Aukið fé til Útlendingastofnunar eftir breytingar á reglugerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 15:00 Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. vísir/Vilhelm Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. Aðgerðir til að stytta málsmeðferð í hælismálum sem varða börn voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er ríkisstjórnin sammál um mikilvæg þess að hraða málsmeðferð. Það getur kostað tímabundið allt að 100 milljónum þessi ár en mun spara fjármuni til lengri tíma því framfærsla þeirra sem bíða úrlausnar sinna mála er einn fjárfrekasti þáttur þessa málaflokks. Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. Breytingarnar fela það í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Tíminn sem þurfti að hafa liðið var áður tólf mánuðir. Sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylla þessi tímaskilyrði, annað hvort nú þegar eða munu gera það á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Á meðal þessara barna eru bræðurnir Ali og Mahdi Sarwary og Zainab og Amir Safari en mál þeirra hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri. Vísa átti þeim öllum aftur til Grikklands þar sem þau höfðu fengið vernd þar í landi. Dómsmálaráðherra átti í dag fundi með umboðsmanni barna og Rauða krossi Íslands vegna barna á flótta sem hér sækja um alþjóðlega vernd, meðal annars í ljósi þeirrar ákvörðunar yfirvalda að senda börn aftur til Grikklands en RKÍ hefur bent á að aðstæður þar í landi séu ekki viðunandi, hvorki fyrir þá sem þar hafa sótt um hæli né fyrir þá sem þar hafa fengið vernd.Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. Aðgerðir til að stytta málsmeðferð í hælismálum sem varða börn voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er ríkisstjórnin sammál um mikilvæg þess að hraða málsmeðferð. Það getur kostað tímabundið allt að 100 milljónum þessi ár en mun spara fjármuni til lengri tíma því framfærsla þeirra sem bíða úrlausnar sinna mála er einn fjárfrekasti þáttur þessa málaflokks. Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. Breytingarnar fela það í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Tíminn sem þurfti að hafa liðið var áður tólf mánuðir. Sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylla þessi tímaskilyrði, annað hvort nú þegar eða munu gera það á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Á meðal þessara barna eru bræðurnir Ali og Mahdi Sarwary og Zainab og Amir Safari en mál þeirra hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri. Vísa átti þeim öllum aftur til Grikklands þar sem þau höfðu fengið vernd þar í landi. Dómsmálaráðherra átti í dag fundi með umboðsmanni barna og Rauða krossi Íslands vegna barna á flótta sem hér sækja um alþjóðlega vernd, meðal annars í ljósi þeirrar ákvörðunar yfirvalda að senda börn aftur til Grikklands en RKÍ hefur bent á að aðstæður þar í landi séu ekki viðunandi, hvorki fyrir þá sem þar hafa sótt um hæli né fyrir þá sem þar hafa fengið vernd.Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45
Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15