Taka höndum saman með Færeyingum við verndun tungumálsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 16:22 Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum, segir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að á fundi hennar með Hönnu Jensen, menntamálaráðherra Færeyja, hafi verið ákveðið að vinna að samstarfssamningi Íslands og Færeyja um verkefni á sviði máltækni. Segja má að Færeyingar glími við sömu áskoranir og við Íslendingar þegar vernd tungumálsins er annars vegar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars þingsályktun sem Alþingi samþykkti á liðnu vorþingi um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi og aðgerðaáætlun hennar og verkáætlunina máltækni fyrir íslensku sem nú er unnið eftir. „Þau vilja vinna með okkur að gera samskonar þingsályktun fyrir þinginu hjá þeim. Svo auðvitað máltækniáætlunin okkar sem er stórmerkileg þar sem við erum að kalla saman okkar færustu hugbúnaðarverkfræðinga og málvísindafólk til að sjá til þess að íslenskan lifi í hinum stafræna heimi.“En eru það ekki einkafyrirtæki sem leiða þetta, eins og Google sem gerði þetta af sjálfsdáðum. Án ríkisstyrkja?„Við þurfum að koma fram með tæknilausnir til þessara fyrirtækja því þau eru mjög ráðandi á markaðnum. Við þurfum að passa upp á að íslenska geti þróast í takt við það sem er að gerast. Við erum að leita eftir samstarfi við þessa aðila til að ná þeim framgangi og árangri sem nauðsynlegt er,“ segir Lilja.Lengi voru áhyggjur af því að íslenska væri of dönskuskotin. Í dag eru áhyggjur svipaðar nema af enskuskotinni íslensku. Finnst þér þetta vera meira vandamál í dag en þegar þú varst að alast upp?„Það sem við sjáum er að málvísindafólkið okkar hefur verið að rannsaka til að mynda máltöku barna. Það er hreinlega munur á máltöku barna nú og fyrir fimmtán árum vegna áhrifa snjalltækja. En ég lít líka svo á að það séu ákveðin tækifæri í þessu. Íslendingar eru meðvitaðir um mikilvægi tungumálsins og vilja veg tungumálsins sem mestan. Ég finn það þegar ég er að tala við Hönnu Jensen, færeyska menntamálaráðherrann, að Færeyingar eru að hugsa um þetta á svipuðum nótum og öll minni málssvæði. Og ekki bara minni málssvæði. Frakkar eru mikið að hugsa um sitt tungumál og passa að hægt sé að nálgast þeirra tungumál sem víðast. Það er þannig að við gerum allt auðvitað á íslensku. Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum. “ Færeyjar Íslenska á tækniöld Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að á fundi hennar með Hönnu Jensen, menntamálaráðherra Færeyja, hafi verið ákveðið að vinna að samstarfssamningi Íslands og Færeyja um verkefni á sviði máltækni. Segja má að Færeyingar glími við sömu áskoranir og við Íslendingar þegar vernd tungumálsins er annars vegar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars þingsályktun sem Alþingi samþykkti á liðnu vorþingi um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi og aðgerðaáætlun hennar og verkáætlunina máltækni fyrir íslensku sem nú er unnið eftir. „Þau vilja vinna með okkur að gera samskonar þingsályktun fyrir þinginu hjá þeim. Svo auðvitað máltækniáætlunin okkar sem er stórmerkileg þar sem við erum að kalla saman okkar færustu hugbúnaðarverkfræðinga og málvísindafólk til að sjá til þess að íslenskan lifi í hinum stafræna heimi.“En eru það ekki einkafyrirtæki sem leiða þetta, eins og Google sem gerði þetta af sjálfsdáðum. Án ríkisstyrkja?„Við þurfum að koma fram með tæknilausnir til þessara fyrirtækja því þau eru mjög ráðandi á markaðnum. Við þurfum að passa upp á að íslenska geti þróast í takt við það sem er að gerast. Við erum að leita eftir samstarfi við þessa aðila til að ná þeim framgangi og árangri sem nauðsynlegt er,“ segir Lilja.Lengi voru áhyggjur af því að íslenska væri of dönskuskotin. Í dag eru áhyggjur svipaðar nema af enskuskotinni íslensku. Finnst þér þetta vera meira vandamál í dag en þegar þú varst að alast upp?„Það sem við sjáum er að málvísindafólkið okkar hefur verið að rannsaka til að mynda máltöku barna. Það er hreinlega munur á máltöku barna nú og fyrir fimmtán árum vegna áhrifa snjalltækja. En ég lít líka svo á að það séu ákveðin tækifæri í þessu. Íslendingar eru meðvitaðir um mikilvægi tungumálsins og vilja veg tungumálsins sem mestan. Ég finn það þegar ég er að tala við Hönnu Jensen, færeyska menntamálaráðherrann, að Færeyingar eru að hugsa um þetta á svipuðum nótum og öll minni málssvæði. Og ekki bara minni málssvæði. Frakkar eru mikið að hugsa um sitt tungumál og passa að hægt sé að nálgast þeirra tungumál sem víðast. Það er þannig að við gerum allt auðvitað á íslensku. Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum. “
Færeyjar Íslenska á tækniöld Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira