Netflix hækkar áskriftarverð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Verðhækkunin á að standa undir auknum umsvifum Netflix. Fréttablaðið/EPA Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. Áskrifendur hafa um þrjá verðflokka að velja, Basic, Standard og Premium, og tekur hækkunin til verðflokkanna Standard og Premium, en ekki Basic. Í þeim flokki verður verðið áfram óbreytt, 7,99 evrur á mánuði, eða sem nemur um það bil 1.134 krónum miðað við gengi dagsins. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að verðflokknum Standard er nú 10,99 evrur og fer í 11,99 evrur sem er 9 prósenta hækkun og verður við gildistöku hækkunarinnar um 1.700 krónur á mánuði. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að Premium, sem sýnir efni í háskerpu og leyfir tengingu við allt að fjóra viðtakendur hækkar um 14 prósent upp í 15,99 evrur, sem jafngildir 2.269 krónum. Hækkunina má rekja til aukinna umsvifa bandarísku efnisveitunnar en á undanförnum árum hefur Netflix ráðist í mjög kostnaðarsama framleiðslu á kvikmyndum og þáttaröðum sem njóta mikilla vinsælda um allan heim og verður haldið áfram á sömu braut. Auk kostnaðarsamrar framleiðslu hefur Netflix varið umtalsverðum fjárhæðum til tæknimála. Birtist í Fréttablaðinu Netflix Neytendur Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. Áskrifendur hafa um þrjá verðflokka að velja, Basic, Standard og Premium, og tekur hækkunin til verðflokkanna Standard og Premium, en ekki Basic. Í þeim flokki verður verðið áfram óbreytt, 7,99 evrur á mánuði, eða sem nemur um það bil 1.134 krónum miðað við gengi dagsins. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að verðflokknum Standard er nú 10,99 evrur og fer í 11,99 evrur sem er 9 prósenta hækkun og verður við gildistöku hækkunarinnar um 1.700 krónur á mánuði. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að Premium, sem sýnir efni í háskerpu og leyfir tengingu við allt að fjóra viðtakendur hækkar um 14 prósent upp í 15,99 evrur, sem jafngildir 2.269 krónum. Hækkunina má rekja til aukinna umsvifa bandarísku efnisveitunnar en á undanförnum árum hefur Netflix ráðist í mjög kostnaðarsama framleiðslu á kvikmyndum og þáttaröðum sem njóta mikilla vinsælda um allan heim og verður haldið áfram á sömu braut. Auk kostnaðarsamrar framleiðslu hefur Netflix varið umtalsverðum fjárhæðum til tæknimála.
Birtist í Fréttablaðinu Netflix Neytendur Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira