Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2019 20:32 Nýtt þjóðleikhúsráð tekur við eftir mánaðamót. Vísir Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið.Sjá einnig: Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Vísir greindi frá því í byrjun mánaðarins að allir fulltrúar Þjóðleikhúsráðs hefðu sagt sig úr ráðinu. Ráðið sagði af sér í heild til þess að umsóknarferlið um starf þjóðleikhússtjóra yrði hafið yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi en það kemur til kasta Þjóðleikhúsráðs að meta hæfi umsækjenda um stöðu næsta þjóðleikhússtjóra. Lögum samkvæmt er þjóðleikhúsráð skipað fimm mönnum, þremur skipuðum af ráðherra, einum tilnefndum af félagi íslenskra leikara og sá síðasti tilnefndur af félagi leikstjóra á Íslandi.Sjá einnig: Þjóðleikhúsráð segir af sérNýskipaður formaður ráðsins er Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, varaformaður ráðsins verður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri en bæði eru þau skipuð af ráðherra. Þá hafa einnig verið skipuð í ráðið þau Sigmundur Örn Arngrímsson leikari sem tilnefndur var af Félagi íslenskra leikara. Fulltrúi Félags leikstjóra á Íslandi verður Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands. Síðasti fulltrúi ráðsins er Pétur Gunnarsson rithöfundur skipaður af ráðherra. Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir, Magnús Árni Skúlason og Baldur Þórir Guðmundsson skipuð án tilnefningar, Karen María Jónsdóttir tilnefnd af Félagi íslenskra leikara og Arnbjörg María Daníelsen tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi. Nýtt Þjóðleikhúsráð tekur formlega til starfa á morgun, 1. júlí. Samdægurs rennur umsóknarfrestur til embættis Þjóðleikhússtjóra út. Leikhús Menning Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Umsóknarfrestur rennur út sama dag og nýtt Þjóðleikhúsráð tekur til starfa Ákvörðun fráfarandi Þjóðleikhúsráðs um að segja af sér var tekin í kjölfar deilna á milli formanns Félags íslenskra leikara og núverandi þjóðleikhússtjóra en ásakanir hafa gengið á víxl. 27. júní 2019 16:03 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið.Sjá einnig: Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Vísir greindi frá því í byrjun mánaðarins að allir fulltrúar Þjóðleikhúsráðs hefðu sagt sig úr ráðinu. Ráðið sagði af sér í heild til þess að umsóknarferlið um starf þjóðleikhússtjóra yrði hafið yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi en það kemur til kasta Þjóðleikhúsráðs að meta hæfi umsækjenda um stöðu næsta þjóðleikhússtjóra. Lögum samkvæmt er þjóðleikhúsráð skipað fimm mönnum, þremur skipuðum af ráðherra, einum tilnefndum af félagi íslenskra leikara og sá síðasti tilnefndur af félagi leikstjóra á Íslandi.Sjá einnig: Þjóðleikhúsráð segir af sérNýskipaður formaður ráðsins er Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, varaformaður ráðsins verður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri en bæði eru þau skipuð af ráðherra. Þá hafa einnig verið skipuð í ráðið þau Sigmundur Örn Arngrímsson leikari sem tilnefndur var af Félagi íslenskra leikara. Fulltrúi Félags leikstjóra á Íslandi verður Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands. Síðasti fulltrúi ráðsins er Pétur Gunnarsson rithöfundur skipaður af ráðherra. Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir, Magnús Árni Skúlason og Baldur Þórir Guðmundsson skipuð án tilnefningar, Karen María Jónsdóttir tilnefnd af Félagi íslenskra leikara og Arnbjörg María Daníelsen tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi. Nýtt Þjóðleikhúsráð tekur formlega til starfa á morgun, 1. júlí. Samdægurs rennur umsóknarfrestur til embættis Þjóðleikhússtjóra út.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Umsóknarfrestur rennur út sama dag og nýtt Þjóðleikhúsráð tekur til starfa Ákvörðun fráfarandi Þjóðleikhúsráðs um að segja af sér var tekin í kjölfar deilna á milli formanns Félags íslenskra leikara og núverandi þjóðleikhússtjóra en ásakanir hafa gengið á víxl. 27. júní 2019 16:03 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00
Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25
Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21
Umsóknarfrestur rennur út sama dag og nýtt Þjóðleikhúsráð tekur til starfa Ákvörðun fráfarandi Þjóðleikhúsráðs um að segja af sér var tekin í kjölfar deilna á milli formanns Félags íslenskra leikara og núverandi þjóðleikhússtjóra en ásakanir hafa gengið á víxl. 27. júní 2019 16:03