Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2019 18:30 Kawhi Leonard í leik á móti Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA 2019. Getty/Kyle Terada-Pool Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. Leonard er með lausan samning og getur því samið við það lið sem hann vill. Svo gæti farið að Toronto Raptors hafi hann bara í eitt tímabil. Toronto Raptors getur boðið Kawhi hæsta samninginn en það hefur lengi verið talað um að Leonard vilji helst spila í Los Angeles. Nú eru fleiri lið hins vegar á borðinu. Bandarískir fjölmiðlamenn eru að sjálfsögðu mikið að velta fyrir sér næstu skrefum Kawhi Leonard og í gær skýrðist betur við hvaða félög þessi öflugi leikmaður ætlar að tala við. Nýjustu fréttirnar eru nefnilega að Kawhi Leonard vilji ekkert heyra í fulltrúum Dallas Mavericks liðsins. Hér fyrir neðan má sjá menn ræða næstu skref í Undisputed þætti Skip og Shannon á Fox Sports 1."I'm told this morning Kawhi is not meeting with the Dallas Mavericks. I don't know where that's coming from, but I think he'll meet with the New York teams, he'll meet with the LA area teams and possibly Philadelphia. ... Toronto is in danger of losing him." —@Chris_Broussardpic.twitter.com/ZAmQZRlmo6 — UNDISPUTED (@undisputed) June 25, 2019Chris Broussard er á kafi í þessum málum og fór betur yfir það sem hann hefur heyrt af áætlunum Kawhi Leonard í næstu viku. Samkvæmt því ætlar Kawhi Leonard að ræða við New York Knicks, bæði Los Angeles liðin og mögulega Philadelphia 76ers. Samkvæmt Broussard eru töluverðar líkur á því að Leonard fari frá Toronto Raptors. Kawhi Leonard er enn bara 27 ára gamall og hann hefur þegar unnið NBA-titilinn með tveimur félögum, San Antonio Spurs (2014) og Toronto Raptors (2019) en í bæði skiptin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard skoraði 30,5 stig að meðaltali í leik með Toronto Raptors í úrslitakeppninni í ár og á ferlinum hefur hann skorað mun fleiri stig í leik í úrslitakeppni (19,6) heldur en í deildarkeppni (13,3). Það fer því ekkert á milli mála að kappinn kann vel við sig á stærsta sviðinu.The Lakers have believed for weeks -- even before they acquired Anthony Davis -- that they would factor into the Kawhi Leonard chase. This has been widely billed as a two-team race between the Clippers and Toronto, but the Lakers' chance to hush their skeptics is fast approaching — Marc Stein (@TheSteinLine) June 25, 2019 NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. Leonard er með lausan samning og getur því samið við það lið sem hann vill. Svo gæti farið að Toronto Raptors hafi hann bara í eitt tímabil. Toronto Raptors getur boðið Kawhi hæsta samninginn en það hefur lengi verið talað um að Leonard vilji helst spila í Los Angeles. Nú eru fleiri lið hins vegar á borðinu. Bandarískir fjölmiðlamenn eru að sjálfsögðu mikið að velta fyrir sér næstu skrefum Kawhi Leonard og í gær skýrðist betur við hvaða félög þessi öflugi leikmaður ætlar að tala við. Nýjustu fréttirnar eru nefnilega að Kawhi Leonard vilji ekkert heyra í fulltrúum Dallas Mavericks liðsins. Hér fyrir neðan má sjá menn ræða næstu skref í Undisputed þætti Skip og Shannon á Fox Sports 1."I'm told this morning Kawhi is not meeting with the Dallas Mavericks. I don't know where that's coming from, but I think he'll meet with the New York teams, he'll meet with the LA area teams and possibly Philadelphia. ... Toronto is in danger of losing him." —@Chris_Broussardpic.twitter.com/ZAmQZRlmo6 — UNDISPUTED (@undisputed) June 25, 2019Chris Broussard er á kafi í þessum málum og fór betur yfir það sem hann hefur heyrt af áætlunum Kawhi Leonard í næstu viku. Samkvæmt því ætlar Kawhi Leonard að ræða við New York Knicks, bæði Los Angeles liðin og mögulega Philadelphia 76ers. Samkvæmt Broussard eru töluverðar líkur á því að Leonard fari frá Toronto Raptors. Kawhi Leonard er enn bara 27 ára gamall og hann hefur þegar unnið NBA-titilinn með tveimur félögum, San Antonio Spurs (2014) og Toronto Raptors (2019) en í bæði skiptin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard skoraði 30,5 stig að meðaltali í leik með Toronto Raptors í úrslitakeppninni í ár og á ferlinum hefur hann skorað mun fleiri stig í leik í úrslitakeppni (19,6) heldur en í deildarkeppni (13,3). Það fer því ekkert á milli mála að kappinn kann vel við sig á stærsta sviðinu.The Lakers have believed for weeks -- even before they acquired Anthony Davis -- that they would factor into the Kawhi Leonard chase. This has been widely billed as a two-team race between the Clippers and Toronto, but the Lakers' chance to hush their skeptics is fast approaching — Marc Stein (@TheSteinLine) June 25, 2019
NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira