Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2019 12:52 Jón Steinar hefur gagnrýnt störf Hæstaréttar í ræðu og riti. Hæstiréttur hefur nú samþykkt að veita Lögmannafélaginu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sínu gegn Jóni Steinari. „Ég nýt minni réttinda en aðrir Íslendingar. Það er bara þannig,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari í samtali við Vísi. Í gær var samþykkti sérstakur dómstóll Hæstaréttar, skipaður þeim Haraldi Henryssyni fyrrverandi hæstaréttardómari, Ásu Ólafsdóttur prófessor og Eggerti Óskarssyni fyrrverandi héraðsdómari, áfrýjunarleyfi til Lögmannafélagsins í máli þess gegn Jóni Steinari.Jón Steinar afar ósátturMálið er sérstætt en það byggist á því að Lögmannafélag Íslands áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti. Jón Steinar vann málið fyrir Landsrétti en Lögmannafélagið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Jón Steinar er ósáttur og telur þetta galið; forsendurnar sem birtar eru með þessa þeirri ákvörðun segi sína söguna. „Þær eru ekki tækar sem lögfræðilegar forsendur.“Berglind Svavarsdóttir formaður félagsins hefur sagt að málið snúist um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari.Oftast er slíkum óskum synjað en ekki núna. „Þeim þykir þetta svona mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og réttarfar í landinu,“ segir Jón Steinar háðskur en áskilið er að mál sem fá slíkt samþykki hafi almenna þýðingu. Sem Jón segir að merki að málin hafi almenna þýðingu fyrir alþýðu manna. Þetta sé hins vegar þannig vaxið að ef það teljist hafa almenna þýðingu þá beri nú eiginlega að samþykkja allar óskir um áfrýjun. Segir hæstaréttardómara bera til sín þungan hug Vart ætti að þurfa að hafa um það mörg orð að Jón Steinar hefur verið ötull við að gagnrýna störf Hæstaréttar bæði í bókum sem hann hefur sent frá sér sem og í greinarskrifum. Því töldust sitjandi hæstaréttardómarar vanhæfir og var skipaður sérstakur dómsstóll til að taka afstöðu til óska Lögmannafélagsins. Jón telur einsýnt að þremenningarnar sé með þessari ákvörðun, sem hann telur fráleita, að sýna kerfinu hollustu sína. Jón Steinar telur plágu í samfélaginu að öll rökstudd gagnrýni sé afgreidd sem persónulegar árásir. „Rétturinn hefur sýnt sig í því að bera mjög þungan hug til mín þó ég hafi bara verið að gagnrýna starfsemi réttarins eins og þarf að gera í öllum réttarríkjum. En það er lagður á mig einhver haturshugur fyrir það. Þá sjaldan þeir fá tækifæri til að gera mér eitthvað til miska er vaðið í það.“ Dómstólar Tengdar fréttir Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28 Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Ég nýt minni réttinda en aðrir Íslendingar. Það er bara þannig,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari í samtali við Vísi. Í gær var samþykkti sérstakur dómstóll Hæstaréttar, skipaður þeim Haraldi Henryssyni fyrrverandi hæstaréttardómari, Ásu Ólafsdóttur prófessor og Eggerti Óskarssyni fyrrverandi héraðsdómari, áfrýjunarleyfi til Lögmannafélagsins í máli þess gegn Jóni Steinari.Jón Steinar afar ósátturMálið er sérstætt en það byggist á því að Lögmannafélag Íslands áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti. Jón Steinar vann málið fyrir Landsrétti en Lögmannafélagið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Jón Steinar er ósáttur og telur þetta galið; forsendurnar sem birtar eru með þessa þeirri ákvörðun segi sína söguna. „Þær eru ekki tækar sem lögfræðilegar forsendur.“Berglind Svavarsdóttir formaður félagsins hefur sagt að málið snúist um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari.Oftast er slíkum óskum synjað en ekki núna. „Þeim þykir þetta svona mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og réttarfar í landinu,“ segir Jón Steinar háðskur en áskilið er að mál sem fá slíkt samþykki hafi almenna þýðingu. Sem Jón segir að merki að málin hafi almenna þýðingu fyrir alþýðu manna. Þetta sé hins vegar þannig vaxið að ef það teljist hafa almenna þýðingu þá beri nú eiginlega að samþykkja allar óskir um áfrýjun. Segir hæstaréttardómara bera til sín þungan hug Vart ætti að þurfa að hafa um það mörg orð að Jón Steinar hefur verið ötull við að gagnrýna störf Hæstaréttar bæði í bókum sem hann hefur sent frá sér sem og í greinarskrifum. Því töldust sitjandi hæstaréttardómarar vanhæfir og var skipaður sérstakur dómsstóll til að taka afstöðu til óska Lögmannafélagsins. Jón telur einsýnt að þremenningarnar sé með þessari ákvörðun, sem hann telur fráleita, að sýna kerfinu hollustu sína. Jón Steinar telur plágu í samfélaginu að öll rökstudd gagnrýni sé afgreidd sem persónulegar árásir. „Rétturinn hefur sýnt sig í því að bera mjög þungan hug til mín þó ég hafi bara verið að gagnrýna starfsemi réttarins eins og þarf að gera í öllum réttarríkjum. En það er lagður á mig einhver haturshugur fyrir það. Þá sjaldan þeir fá tækifæri til að gera mér eitthvað til miska er vaðið í það.“
Dómstólar Tengdar fréttir Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28 Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28
Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53
Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50