Kolbrún segir ekki hægt að þvinga Vigdísi í rannsóknarferli Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2019 08:50 Kolbrún telur rannsókn sem boðað hefur verið til vegna meints eineltis Vigdísar tæplega standast sé litið til jafnræðis. visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, furðar sig á hinni boðuðu rannsókn borgaryfirvalda á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Vísir greindi frá málinu í gær, að ákveðið hafi verið að efna til viðamikillar rannsóknar á meintu einelti Vigdísar gegn Helgu Björg Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Í kjölfarið var sagt frá því að Vigdís vildi fara dómsstólaleið með málið. Kolbrún hefur fullan skilning á því. Hún segist vera að hugsa um jafnræði. „Í þessu tilfelli gengur vinnsla vegna kvörtunar starfsmanns yfir kjörnum fulltrúa ekki upp þar sem staða aðila er ólík og byggir á ólíkum grunni. Kjörinn fulltrúi hefur ekki ráðningarsamband við borgina enda kjörinn af borgarbúum. Kjörinn fulltrúi hefur því hvorki aðgang að sálfræðingum, mannauðsráðgjöfum né lögfræðingum borgarinnar en það hefur starfsmaðurinn enda ráðinn með öll tilheyrandi réttindi sem opinber starfsmaður. Kjörinn fulltrúa er hvorki hægt að reka né áminna,“ segir Kolbrún. Þá bendir hún á, þess utan, að ekki sé hægt að þvinga nokkurn mann, kjörinn fulltrúa eða starfsmann að taka þátt í rannsóknarferli eins og þessu ef hann ekki vill það. „Þess vegna er það einfaldlega þannig að telji starfsmaður eða hver annar að kjörinn fulltrúi hafi brotið á sér þá er bara ein leið fær og það er dómstólaleiðin.“ Vigdís var í Bítinu í morgun og ræddi þá þetta mál frekar, eins og það horfir við henni. Þar segist hún ekki vera gerandi í eineltismálinu heldur miklu fremur fórnarlamb. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, furðar sig á hinni boðuðu rannsókn borgaryfirvalda á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Vísir greindi frá málinu í gær, að ákveðið hafi verið að efna til viðamikillar rannsóknar á meintu einelti Vigdísar gegn Helgu Björg Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Í kjölfarið var sagt frá því að Vigdís vildi fara dómsstólaleið með málið. Kolbrún hefur fullan skilning á því. Hún segist vera að hugsa um jafnræði. „Í þessu tilfelli gengur vinnsla vegna kvörtunar starfsmanns yfir kjörnum fulltrúa ekki upp þar sem staða aðila er ólík og byggir á ólíkum grunni. Kjörinn fulltrúi hefur ekki ráðningarsamband við borgina enda kjörinn af borgarbúum. Kjörinn fulltrúi hefur því hvorki aðgang að sálfræðingum, mannauðsráðgjöfum né lögfræðingum borgarinnar en það hefur starfsmaðurinn enda ráðinn með öll tilheyrandi réttindi sem opinber starfsmaður. Kjörinn fulltrúa er hvorki hægt að reka né áminna,“ segir Kolbrún. Þá bendir hún á, þess utan, að ekki sé hægt að þvinga nokkurn mann, kjörinn fulltrúa eða starfsmann að taka þátt í rannsóknarferli eins og þessu ef hann ekki vill það. „Þess vegna er það einfaldlega þannig að telji starfsmaður eða hver annar að kjörinn fulltrúi hafi brotið á sér þá er bara ein leið fær og það er dómstólaleiðin.“ Vigdís var í Bítinu í morgun og ræddi þá þetta mál frekar, eins og það horfir við henni. Þar segist hún ekki vera gerandi í eineltismálinu heldur miklu fremur fórnarlamb.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31