þeir nýttu sér. Ljóst er að gera þarf mun betur gegn Tyrklandi sem vann báða leikina gegn Grikklandi nokkuð örugglega. Spilamennska liðsins í gær var ekki góð gegn liði sem á að vera talsvert slakara en íslenska liðið í handbolta. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis segir hornamaðurinn Arnór Þór að slök byrjun íslenska liðsins í seinni hálfleik hafi orðið þeim að falli. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa, skoruðum ekki mark fyrstu fjórar mínúturnar á sama tíma og þeir fá auðveld mörk og ganga á lagið. Þá er þetta orðinn jafn leikur og þeir komnir með sjálfstraust. Við töluðum um það inni í klefa í hálfleik að halda þessu áfram sem við höfðum gert vel en það gekk ekki upp.“ Arnór hrósar gríska liðinu fyrir spilamennskuna. „Þeir voru að klippa okkur út og suður í seinni hálfleik og við réðum ekkert við það. Þessi vörn sem við höfum verið að nota hefur reynst okkur vel en við réðum ekkert við þá í einn á einn í dag. Þeir eru ólseigir á heimavelli og eru fínir í handbolta þótt mér finnist að við eigum að vinna þetta lið. Þeir fengu markvörslu í seinni hálfleik þegar hann fór að taka dauðafæri og þá fórum við að gera okkur erfitt fyrir. Miðað við að við vorum tveimur mörkum undir þegar hálf mínúta var eftir er gott að fá þetta stig en við erum ekkert sáttir.“ Jafntefli dugar Íslandi á sunnudaginn gegn Tyrklandi. „Fyrst og fremst ætlum við að vinna þennan leik. Þeir hafa verið að standa í liðum en við ætlum okkur að vinna þennan leik eins og alla leiki á heimavelli.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta náði ekki að tryggja sæti sitt á Evrópumótinu 2020 í gær þegar Strákarnir okkar voru einfaldlega stálheppnir að næla í stig gegn Grikkjum. Spilamennska íslenska liðsins var lengi vel slök og þegar markvörður gríska liðsins, Petros Boukovinas, hrökk í gang gengu Grikkir á lagið og voru nálægt því að vinna leikinn. Stigið gæti þó reynst Strákunum okkar dýrmætt því að Tyrkir þurfa að vinna Ísland með tólf mörkum eða meira til að komast á EM í fyrsta sinn eftir ellefu marka sigur Íslands í fyrri leik liðanna. Á sama tíma gerði jafnteflið út um vonir Grikkja að ná Íslandi að stigum á sunnudaginn. Íslenska liðið náði strax tökum á leiknum á fyrstu mínútum leiksins og var með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn. Strákarnir okkar nýttu hornin vel og komu átta af fimmtán mörkum íslenska liðsins í fyrri hálfleik frá hornamönnunum Guðjóni Vali Sigurðssyni eða Arnóri Þór Gunnarssyni. Þrátt fyrir það gekk þeim illa, líkt og í fyrri leik liðanna, að hrista Grikkina af sér og héldu þeir sér inn í leiknum í fyrri hálfleik. Íslenska liðið leiddi með þremur mörkum þegar gengið var til búningsklefanna og var staðan jákvæð fyrir íslenska liðið. Makedóníu tókst, með herkjum, að sækja sigur til Tyrklands sem þýddi að sigur myndi duga íslenska liðinu til að tryggja sér þátttökurétt í lokakeppninni í janúar. Hálfleiksræðan virtist fara öfugt ofan í leikmenn íslenska liðsins því Grikkir hófu seinni hálfleikinn af krafti, skoruðu fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiksins og leiddu stærstan hluta hans. Eflaust var það reynsluleysi gríska liðsins sem kostaði þá sigurinn að lokum. Grikkir voru með boltann, tveimur mörkum yfir þegar fimmtíu sekúndur voru eftir en köstuðu boltanum tvívegis frá sér sem opnaði tækifæri fyrir íslenska liðið að stela stigi sem þeir nýttu sér. Ljóst er að gera þarf mun betur gegn Tyrklandi sem vann báða leikina gegn Grikklandi nokkuð örugglega. Spilamennska liðsins í gær var ekki góð gegn liði sem á að vera talsvert slakara en íslenska liðið í handbolta. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis segir hornamaðurinn Arnór Þór að slök byrjun íslenska liðsins í seinni hálfleik hafi orðið þeim að falli. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa, skoruðum ekki mark fyrstu fjórar mínúturnar á sama tíma og þeir fá auðveld mörk og ganga á lagið. Þá er þetta orðinn jafn leikur og þeir komnir með sjálfstraust. Við töluðum um það inni í klefa í hálfleik að halda þessu áfram sem við höfðum gert vel en það gekk ekki upp.“ Arnór hrósar gríska liðinu fyrir spilamennskuna. „Þeir voru að klippa okkur út og suður í seinni hálfleik og við réðum ekkert við það. Þessi vörn sem við höfum verið að nota hefur reynst okkur vel en við réðum ekkert við þá í einn á einn í dag. Þeir eru ólseigir á heimavelli og eru fínir í handbolta þótt mér finnist að við eigum að vinna þetta lið. Þeir fengu markvörslu í seinni hálfleik þegar hann fór að taka dauðafæri og þá fórum við að gera okkur erfitt fyrir. Miðað við að við vorum tveimur mörkum undir þegar hálf mínúta var eftir er gott að fá þetta stig en við erum ekkert sáttir.“ Jafntefli dugar Íslandi á sunnudaginn gegn Tyrklandi. „Fyrst og fremst ætlum við að vinna þennan leik. Þeir hafa verið að standa í liðum en við ætlum okkur að vinna þennan leik eins og alla leiki á heimavelli.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira