Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:36 Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Getty Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. Mikil læti hafa verið í kringum komu tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta hingað til lands, þá helst í kringum belgíska manninn sem otaði uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins í viðtali á Laugardalsvelli. Tyrkir túlka þetta sem kynþáttaníð og ef einhverjir stuðningsmenn íslenska landsliðsins mæta með uppþvottabursta á Laugardalsvöll þá er það túlkað sem kynþáttaníð. „Tyrkirnir taka þetta sem kynþáttaníð. Okkar stuðningsmenn hafa aldrei verið uppvísir að því að vera með kynþáttaníð á okkar heimavelli. Við höfum haft spurnir að því að einhverjum finnist þetta fyndið,“ er haft eftir Víði Reynissyni, öryggisfulltrúa KSÍ, á heimasíðu RÚV. Kynþáttaníð hefur verið nokkuð áberandi síðustu misseri innan fótboltahreyfingarinnar og hefur UEFA brugðið á það ráð að refsa þeim löndum sem gerast sök um kynþáttaníð með því að spila leiki fyrir luktum dyrum. Því mun KSÍ taka allt sem flokkast getur sem kynþáttaníð af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli í kvöld, uppþvottabursta eða hvað annað. Fari svo að fólk komist inn á völlinn með bursta gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir KSÍ, háa sekt eða heimaleik fyrir luktum dyrum. Þegar tyrkneska liðið lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag þurftu þeir að fara í gegnum ítarlega öryggisleit þar sem þeir komu frá flugvelli sem ekki er vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum. Tyrkir voru ósáttir með þetta og kvörtuðu tyrknesk stjórnvöld formlega til utanríkisráðuneytisins yfir meðferðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði við RÚV að viðbrögð Tyrkja hafi komið sér á óvart. „Mér finnst þau ekki vera í neinu samræmi við efni máls. Við tókum það alvarlega þegar hér koma athugasemdir og skoðuðum það mjög vel,“ sagði Guðlaugur Þór. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. Mikil læti hafa verið í kringum komu tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta hingað til lands, þá helst í kringum belgíska manninn sem otaði uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins í viðtali á Laugardalsvelli. Tyrkir túlka þetta sem kynþáttaníð og ef einhverjir stuðningsmenn íslenska landsliðsins mæta með uppþvottabursta á Laugardalsvöll þá er það túlkað sem kynþáttaníð. „Tyrkirnir taka þetta sem kynþáttaníð. Okkar stuðningsmenn hafa aldrei verið uppvísir að því að vera með kynþáttaníð á okkar heimavelli. Við höfum haft spurnir að því að einhverjum finnist þetta fyndið,“ er haft eftir Víði Reynissyni, öryggisfulltrúa KSÍ, á heimasíðu RÚV. Kynþáttaníð hefur verið nokkuð áberandi síðustu misseri innan fótboltahreyfingarinnar og hefur UEFA brugðið á það ráð að refsa þeim löndum sem gerast sök um kynþáttaníð með því að spila leiki fyrir luktum dyrum. Því mun KSÍ taka allt sem flokkast getur sem kynþáttaníð af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli í kvöld, uppþvottabursta eða hvað annað. Fari svo að fólk komist inn á völlinn með bursta gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir KSÍ, háa sekt eða heimaleik fyrir luktum dyrum. Þegar tyrkneska liðið lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag þurftu þeir að fara í gegnum ítarlega öryggisleit þar sem þeir komu frá flugvelli sem ekki er vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum. Tyrkir voru ósáttir með þetta og kvörtuðu tyrknesk stjórnvöld formlega til utanríkisráðuneytisins yfir meðferðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði við RÚV að viðbrögð Tyrkja hafi komið sér á óvart. „Mér finnst þau ekki vera í neinu samræmi við efni máls. Við tókum það alvarlega þegar hér koma athugasemdir og skoðuðum það mjög vel,“ sagði Guðlaugur Þór.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira