Aðeins 15 af 63 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. júní 2019 12:40 Valborg segir að þrátt fyrir aukningu í námið sé ekki verið að fjölga í hópi leikskólakennara. Um sé að ræða fólk sem starfi á leikskólum sem hafi ákveðið að sækja sér menntun. vísir/vilhelm Aðeins 15 leikskólar af 63 í Reykjavík eru fullmannaðir fyrir haustið. Leikskólastjórar segja ástandið þó betra en áður og hafa meiri áhyggjur af mönnunarvanda í stjórnunarstöður innan leikskólanna. Eins og staðan er í dag vantar í 113 stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkur, en fimm leikskólar eiga enn eftir að gefa upp tölur. Valborg Guðlaugsdóttir leikskólastjóri segir stöðuna töluvert betri nú en undanfarin ár, allir séu á fullu í ráðningum og staðan endurmetin eftir sumarfrí. Hún segir vandan töluvert stærri þegar kemur að stjórnunarstöðum. „Við höfum verið að lenda í miklum vandræðum með að ráða inn deildarstjóra, sérkennslustjóra og ekki hefur verið auðvelt að ráða inn í leikskólastjórastöðurnar sem hafa verið að losna,“ segir Valborg. Hún segir að frá árinu 2015 hafi verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Ástæðan sé að stéttin er að eldast og því hætti margir á sama tíma. Stöðurnar hafi verið auglýstar en fáar umsóknir borist. „Þar sem eru mjög fáir leikskólakennarar í vinnu þá er ekkert endalaust hægt að manna stöður. Við erum líka alltaf að taka leikskólakennara þá úr öðrum stöðum til þess að setja í þessar stöður og þar af leiðandi fækkar bara leikskólakennurunum sem vinna á gólfinu með börnunum.“ Lítil fjölgun sé í hópi leikskólakennara og það gangi illa að fá ungt fólk inn í námið. „Þetta er eitthvað sem við, sem samfélag, þurfum náttúrulega bara að horfast í augu við. Hvað getum við gert til að fá ungt fólk til að læra að vera kennari. Þá erum við að tala um í rauninni bæði leikskólakennara og grunnskólakennara. Þó að það sé einhver örlítil aukning inn í námið núna – sem við gleðjumst alveg rosalega yfir – en það tekur þetta fólk fimm ár að útskrifast. Svo er það líka þannig að þeir sem fara í leikskólakennaranámið þeir eru í vinnu á leikskóla. Þetta er ekki ungt fólk nýútskrifað úr menntaskóla sem ákveður að verða leikskólakennari heldur er þetta fólk sem er á gólfinu í dag sem fer og nær sér í menntun, sem er frábært en þar af leiðandi er ekkert að fjölga í hópnum,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Aðeins 15 leikskólar af 63 í Reykjavík eru fullmannaðir fyrir haustið. Leikskólastjórar segja ástandið þó betra en áður og hafa meiri áhyggjur af mönnunarvanda í stjórnunarstöður innan leikskólanna. Eins og staðan er í dag vantar í 113 stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkur, en fimm leikskólar eiga enn eftir að gefa upp tölur. Valborg Guðlaugsdóttir leikskólastjóri segir stöðuna töluvert betri nú en undanfarin ár, allir séu á fullu í ráðningum og staðan endurmetin eftir sumarfrí. Hún segir vandan töluvert stærri þegar kemur að stjórnunarstöðum. „Við höfum verið að lenda í miklum vandræðum með að ráða inn deildarstjóra, sérkennslustjóra og ekki hefur verið auðvelt að ráða inn í leikskólastjórastöðurnar sem hafa verið að losna,“ segir Valborg. Hún segir að frá árinu 2015 hafi verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Ástæðan sé að stéttin er að eldast og því hætti margir á sama tíma. Stöðurnar hafi verið auglýstar en fáar umsóknir borist. „Þar sem eru mjög fáir leikskólakennarar í vinnu þá er ekkert endalaust hægt að manna stöður. Við erum líka alltaf að taka leikskólakennara þá úr öðrum stöðum til þess að setja í þessar stöður og þar af leiðandi fækkar bara leikskólakennurunum sem vinna á gólfinu með börnunum.“ Lítil fjölgun sé í hópi leikskólakennara og það gangi illa að fá ungt fólk inn í námið. „Þetta er eitthvað sem við, sem samfélag, þurfum náttúrulega bara að horfast í augu við. Hvað getum við gert til að fá ungt fólk til að læra að vera kennari. Þá erum við að tala um í rauninni bæði leikskólakennara og grunnskólakennara. Þó að það sé einhver örlítil aukning inn í námið núna – sem við gleðjumst alveg rosalega yfir – en það tekur þetta fólk fimm ár að útskrifast. Svo er það líka þannig að þeir sem fara í leikskólakennaranámið þeir eru í vinnu á leikskóla. Þetta er ekki ungt fólk nýútskrifað úr menntaskóla sem ákveður að verða leikskólakennari heldur er þetta fólk sem er á gólfinu í dag sem fer og nær sér í menntun, sem er frábært en þar af leiðandi er ekkert að fjölga í hópnum,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00
Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00