Týndar töskur rétt fyrir brottför í brúðkaup aldarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 11:15 Alexandra og Gylfi nýtrúlofuð við sjóinn á Bahamaeyjum. Instagram/@gylfisig23 Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta hans, munu ganga í það heilaga í Como á Ítalíu næstu helgi. „Fall er fararheill,“ myndu sumir segja en Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans lentu í því að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu, hvar brúðkaupið verður. Ljóst er að margt verður um manninn í þessu sannkallaða stjörnubrúðkaupi en ætla má að margir landsliðsmenn og spúsur þeirra verði viðstaddir brúðkaupið, auk margra þeirra heimsklassa knattspyrnumanna sem Gylfi hefur spilað með í gegn um tíðina. Ljóst er að boðsgestir eru þegar farnir að ferðbúast en Alexandra er þegar komin til Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Gylfi Þór er þó hér á landi sem stendur en hann verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Gylfi er á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton frá Liverpool-borg en Alexandra er hvað þekktust fyrir skartgripahönnun sína auk þess sem hún er menntuð í náttúrulegri eldamennsku.Parið trúlofaði sig á Bahamaeyjum síðastliðið sumar og senn líður að stóra deginum. Í aðdraganda brúðkaupsins hefur Alexandra verið dugleg að deila tilhlökkun sinni og vinkvenna sinna með fylgjendum sínum á Instagram eins og sjá má neðst í fréttinni, en Alexandra og kærustur og eiginkonur liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa náð vel saman. Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans, Pattra Sriyanonge, lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að töskur þeirra týndust í gær, aðeins sólarhring fyrir brottför til Ítalíu eins og sjá má hér að neðan. Þegar þetta er skrifað er Pattra nýbúin að greina fylgjendum sínum frá því að töskurnar eru enn ófundnar, nokkrum tímum fyrir brottför.Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar, lögð af stað til móts við brúðina.Instagram/@moeidurÁhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir lætur sig ekki vanta.instagram/@fanneyingvarsPattra Sriyanonge, kærasta Thedórs Elmars Bjarnasonar, grínast með grenningarátak fyrir brúðkaupið.instagram/@trendpattraÞau Theodór Elmar og Pattra lentu í þeim óskemmtilegheitum að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu.Instagram/@trendpattra Samfélagsmiðlar Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta hans, munu ganga í það heilaga í Como á Ítalíu næstu helgi. „Fall er fararheill,“ myndu sumir segja en Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans lentu í því að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu, hvar brúðkaupið verður. Ljóst er að margt verður um manninn í þessu sannkallaða stjörnubrúðkaupi en ætla má að margir landsliðsmenn og spúsur þeirra verði viðstaddir brúðkaupið, auk margra þeirra heimsklassa knattspyrnumanna sem Gylfi hefur spilað með í gegn um tíðina. Ljóst er að boðsgestir eru þegar farnir að ferðbúast en Alexandra er þegar komin til Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Gylfi Þór er þó hér á landi sem stendur en hann verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Gylfi er á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton frá Liverpool-borg en Alexandra er hvað þekktust fyrir skartgripahönnun sína auk þess sem hún er menntuð í náttúrulegri eldamennsku.Parið trúlofaði sig á Bahamaeyjum síðastliðið sumar og senn líður að stóra deginum. Í aðdraganda brúðkaupsins hefur Alexandra verið dugleg að deila tilhlökkun sinni og vinkvenna sinna með fylgjendum sínum á Instagram eins og sjá má neðst í fréttinni, en Alexandra og kærustur og eiginkonur liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa náð vel saman. Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans, Pattra Sriyanonge, lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að töskur þeirra týndust í gær, aðeins sólarhring fyrir brottför til Ítalíu eins og sjá má hér að neðan. Þegar þetta er skrifað er Pattra nýbúin að greina fylgjendum sínum frá því að töskurnar eru enn ófundnar, nokkrum tímum fyrir brottför.Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar, lögð af stað til móts við brúðina.Instagram/@moeidurÁhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir lætur sig ekki vanta.instagram/@fanneyingvarsPattra Sriyanonge, kærasta Thedórs Elmars Bjarnasonar, grínast með grenningarátak fyrir brúðkaupið.instagram/@trendpattraÞau Theodór Elmar og Pattra lentu í þeim óskemmtilegheitum að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu.Instagram/@trendpattra
Samfélagsmiðlar Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira