Kennarar kátir en aginn minni Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2019 19:45 Íslenskir kennarar telja meðal annars þörf á því að hækka laun kennara og auka stuðning við kennslu í fjölmenningarlegu umhverfi. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að íslenskir kennarar séu sáttir í starfi telja þeir sig engu að síður lítils metna í þjóðfélaginu og litna hornauga af fjölmiðlum. Þeir eru umtalsvert óáægðari með laun sín en kennarar annars staðar á Norðurlöndum auk þess sem nemendur þeirra virðast vera óstýrilátari. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem lögð var fyrir alla kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla hérlendis í vor. Rannsóknin er framkvæmd reglulega á vegum OECD en þetta var í þriðja sinn sem Ísland tók þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar þar sem svör íslenskra kennara eru borin saman við svör kennara á öðrum Norðurlöndum voru birtar í dag.Almenn ánægja en launin léleg Þær gefa meðal annars til kynna að íslenskir kennarar eru yfirhöfuð mjög ánægðir í starf sínu, en rúmlega 90 prósent þeirra sögðust í heildina vera sáttir við starf sitt og skólann þar sem þeir starfa. Um helmingur íslenskra kennara veltir þó fyrir sér hvort betra hefði verið að velja annað starf og áberandi færri kennarar hér á landi telja að kennarastarfið sé mikils metið í þjóðfélaginu, í samanburði við önnur Norðurlönd. Að sama skapi telja aðeins um 7 prósent kennara að þeir séu mikils metnir í fjölmiðlum hér á landi. Þá er ánægja með laun kennara umtalsvert minni hér á landi en á Norðurlöndunum almennt. Rúm sex prósent íslenskra kennara eru sáttir við laun sín, samanborið við 40 prósent kennara í Skandinavíu og Finnlandi. Íslensk börn óþekkari? Svör kennaranna virðast jafnframt benda til lakari aga í íslenskum skólastofum. Rúmlega 40 prósent kennara á Íslandi þurfa að bíða nokkuð í upphafi kennslustundar áður en nemendur gefa hljóð og sama hlutfall telur sig tapa töluverðum tíma vegna truflunar nemenda, samanborið við fjórðung kennara á öðrum Norðurlöndum. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag næstu skref verði að kafa djúpt ofan í skýrsluna með menntamálastofnun og menntamálaráðuneytinu til að greina hvernig megi nýta skýrsluna í umbótatilgangi, starfsfólki og nemendum til heilla.Skýrsluna má nálgast í heild hér. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þrátt fyrir að íslenskir kennarar séu sáttir í starfi telja þeir sig engu að síður lítils metna í þjóðfélaginu og litna hornauga af fjölmiðlum. Þeir eru umtalsvert óáægðari með laun sín en kennarar annars staðar á Norðurlöndum auk þess sem nemendur þeirra virðast vera óstýrilátari. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem lögð var fyrir alla kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla hérlendis í vor. Rannsóknin er framkvæmd reglulega á vegum OECD en þetta var í þriðja sinn sem Ísland tók þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar þar sem svör íslenskra kennara eru borin saman við svör kennara á öðrum Norðurlöndum voru birtar í dag.Almenn ánægja en launin léleg Þær gefa meðal annars til kynna að íslenskir kennarar eru yfirhöfuð mjög ánægðir í starf sínu, en rúmlega 90 prósent þeirra sögðust í heildina vera sáttir við starf sitt og skólann þar sem þeir starfa. Um helmingur íslenskra kennara veltir þó fyrir sér hvort betra hefði verið að velja annað starf og áberandi færri kennarar hér á landi telja að kennarastarfið sé mikils metið í þjóðfélaginu, í samanburði við önnur Norðurlönd. Að sama skapi telja aðeins um 7 prósent kennara að þeir séu mikils metnir í fjölmiðlum hér á landi. Þá er ánægja með laun kennara umtalsvert minni hér á landi en á Norðurlöndunum almennt. Rúm sex prósent íslenskra kennara eru sáttir við laun sín, samanborið við 40 prósent kennara í Skandinavíu og Finnlandi. Íslensk börn óþekkari? Svör kennaranna virðast jafnframt benda til lakari aga í íslenskum skólastofum. Rúmlega 40 prósent kennara á Íslandi þurfa að bíða nokkuð í upphafi kennslustundar áður en nemendur gefa hljóð og sama hlutfall telur sig tapa töluverðum tíma vegna truflunar nemenda, samanborið við fjórðung kennara á öðrum Norðurlöndum. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag næstu skref verði að kafa djúpt ofan í skýrsluna með menntamálastofnun og menntamálaráðuneytinu til að greina hvernig megi nýta skýrsluna í umbótatilgangi, starfsfólki og nemendum til heilla.Skýrsluna má nálgast í heild hér.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira