Gróðurskemmdir eftir mótorhjólamenn í Bolungarvík Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 12:35 Pálmi Gestsson segir ekki gaman að skamma sveitunga sína en svona sé þetta nú samt. Pálmi segir myndirnar sem hann birtir ekki fanga skemmdirnar til fulls, ástandið sé talsvert verra en þær sýna. Pálmi Gestsson leikari og Bolvíkingur birtir myndir úr sinni sveit sem hann tók af gróðurskemmdum sem mótorhjólamenn hafa unnið á viðkvæmum gróðri með róti sínu og ferðum utan vega. „Bolvíkingar!“ segir Pálmi í færslu sinni. Og bendir á að hann hafi ekki fundið neinn vettvang annan til að vekja athygli á þessu en sinni eigin Facebooksíðu. Og bendir í framhjáhlaupi á að vert væri að koma upp sérstakri síðu þar sem Bolvíkingar geti haldið til haga sinni innansveitarkróniku. „Þetta sá ég inná Sandi í morgun og mér finnst þetta vægast sagt dapurt að sjá. Mótorhjól búinn að rífa upp viðkvæman svörðinn á sandinum. Þegar viðkvæm gróðurþekja er rofin svona (ég tala nú ekki um á sandi) er hætta á að þetta blási allt upp. Fyrir utan framkomuna við náttúruna,“ segir Pálmi og tekur fram að ástandið sé í raun miklum mun verra en myndirnar sem hann birtir ná að fanga. Myndirnar eru teknar á svokölluðum Sandi í Bolungarvíkinni sjálfri, jaðrinum. Pálmi segir, í samtali við Vísi, fulla ástæðu til að sporna við fótum gegn átroðningi sem þessum. Hann segir þetta leiðinlegt, fyrst og fremst. „Mann langar svosem ekkert sérstaklega til að skamma sveitunga sína sem eru heilt yfir hið besta fólk. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa þessi grey enga aðstöðu til að stunda sitt sport, en það afsakar þetta náttúrlega ekki.“ Pálmi er víðförull maður og því upplagt að spyrja hvort hann reki minni til að hafa sé slíkar skemmdir víða á ferðum sínum um landið. Hann rekur ekki sérstaklega minni til þess. Nefnir þó að Helgafell Hafnfirðinga sé býsna grátt leikið eftir menn sem fara um utan vega á farartækjum sínum. Þegar hafa margir lagt orð í belg á Facebooksíðu Pálm og fordæmt verknaðinn. Bent er á að það hafi tekið langan tíma að rækta þetta svæði upp. Bolungarvík Umhverfismál Tengdar fréttir Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Pálmi Gestsson leikari og Bolvíkingur birtir myndir úr sinni sveit sem hann tók af gróðurskemmdum sem mótorhjólamenn hafa unnið á viðkvæmum gróðri með róti sínu og ferðum utan vega. „Bolvíkingar!“ segir Pálmi í færslu sinni. Og bendir á að hann hafi ekki fundið neinn vettvang annan til að vekja athygli á þessu en sinni eigin Facebooksíðu. Og bendir í framhjáhlaupi á að vert væri að koma upp sérstakri síðu þar sem Bolvíkingar geti haldið til haga sinni innansveitarkróniku. „Þetta sá ég inná Sandi í morgun og mér finnst þetta vægast sagt dapurt að sjá. Mótorhjól búinn að rífa upp viðkvæman svörðinn á sandinum. Þegar viðkvæm gróðurþekja er rofin svona (ég tala nú ekki um á sandi) er hætta á að þetta blási allt upp. Fyrir utan framkomuna við náttúruna,“ segir Pálmi og tekur fram að ástandið sé í raun miklum mun verra en myndirnar sem hann birtir ná að fanga. Myndirnar eru teknar á svokölluðum Sandi í Bolungarvíkinni sjálfri, jaðrinum. Pálmi segir, í samtali við Vísi, fulla ástæðu til að sporna við fótum gegn átroðningi sem þessum. Hann segir þetta leiðinlegt, fyrst og fremst. „Mann langar svosem ekkert sérstaklega til að skamma sveitunga sína sem eru heilt yfir hið besta fólk. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa þessi grey enga aðstöðu til að stunda sitt sport, en það afsakar þetta náttúrlega ekki.“ Pálmi er víðförull maður og því upplagt að spyrja hvort hann reki minni til að hafa sé slíkar skemmdir víða á ferðum sínum um landið. Hann rekur ekki sérstaklega minni til þess. Nefnir þó að Helgafell Hafnfirðinga sé býsna grátt leikið eftir menn sem fara um utan vega á farartækjum sínum. Þegar hafa margir lagt orð í belg á Facebooksíðu Pálm og fordæmt verknaðinn. Bent er á að það hafi tekið langan tíma að rækta þetta svæði upp.
Bolungarvík Umhverfismál Tengdar fréttir Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25