Rolluhópur stríddi ljósmyndara Bieber sem er langfyrstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2019 11:45 Rolluhópurinn góði. Instagram/Chris Burkard Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur. Burkard er nú staddur við Skaftafell og ef fram heldur sem horfir mun hann bæta öll fyrri met einstaklinga svo um munar, að því er segir í tilkynningu frá WOW cyclothon í morgun. Fylgjast má með Burkard á Instagram-síðu hans þar sem fylgifiskar hans skrásetja ævintýrið samviskusamlega. Þar má meðal annars sjá hvernig myndarlegur rolluhópur hljóp á undan Burkard í dágóða stund. „Það lítur út fyrir að við séum lentir í umferðarteppu,“ sagði Ryan Robinsson sem fylgir Burkard eftir á bíl þegar rollurnar létu sjá sig. „Íslenskri umferðarteppu,“ bætti íslenskur aðstoðarmaður hans við. Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Burkard mikill Íslandsvinur en hann er nú á landinu í 34. skipti. Ferðaðist hann meðal annars með hjartaknúsaranum Justin Bieber hingað til lands árið 2015, eftir að Bieber hafði spurt Burkard hvaða staði væri vert að heimsækja á Íslandi. Íslandsheimsókn Bieber árið 2015 vakti gríðarlega athygli en afrakstur ferðarinnar við tónlistarmyndband við lag Bieber, I'll Show You og er Burkard sagður hafa skotið meginhluta myndbandsins. Í myndbandinu má sjá Bieber í íslenskri náttúru og er óhætt að segja að myndbandið hafi reynst gríðarleg landkynning fyrir Ísland, enda hefur verið horft á það í um 450 milljón skipti á Íslandi.Fylgjast má með staðsetningu keppenda í WOW Cyclothon hér. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Justin Bieber á Íslandi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45 Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur. Burkard er nú staddur við Skaftafell og ef fram heldur sem horfir mun hann bæta öll fyrri met einstaklinga svo um munar, að því er segir í tilkynningu frá WOW cyclothon í morgun. Fylgjast má með Burkard á Instagram-síðu hans þar sem fylgifiskar hans skrásetja ævintýrið samviskusamlega. Þar má meðal annars sjá hvernig myndarlegur rolluhópur hljóp á undan Burkard í dágóða stund. „Það lítur út fyrir að við séum lentir í umferðarteppu,“ sagði Ryan Robinsson sem fylgir Burkard eftir á bíl þegar rollurnar létu sjá sig. „Íslenskri umferðarteppu,“ bætti íslenskur aðstoðarmaður hans við. Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Burkard mikill Íslandsvinur en hann er nú á landinu í 34. skipti. Ferðaðist hann meðal annars með hjartaknúsaranum Justin Bieber hingað til lands árið 2015, eftir að Bieber hafði spurt Burkard hvaða staði væri vert að heimsækja á Íslandi. Íslandsheimsókn Bieber árið 2015 vakti gríðarlega athygli en afrakstur ferðarinnar við tónlistarmyndband við lag Bieber, I'll Show You og er Burkard sagður hafa skotið meginhluta myndbandsins. Í myndbandinu má sjá Bieber í íslenskri náttúru og er óhætt að segja að myndbandið hafi reynst gríðarleg landkynning fyrir Ísland, enda hefur verið horft á það í um 450 milljón skipti á Íslandi.Fylgjast má með staðsetningu keppenda í WOW Cyclothon hér.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Justin Bieber á Íslandi Wow Cyclothon Tengdar fréttir Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45 Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15 Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04 Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. 26. júní 2019 12:45
Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. 26. júní 2019 10:15
Skúli Mogensen birtist óvænt í WOW Cyclothon Keppendur eru nú á mikilli siglingu en búast má við meti í einstaklingsflokki í ár. 27. júní 2019 07:04
Eiríkur hættur keppni í WOW cyclothon vegna meiðsla Eiríkur Ingi Jóhannsson, ríkjandi meistari í einstaklingskeppni WOW cyclothon, hætti keppni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu hans. 27. júní 2019 08:10