„Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 14:05 Frá mótmælum við lögreglustöðina á Hverfisgötu í nóvember árið 2015. Vísir „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir, einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi, í samtali við fréttastofu Vísis. Sjóðurinn var stofnaður í kjölfar þess að dómur féll í málum Hildar Lilliendahl Viggósdóttur og Oddnýjar Arnarsdóttur, en þær voru þann 19. júní dæmdar fyrir ummæli sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Markmið sjóðsins er að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynferðisbrotamál og ofbeldi og tryggja að þeir sem tjái sig um þessi mál lendi ekki í fjárhagsörðugleikum vegna málssókna.Sjá einnig: Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldiAnna segir stofnun sjóðsins vera andsvar við þeirri ólgu sem upp kom vegna mála Hildar og Oddnýjar um að einstaklingar gætu ekki tjáð sig um kynferðisbrotamál eða ofbeldi án þess að vera sóttir til saka fyrir þau ummæli. „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi og það hrökkva allir í baklás þegar konur ætla að tjá sig um það ofbeldi sem þær, eða aðrar konur, verða fyrir,“ segir Anna Lotta.Sjóðurinn var stofnaður í morgun til að styðja við þá einstaklinga sem tjá sig um kynferðisbrot og ofbeldi og þurfa að greiða gjöld vegna þeirra dómsmála sem á eftir gætu komið.Karolinafund/MálfrelsissjóðurDómar í málum Hildar og Oddnýjar hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Reykjavíkur og voru báðar konur dæmdar til að greiða mönnunum tveimur miskabætur og þarf Hildur að greiða þeim 150 þúsund krónur en Oddný kemur til með að borga hvorum fyrir sig 220 þúsund krónur.Sjá einnig: Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna HlíðamálsinsSigrún Ingibjörg, lögmaður Oddnýjar og Hildar, sagðist í samtali við Vísi í vikunni reikna með því að niðurstöðunni verði áfrýjað. Ekki náðist samband við Sigrúnu við vinnslu þessarar fréttar. „Þessi sjóður kemur þessu einstaka máli í rauninni ekki við en mér þykir mjög skrítið að hægt sé að höfða meiðyrðamál gegn einstaklingi sem lætur ummæli falla í samræmi við fréttaflutning fjölmiðla,“ segir Anna Lotta. „Þetta er mjög fordæmisgefandi hvað varðar meiðyrðamál og ég vona að þær áfrýi og ég er mjög ósammála því að svona eigi að taka á þessum málum. Þetta sýnir að í raun má ekki hvetja til mótmæla og vitna í fjölmiðla þegar kemur að svona grafalvarlegum málum, eða þannig virðist mér þetta vera.“Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.FBL/STEFÁNÍ dómi héraðsdóms kemur fram að „Með skírskotun til málsatvika og málflutnings stefndu skal tekið fram að í réttarríki ber við það að miða að lagaleg hugtök á borð við almannahagsmuni séu skilgreind út frá hlutlægum forsendum, en ekki huglægum og persónubundnum eins og gefið var til kynna í fyrirsögninni „Ekki mínir almannahagsmunir“ sem stefnda vísaði til í tjáningu sinni um málefni stefnenda. Ef leggja ætti viðmið af síðast greindri ætt til grundvallar lögum og lagaframkvæmd yrði útkoman lögleysa, stjórnleysi og upplausn. Réttarríkishugsjónin mótaðist einmitt sem svar við slíku ástandi. Þannig miðar réttarríkið að því að stjórnað sé með lögum en ekki með hnefarétti og geðþótta.“ Anna Lotta telur þetta hættulegt, ef banna eigi fólki að nota almenn orð sem lagastéttin skilgreini á einhvern ákveðinn hátt en í þessu tilviki hafi héraðsdómur refsað Hildi og Oddnýju fyrir notkun hugtaksins „almannahagsmunir“. Notast var við setninguna „Ekki mínir almannahagsmunir“ í umræðum á samfélagsmiðlum í kjölfar fréttaflutningsins árið 2015. Verið sé að fara gegn einstaklingum sem túlki orð fréttamiðla og veki það hræðslu. Anna Lotta vill hvetja fólk til að taka þátt og styrkja söfnunina til að styðja við bakið á þolendum. „Vonandi getum við fengið kerfinu breytt fyrir þolendur svo að svona ólga brjótist ekki út. Mér þykir miður ef þessir menn hafa hlotið einhverja hnekki en mér finnst þetta mál svo miklu stærra en það.“ Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Dæmdur til að greiða mönnunum 350 þúsund krónur hvorum um sig. 15. febrúar 2019 15:09 Ríkissaksóknari fellir Hlíðamálið niður Málið komst í hámæli í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári en það þótti eigi líklegt til sakfellingar. 6. júní 2016 19:22 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir, einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi, í samtali við fréttastofu Vísis. Sjóðurinn var stofnaður í kjölfar þess að dómur féll í málum Hildar Lilliendahl Viggósdóttur og Oddnýjar Arnarsdóttur, en þær voru þann 19. júní dæmdar fyrir ummæli sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Markmið sjóðsins er að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynferðisbrotamál og ofbeldi og tryggja að þeir sem tjái sig um þessi mál lendi ekki í fjárhagsörðugleikum vegna málssókna.Sjá einnig: Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldiAnna segir stofnun sjóðsins vera andsvar við þeirri ólgu sem upp kom vegna mála Hildar og Oddnýjar um að einstaklingar gætu ekki tjáð sig um kynferðisbrotamál eða ofbeldi án þess að vera sóttir til saka fyrir þau ummæli. „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi og það hrökkva allir í baklás þegar konur ætla að tjá sig um það ofbeldi sem þær, eða aðrar konur, verða fyrir,“ segir Anna Lotta.Sjóðurinn var stofnaður í morgun til að styðja við þá einstaklinga sem tjá sig um kynferðisbrot og ofbeldi og þurfa að greiða gjöld vegna þeirra dómsmála sem á eftir gætu komið.Karolinafund/MálfrelsissjóðurDómar í málum Hildar og Oddnýjar hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Reykjavíkur og voru báðar konur dæmdar til að greiða mönnunum tveimur miskabætur og þarf Hildur að greiða þeim 150 þúsund krónur en Oddný kemur til með að borga hvorum fyrir sig 220 þúsund krónur.Sjá einnig: Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna HlíðamálsinsSigrún Ingibjörg, lögmaður Oddnýjar og Hildar, sagðist í samtali við Vísi í vikunni reikna með því að niðurstöðunni verði áfrýjað. Ekki náðist samband við Sigrúnu við vinnslu þessarar fréttar. „Þessi sjóður kemur þessu einstaka máli í rauninni ekki við en mér þykir mjög skrítið að hægt sé að höfða meiðyrðamál gegn einstaklingi sem lætur ummæli falla í samræmi við fréttaflutning fjölmiðla,“ segir Anna Lotta. „Þetta er mjög fordæmisgefandi hvað varðar meiðyrðamál og ég vona að þær áfrýi og ég er mjög ósammála því að svona eigi að taka á þessum málum. Þetta sýnir að í raun má ekki hvetja til mótmæla og vitna í fjölmiðla þegar kemur að svona grafalvarlegum málum, eða þannig virðist mér þetta vera.“Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.FBL/STEFÁNÍ dómi héraðsdóms kemur fram að „Með skírskotun til málsatvika og málflutnings stefndu skal tekið fram að í réttarríki ber við það að miða að lagaleg hugtök á borð við almannahagsmuni séu skilgreind út frá hlutlægum forsendum, en ekki huglægum og persónubundnum eins og gefið var til kynna í fyrirsögninni „Ekki mínir almannahagsmunir“ sem stefnda vísaði til í tjáningu sinni um málefni stefnenda. Ef leggja ætti viðmið af síðast greindri ætt til grundvallar lögum og lagaframkvæmd yrði útkoman lögleysa, stjórnleysi og upplausn. Réttarríkishugsjónin mótaðist einmitt sem svar við slíku ástandi. Þannig miðar réttarríkið að því að stjórnað sé með lögum en ekki með hnefarétti og geðþótta.“ Anna Lotta telur þetta hættulegt, ef banna eigi fólki að nota almenn orð sem lagastéttin skilgreini á einhvern ákveðinn hátt en í þessu tilviki hafi héraðsdómur refsað Hildi og Oddnýju fyrir notkun hugtaksins „almannahagsmunir“. Notast var við setninguna „Ekki mínir almannahagsmunir“ í umræðum á samfélagsmiðlum í kjölfar fréttaflutningsins árið 2015. Verið sé að fara gegn einstaklingum sem túlki orð fréttamiðla og veki það hræðslu. Anna Lotta vill hvetja fólk til að taka þátt og styrkja söfnunina til að styðja við bakið á þolendum. „Vonandi getum við fengið kerfinu breytt fyrir þolendur svo að svona ólga brjótist ekki út. Mér þykir miður ef þessir menn hafa hlotið einhverja hnekki en mér finnst þetta mál svo miklu stærra en það.“
Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Dæmdur til að greiða mönnunum 350 þúsund krónur hvorum um sig. 15. febrúar 2019 15:09 Ríkissaksóknari fellir Hlíðamálið niður Málið komst í hámæli í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári en það þótti eigi líklegt til sakfellingar. 6. júní 2016 19:22 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51
Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57
Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Dæmdur til að greiða mönnunum 350 þúsund krónur hvorum um sig. 15. febrúar 2019 15:09
Ríkissaksóknari fellir Hlíðamálið niður Málið komst í hámæli í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári en það þótti eigi líklegt til sakfellingar. 6. júní 2016 19:22