Ógleði og slappleiki í húsnæði Hagaskóla Ari Brynjólfsson skrifar 25. júní 2019 07:00 Í erindum foreldra barna í Hagaskóla til skólans kemur fram að börn þeirra glími við slappleika, stigversnandi höfuðverk og ógleði. Fréttablaðið/Valli Nokkur fjöldi nemenda og starfsmanna í Hagaskóla hefur sýnt einkenni í samræmi við heilsuspillandi húsnæði. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra Hagaskóla til skóla- og frístundasviðs borgarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. „Þessir starfsmenn leggja traust sitt á að ég geti fullvissað þá um að húsnæðið sé í lagi. Það get ég ekki gert,“ segir í bréfinu. Segir þar jafnframt að stofurnar hafi „stundum verið rennandi blautar“. Töluvert sé af silfurskottum og skemmdum sem bendi til raka. Segir þar einnig að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og borgarstjóri hafi fengið gögn um ástand skólans fyrir þremur árum. Er í lok bréfsins óskað eftir tímasetningum um hvenær húsnæðið verði lagað. Einum skóla og álmu í öðrum skóla í Reykjavík var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu. Kom það ekki í ljós við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur svo að taka þurfti sýni og fá úr því skorið hjá Náttúrufræðistofnun.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Engin sýni hafa verið tekin í Hagaskóla í tengslum við myglu. Verkfræðistofan Mannvit mældi of háan koltvísýring í fjórum skólastofum í Hagaskóla í fyrra. Fram kemur í skýrslu Mannvits frá því í apríl síðastliðnum að koltvísýringur sé enn of hár og valdi hausverk og slappleika. Foreldrar barna við skólann hafa margir hverjir sent erindi á skólann þar sem segir að börn hafi fundið fyrir slappleika. „Það er ótvírætt að húsnæðið hefur valdið dóttur minni, […] í 8. […] óþægindum. Í haust, stuttu eftir skólabyrjun, skrifaði ég […] um að henni liði illa í skólastofunni vegna loftleysis. Nú í vor var það enn verra, hún var með höfuðverk oftar en ekki, ógleði og slappleika,“ segir í einu erindanna sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í öðrum kemur fram stigversnandi líðan barna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur rætt málið á vettvangi borgarstjórnar. Hún segir forgangsröðun borgarinnar hafa verið kolranga í áraraðir. „Það er sífellt farið í vörn þegar þetta berst í tal.“ Í svari frá borginni segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Nú sé verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. „Ég vorkenni starfsfólki skóla- og frístundasviðs. Þau fá endalaust af kvörtunum og áköll en þau hafa ekki fjármagn til að takast á við þetta. Þetta er orðið svo stórt,“ segir Kolbrún. „Fyrir utan grey börnin sem þurfa að dúsa þarna. Það kæmi ekki á óvart að við færum að sjá skaðabótamál vegna þessara mála.“ Skólastjórnandi í Hagaskóla, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, segir að þeir hafi lengi talað fyrir daufum eyrum en fyrirhugað sé að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Nokkur fjöldi nemenda og starfsmanna í Hagaskóla hefur sýnt einkenni í samræmi við heilsuspillandi húsnæði. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra Hagaskóla til skóla- og frístundasviðs borgarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. „Þessir starfsmenn leggja traust sitt á að ég geti fullvissað þá um að húsnæðið sé í lagi. Það get ég ekki gert,“ segir í bréfinu. Segir þar jafnframt að stofurnar hafi „stundum verið rennandi blautar“. Töluvert sé af silfurskottum og skemmdum sem bendi til raka. Segir þar einnig að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og borgarstjóri hafi fengið gögn um ástand skólans fyrir þremur árum. Er í lok bréfsins óskað eftir tímasetningum um hvenær húsnæðið verði lagað. Einum skóla og álmu í öðrum skóla í Reykjavík var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu. Kom það ekki í ljós við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur svo að taka þurfti sýni og fá úr því skorið hjá Náttúrufræðistofnun.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Engin sýni hafa verið tekin í Hagaskóla í tengslum við myglu. Verkfræðistofan Mannvit mældi of háan koltvísýring í fjórum skólastofum í Hagaskóla í fyrra. Fram kemur í skýrslu Mannvits frá því í apríl síðastliðnum að koltvísýringur sé enn of hár og valdi hausverk og slappleika. Foreldrar barna við skólann hafa margir hverjir sent erindi á skólann þar sem segir að börn hafi fundið fyrir slappleika. „Það er ótvírætt að húsnæðið hefur valdið dóttur minni, […] í 8. […] óþægindum. Í haust, stuttu eftir skólabyrjun, skrifaði ég […] um að henni liði illa í skólastofunni vegna loftleysis. Nú í vor var það enn verra, hún var með höfuðverk oftar en ekki, ógleði og slappleika,“ segir í einu erindanna sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í öðrum kemur fram stigversnandi líðan barna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur rætt málið á vettvangi borgarstjórnar. Hún segir forgangsröðun borgarinnar hafa verið kolranga í áraraðir. „Það er sífellt farið í vörn þegar þetta berst í tal.“ Í svari frá borginni segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Nú sé verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. „Ég vorkenni starfsfólki skóla- og frístundasviðs. Þau fá endalaust af kvörtunum og áköll en þau hafa ekki fjármagn til að takast á við þetta. Þetta er orðið svo stórt,“ segir Kolbrún. „Fyrir utan grey börnin sem þurfa að dúsa þarna. Það kæmi ekki á óvart að við færum að sjá skaðabótamál vegna þessara mála.“ Skólastjórnandi í Hagaskóla, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, segir að þeir hafi lengi talað fyrir daufum eyrum en fyrirhugað sé að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira