Kynntu nýtt þjónustukort fyrir landsmönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2019 13:38 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu nýtt gagnvirkt þjónustukort á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Svo segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Kortið sýnir almenna þjónustu hins opinbera og einkaaðila um land allt með myndrænum hætti og hefur Byggðastofnun opnað aðgang að kortinu. Markmiðið með kortinu er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu víðsvegar um landið og auka tækifæri til nýsköpunar og frekari stefnumótunar á sviði byggðamála. Útgáfa Þjónustukortsins er í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar ásamt því að vera ein af aðgerðum byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Með kortinu og gögnunum sem það byggir á mun fást hröð og einföld yfirsýn yfir hvaða þjónusta er veitt hvar á landinu. Byggðastofnun óskar eftir ábendingum, athugasemdum og leiðréttingum við kortið. Hægt er að koma skilaboðum á framfæri á ábendingarhnappi á kortinu. Þá verður stöðug uppfærsla á kortagögnum þar sem þjónusta breytist og færist til, nýir þjónustuþættir bætast við og aðrir hætta. Í þessu ljósi er gott og virkt samstarf við almenning, fyrirtæki og stofnanir lykilatriði í mótun kortsins og unnið verður að því út þetta ár að bæta við upplýsingum um þjónustuþætti inn á kortið. „Upplýsingar um margháttaða þjónustu á vegum ríkisins eru þegar komnar inn á kortið. Einnig upplýsingar um ýmsa þjónustu á vegum sveitarfélaga og einkaaðila. Unnið er að því að skrá fleiri þjónustuþætti sveitarfélaga inn á kortið og verður í framhaldinu lögð áhersla á að skrá þjónustu á vegum einkaaðila,“ segir í tilkynningu. Til stendur að uppfæra upplýsingar á kortinu reglulega. Komið á fyrir á tengingum við aðra opinbera gagnagrunna þar sem þess er kostur. Þá er stefnt að því að hægt verði að sjá hversu langt er í tiltekna þjónustu út frá gefinni staðsetningu. Einnig stendur til að þýða flokkaheiti í kortinu yfir á önnur tungumál svo kortið verði aðgengilegt fyrir sem flesta. „Mikil áhersla er lögð á að gögnin sem safnast séu opin og fljótlega verður opnuð niðurhalssíða þar sem hægt verður að sækja gagnasett sem liggja að baki kortinu. Þannig nýtast upplýsingarnar öllum almenningi endurgjaldslaust, s.s. til ýmis konar nýsköpunar í atvinnulífinu eða úrvinnslu og miðlunar t.d. á sviði ferðaþjónustu, opinberrar stjórnsýslu eða í menntakerfinu.“ Fullgert verður þjónustukortið fyrsta kort sinnar tegundar sem veitir aðgang að heildstæðum þjónustuupplýsingum um land allt. Kortið má finna á www.þjónustukort.is Neytendur Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu nýtt gagnvirkt þjónustukort á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Svo segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Kortið sýnir almenna þjónustu hins opinbera og einkaaðila um land allt með myndrænum hætti og hefur Byggðastofnun opnað aðgang að kortinu. Markmiðið með kortinu er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu víðsvegar um landið og auka tækifæri til nýsköpunar og frekari stefnumótunar á sviði byggðamála. Útgáfa Þjónustukortsins er í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar ásamt því að vera ein af aðgerðum byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Með kortinu og gögnunum sem það byggir á mun fást hröð og einföld yfirsýn yfir hvaða þjónusta er veitt hvar á landinu. Byggðastofnun óskar eftir ábendingum, athugasemdum og leiðréttingum við kortið. Hægt er að koma skilaboðum á framfæri á ábendingarhnappi á kortinu. Þá verður stöðug uppfærsla á kortagögnum þar sem þjónusta breytist og færist til, nýir þjónustuþættir bætast við og aðrir hætta. Í þessu ljósi er gott og virkt samstarf við almenning, fyrirtæki og stofnanir lykilatriði í mótun kortsins og unnið verður að því út þetta ár að bæta við upplýsingum um þjónustuþætti inn á kortið. „Upplýsingar um margháttaða þjónustu á vegum ríkisins eru þegar komnar inn á kortið. Einnig upplýsingar um ýmsa þjónustu á vegum sveitarfélaga og einkaaðila. Unnið er að því að skrá fleiri þjónustuþætti sveitarfélaga inn á kortið og verður í framhaldinu lögð áhersla á að skrá þjónustu á vegum einkaaðila,“ segir í tilkynningu. Til stendur að uppfæra upplýsingar á kortinu reglulega. Komið á fyrir á tengingum við aðra opinbera gagnagrunna þar sem þess er kostur. Þá er stefnt að því að hægt verði að sjá hversu langt er í tiltekna þjónustu út frá gefinni staðsetningu. Einnig stendur til að þýða flokkaheiti í kortinu yfir á önnur tungumál svo kortið verði aðgengilegt fyrir sem flesta. „Mikil áhersla er lögð á að gögnin sem safnast séu opin og fljótlega verður opnuð niðurhalssíða þar sem hægt verður að sækja gagnasett sem liggja að baki kortinu. Þannig nýtast upplýsingarnar öllum almenningi endurgjaldslaust, s.s. til ýmis konar nýsköpunar í atvinnulífinu eða úrvinnslu og miðlunar t.d. á sviði ferðaþjónustu, opinberrar stjórnsýslu eða í menntakerfinu.“ Fullgert verður þjónustukortið fyrsta kort sinnar tegundar sem veitir aðgang að heildstæðum þjónustuupplýsingum um land allt. Kortið má finna á www.þjónustukort.is
Neytendur Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira