Aukið fé til Útlendingastofnunar eftir breytingar á reglugerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 15:00 Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. vísir/Vilhelm Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. Aðgerðir til að stytta málsmeðferð í hælismálum sem varða börn voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er ríkisstjórnin sammál um mikilvæg þess að hraða málsmeðferð. Það getur kostað tímabundið allt að 100 milljónum þessi ár en mun spara fjármuni til lengri tíma því framfærsla þeirra sem bíða úrlausnar sinna mála er einn fjárfrekasti þáttur þessa málaflokks. Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. Breytingarnar fela það í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Tíminn sem þurfti að hafa liðið var áður tólf mánuðir. Sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylla þessi tímaskilyrði, annað hvort nú þegar eða munu gera það á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Á meðal þessara barna eru bræðurnir Ali og Mahdi Sarwary og Zainab og Amir Safari en mál þeirra hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri. Vísa átti þeim öllum aftur til Grikklands þar sem þau höfðu fengið vernd þar í landi. Dómsmálaráðherra átti í dag fundi með umboðsmanni barna og Rauða krossi Íslands vegna barna á flótta sem hér sækja um alþjóðlega vernd, meðal annars í ljósi þeirrar ákvörðunar yfirvalda að senda börn aftur til Grikklands en RKÍ hefur bent á að aðstæður þar í landi séu ekki viðunandi, hvorki fyrir þá sem þar hafa sótt um hæli né fyrir þá sem þar hafa fengið vernd.Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. Aðgerðir til að stytta málsmeðferð í hælismálum sem varða börn voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er ríkisstjórnin sammál um mikilvæg þess að hraða málsmeðferð. Það getur kostað tímabundið allt að 100 milljónum þessi ár en mun spara fjármuni til lengri tíma því framfærsla þeirra sem bíða úrlausnar sinna mála er einn fjárfrekasti þáttur þessa málaflokks. Umrætt fjármagn mun meðal annars fara í það að mæta kostnaði við breytingar á reglugerð um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, skrifaði undir fyrir helgi. Breytingarnar fela það í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Tíminn sem þurfti að hafa liðið var áður tólf mánuðir. Sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylla þessi tímaskilyrði, annað hvort nú þegar eða munu gera það á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Á meðal þessara barna eru bræðurnir Ali og Mahdi Sarwary og Zainab og Amir Safari en mál þeirra hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri. Vísa átti þeim öllum aftur til Grikklands þar sem þau höfðu fengið vernd þar í landi. Dómsmálaráðherra átti í dag fundi með umboðsmanni barna og Rauða krossi Íslands vegna barna á flótta sem hér sækja um alþjóðlega vernd, meðal annars í ljósi þeirrar ákvörðunar yfirvalda að senda börn aftur til Grikklands en RKÍ hefur bent á að aðstæður þar í landi séu ekki viðunandi, hvorki fyrir þá sem þar hafa sótt um hæli né fyrir þá sem þar hafa fengið vernd.Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45
Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar. 9. júlí 2019 06:15