Telur að kanna eigi þörfina á karlaathvarfi fyrir þolendur ofbeldis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 21:36 Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13% af hátt í 500 manns.Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir málin af ýmsum toga. „Það er heimilisofbeldi, það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, fjárhagslegt og síðan er það kynferðisofbeldi. Það eru alvarleg brot, bæði í æsku og nýleg mál sem eru oft byrlanir, hópnauðganir og annað, segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2Í Bjarkarhlíð hefur ráðgjafi frá Kvennaathvarfinu veitt þeim aðstoð, þeirra bíður hins vegar ekki úrræði á borð við Kvennaathvarfið. „Þegar kemur að skjóli eða athvarfi fyrir karlmenn, þá erum við ekki eins vel stödd því að það er bara ekki til fyrir karlmenn. Hvorki sem þolendur heimilisofbeldis né mansals,“ segir Ragna. Dæmi séu um að karlar sem hafa flúið ofbeldið lendi á götunni. „Við erum náttúrulega bara að heyra alla veganna sorgarsögur. Fólk er oft heimilislaust, er að leita á náðir ættingja og oft fullorðinna foreldra,“ segir Ragna sem segir vandann að miklu leyti falinn, karlarnir upplifi sig í viðkvæmri stöðu, til dæmis þegar lögregla sé kölluð til. „Þeir segja oft að þeir eigi mjög erfitt með að verja sig og þeir vilja ekki beita ofbeldi og þá láta þeir oft barsmíðar yfir sig ganga,“ Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf. „Það þarf að meta hver þörfin er og meta ástandið. Ég hugsa að þetta sé vangreindur vandi, eins og allt ofbeldi. Þeir sem eru þolendur þess þeir upplifa skömm. Þarna held ég að karlmenn eigi bara mjög erfitt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Félagsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13% af hátt í 500 manns.Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir málin af ýmsum toga. „Það er heimilisofbeldi, það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, fjárhagslegt og síðan er það kynferðisofbeldi. Það eru alvarleg brot, bæði í æsku og nýleg mál sem eru oft byrlanir, hópnauðganir og annað, segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2Í Bjarkarhlíð hefur ráðgjafi frá Kvennaathvarfinu veitt þeim aðstoð, þeirra bíður hins vegar ekki úrræði á borð við Kvennaathvarfið. „Þegar kemur að skjóli eða athvarfi fyrir karlmenn, þá erum við ekki eins vel stödd því að það er bara ekki til fyrir karlmenn. Hvorki sem þolendur heimilisofbeldis né mansals,“ segir Ragna. Dæmi séu um að karlar sem hafa flúið ofbeldið lendi á götunni. „Við erum náttúrulega bara að heyra alla veganna sorgarsögur. Fólk er oft heimilislaust, er að leita á náðir ættingja og oft fullorðinna foreldra,“ segir Ragna sem segir vandann að miklu leyti falinn, karlarnir upplifi sig í viðkvæmri stöðu, til dæmis þegar lögregla sé kölluð til. „Þeir segja oft að þeir eigi mjög erfitt með að verja sig og þeir vilja ekki beita ofbeldi og þá láta þeir oft barsmíðar yfir sig ganga,“ Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf. „Það þarf að meta hver þörfin er og meta ástandið. Ég hugsa að þetta sé vangreindur vandi, eins og allt ofbeldi. Þeir sem eru þolendur þess þeir upplifa skömm. Þarna held ég að karlmenn eigi bara mjög erfitt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.
Félagsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira