Landsmenn hafa fundið vel fyrir hlýrra veðurfari í sumar en síðustu ár og er blíðan búin að færast yfir á Austurlandið eftir ansi hlýjan júnímánuð í höfuðborginni. Eftir góðar vikur á suðvesturhorninu hafa rigningarskýin komið í heimsókn og er spáð úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.
Næstu daga verður hlýjast á Austurlandi og geta þeir sem eru staddir fyrir austan því notið sólarinnar í það minnsta í nokkra daga til viðbótar. Það gerðu þeir í dag en ljósmyndari Vísis var á Djúpavogi og á Neskaupsstað og smellti myndum af mannlífinu í veðurblíðunni.
