Segir hækkun lánavaxta til að verja hagsmuni sjóðsfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:45 Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt. Fulltrúaráð VR afturkallaði í gær umboð fjögurra stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna vegna óánægju með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána um núll komma tvö prósentustig. Fjórir nýir stjórnarmenn voru skipaðir í þeirra stað en ný stjórn tekur ekki við fyrr en eftir stjórnarfund sem hefur ekki verið boðaður. Meðal þeirra sem missti umboðið er Ólafur Reimar Jóhannesson stjórnarformaðurinn sem sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann segir að ef ekki hefði komið til hækkunarinnar hefði stjórnin ekki verið að vinna að hagsmunum hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga, eða eftir samþykktum sjóðsins. Þá hefði getað komið til kasta Fjármálaeftirlitsins vegna laga um fjármálafyrirtæki. „Okkar hlutverk er að ávaxta fé sem kemur inní sjóðinn og við getum ekki framkvæmt það þannig að við séum að borga með einhverjum lánum sem aðrir þurfa þá að borga meira fyrir,“ segir Ólafur og bætir við að vaxtahækkunin taki til lána um 3.700 sjóðsfélaga. Gagnrýnt hefur verið að hækkunin hafi verið boðuð á sama tíma og Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. „Ég skal viðurkenna það að tímasetningin var ekki góð en það var búið að ræða þetta í allt að ár,“ segir Ólafur. Ragnar Þór Ingólfsson segir að afskipti VR af ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi verið fullkomnlega eðlileg.Fulltrúaráð VR hefur verið gagnrýnt fyrir að skipta sér af stjórnarháttum Lífeyrissjóðssins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir afskiptin fullkomnlega eðlileg, „Að halda því fram að afskipti verkalýðshreyfingarinnar séu eitthvað óeðlileg með því að beita okkur með þessum hætti er í besta falli hræsni. Það er komin tími til að verkalýðsfélög og almenningur geri þá kröfu á fjármálafyrirtæki að hætta þessu gegndarlausa vaxtaokri,“ segir Ragnar. Þá sé hagur sjóðsfélaga sé ekki bara varin með ávöxtun lífeyrisgreiðslna. „Það er ekki bara ávöxtunarkrafan sem tryggir lífeyrisþegum góða afkomu það er fyrst og fremst gæði fjárfestinga lífeyrissjóðanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira
Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt. Fulltrúaráð VR afturkallaði í gær umboð fjögurra stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna vegna óánægju með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána um núll komma tvö prósentustig. Fjórir nýir stjórnarmenn voru skipaðir í þeirra stað en ný stjórn tekur ekki við fyrr en eftir stjórnarfund sem hefur ekki verið boðaður. Meðal þeirra sem missti umboðið er Ólafur Reimar Jóhannesson stjórnarformaðurinn sem sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann segir að ef ekki hefði komið til hækkunarinnar hefði stjórnin ekki verið að vinna að hagsmunum hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga, eða eftir samþykktum sjóðsins. Þá hefði getað komið til kasta Fjármálaeftirlitsins vegna laga um fjármálafyrirtæki. „Okkar hlutverk er að ávaxta fé sem kemur inní sjóðinn og við getum ekki framkvæmt það þannig að við séum að borga með einhverjum lánum sem aðrir þurfa þá að borga meira fyrir,“ segir Ólafur og bætir við að vaxtahækkunin taki til lána um 3.700 sjóðsfélaga. Gagnrýnt hefur verið að hækkunin hafi verið boðuð á sama tíma og Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. „Ég skal viðurkenna það að tímasetningin var ekki góð en það var búið að ræða þetta í allt að ár,“ segir Ólafur. Ragnar Þór Ingólfsson segir að afskipti VR af ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi verið fullkomnlega eðlileg.Fulltrúaráð VR hefur verið gagnrýnt fyrir að skipta sér af stjórnarháttum Lífeyrissjóðssins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir afskiptin fullkomnlega eðlileg, „Að halda því fram að afskipti verkalýðshreyfingarinnar séu eitthvað óeðlileg með því að beita okkur með þessum hætti er í besta falli hræsni. Það er komin tími til að verkalýðsfélög og almenningur geri þá kröfu á fjármálafyrirtæki að hætta þessu gegndarlausa vaxtaokri,“ segir Ragnar. Þá sé hagur sjóðsfélaga sé ekki bara varin með ávöxtun lífeyrisgreiðslna. „Það er ekki bara ávöxtunarkrafan sem tryggir lífeyrisþegum góða afkomu það er fyrst og fremst gæði fjárfestinga lífeyrissjóðanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira
Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49
Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45
Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32