Handbolti

Síðasti hálfleikurinn kostaði gullið á æfingamóti í Portúgal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar Andri Einarsson er þjálfari U21 árs landsliðsins.
Einar Andri Einarsson er þjálfari U21 árs landsliðsins. vísir/bára
Íslenska U21 ára landsliðið varð að sætta sig við silfur á æfingamóti í Portúgal eftir tap gegn heimamönnum í lokaleiknum, 31-29.

Strákarnir okkar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum er liðin gengu til búningsherbergja, 19-15.

Sóknarleikurinn varð hins vegar stirðari í síðari hálfleiknum og strákarnir fengu á sig sextán mörk í síðari hálfleik, síðasta hálfleik mótsins. Lokatölur því tveggja marka tap, 31-29.

Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum mótsins gegn Japan og Argentínu, fá drengirnir silfur, en gestgjafarnir í Portúgal vinna mótið.

Einar Andri Einarsson er þjálfari liðsins en liðið er að búa sig undir heimsmeistaramótið sem fer fram á Spáni um miðjan júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×