Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 12:45 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Egill Aðalsteinsson Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. Hagstofa Íslands birti tölur um greiddar gistinætur í morgun. Eins og áður segir munar mestu um samdrátt í heimagistingu eða Airbnb en samdrátturinn þar var 29 prósent milli ára. Þetta eru bein áhrif af gjaldþroti WOW air og virðist stór hluti ferðamanna sem flaug hingað til lands með WOW hafa nýtt sér Airbnb eða heimagistingu af öðru tagi. Samhliða samdrætti í heimagistingu var 5,2 prósent samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2 prósent fækkun á öðrum tegundum gististaða. Tölur um greiðslukortaveltu útlendinga hér á landi sýna hins vegar að samdrátturinn í eyðslu þeirra er minni en reikna mátti með eftir gjaldþrot WOW air. Kortavelta án flugs dróst saman um 13 prósent í maí þótt ferðamönnum hafi fækkað um 24 prósent á sama tíma. Þykir þetta vísbending um að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni verðmæti hér á landi en farþegar annarra flugfélaga. Gjaldþrot WOW air virðist hafa verið minna högg fyrir ferðaþjónustuna en reikna mátti með við fyrstu sýn. Vísir/VilhelmÞeir sem koma verja hærri fjárhæðum Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þótt fjöldi ferðamanna hafi dregist saman verji þeir ferðamenn sem áfram koma til landsins hærri fjárhæðum hér. „Það sem skiptir máli er heildin og útflutningstekjur vegna ferðaþjónustu eru að dragast saman en það sem er jákvætt er að þær eru ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Þeir ferðamenn sem koma eyða meiru hver og einn að meðaltali en þeir sem komu. Heildin er samt það sem skiptir máli fyrir okkur og þær ákvarðanir sem við erum að taka,“ segir Rannveig. Um þessar mundir er mikið framboð af íbúðum til sölu í póstnúmeri 101 sem voru áður í útleigu til ferðamanna gegnum Airbnb. Þetta styður þá ályktun að þeir ferðamenn sem hafi komið með WOW air hafi að miklu leyti verið tekjulægri ferðamenn sem hafi varið lægri fjárhæðum hér en þeir sem gista á hótelum. „Tölurnar benda til þess að eyðsla per ferðamann sé ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Það er þá vísbending um að þeir ferðamenn sem hafa komið með WOW air hafi eytt minna að meðaltali en þeir ferðamenn sem koma til landsins í dag,“ segir Rannveig. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. Hagstofa Íslands birti tölur um greiddar gistinætur í morgun. Eins og áður segir munar mestu um samdrátt í heimagistingu eða Airbnb en samdrátturinn þar var 29 prósent milli ára. Þetta eru bein áhrif af gjaldþroti WOW air og virðist stór hluti ferðamanna sem flaug hingað til lands með WOW hafa nýtt sér Airbnb eða heimagistingu af öðru tagi. Samhliða samdrætti í heimagistingu var 5,2 prósent samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2 prósent fækkun á öðrum tegundum gististaða. Tölur um greiðslukortaveltu útlendinga hér á landi sýna hins vegar að samdrátturinn í eyðslu þeirra er minni en reikna mátti með eftir gjaldþrot WOW air. Kortavelta án flugs dróst saman um 13 prósent í maí þótt ferðamönnum hafi fækkað um 24 prósent á sama tíma. Þykir þetta vísbending um að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni verðmæti hér á landi en farþegar annarra flugfélaga. Gjaldþrot WOW air virðist hafa verið minna högg fyrir ferðaþjónustuna en reikna mátti með við fyrstu sýn. Vísir/VilhelmÞeir sem koma verja hærri fjárhæðum Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þótt fjöldi ferðamanna hafi dregist saman verji þeir ferðamenn sem áfram koma til landsins hærri fjárhæðum hér. „Það sem skiptir máli er heildin og útflutningstekjur vegna ferðaþjónustu eru að dragast saman en það sem er jákvætt er að þær eru ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Þeir ferðamenn sem koma eyða meiru hver og einn að meðaltali en þeir sem komu. Heildin er samt það sem skiptir máli fyrir okkur og þær ákvarðanir sem við erum að taka,“ segir Rannveig. Um þessar mundir er mikið framboð af íbúðum til sölu í póstnúmeri 101 sem voru áður í útleigu til ferðamanna gegnum Airbnb. Þetta styður þá ályktun að þeir ferðamenn sem hafi komið með WOW air hafi að miklu leyti verið tekjulægri ferðamenn sem hafi varið lægri fjárhæðum hér en þeir sem gista á hótelum. „Tölurnar benda til þess að eyðsla per ferðamann sé ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Það er þá vísbending um að þeir ferðamenn sem hafa komið með WOW air hafi eytt minna að meðaltali en þeir ferðamenn sem koma til landsins í dag,“ segir Rannveig.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira