Ekki merki um mikla kólnun á húsnæðismarkaðnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 11:30 Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í jafnvægi og hefur verið í töluverðan tíma, eða frá því í haust, segir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. vísir/vilhelm Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun. Hins vegar sé samdráttur í sölu íbúða í fjölbýli á meðan að sala á íbúðum í sérbýli eykst sé litið til mánaðarlegrar veltu talið fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er sex prósent í fjölda seldra íbúða í sérbýli en samdrátturinn er 1,2 prósent í sölu íbúða í fjölbýli, samkvæmt tölum úr mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júlímánuð. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðalsölutími er að lengjast; fer úr 96 dögum í 109 daga fyrir sérbýli og úr 89 dögum í 94 daga fyrir fjölbýli.En hvað þýðir það? Er þetta ekki merki um einhverja kólnun? „Það fer eftir því hvaða skilning þú leggur í kólnun. Það er ekki sama brjálæði á markaðnum og var fyrir einu ári síðan. Hann hefur verið í ákveðnu jafnvægi í töluverðan tíma, eiginlega bara frá því um haustið 2018,“ segir Ólafur Sindri sem bendir til dæmis á að íbúðir í fjölbýli hafa hækkað gríðarlega í verði. Fyrir nokkrum misserum hafi það einnig verið svo að eftirspurnin var gríðarleg en framboðið lítið en nú sé framboðið að aukast. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að rýna í þessar tölur til að spá fyrir um hvernig komandi vetur verður á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu segir Ólafur Sindri Íbúðalánasjóð ekki í því að spá fram í tímann. „Við erum bara að sýna hvernig staðan er akkúrat núna. Þannig að ég get ekkert sagt neitt til um það. Það er auðvitað margt að gerast í hagkerfinu þannig að í raun og veru getur þetta þróast á marga vegu.“ Ólafur Sindri bendir þó á að samdráttur í sölu á fjölbýli sé eitthvað merki og þá það líka að 80 prósent allra fasteignaviðskipta eru undir ásettu verði. „Það þýðir að í auglýsingum er væntanlega verið að biðja um alltof hátt verði,“ segir hann. Annað sem komið er inn á í skýrslu Íbúðalánasjóðs eru Airbnb-íbúðir. Ólafur Sindri segir að miðað við þær tölur og þá mælikvarða sem sjóðurinn skoðar eru ekki sterkar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að skila sér inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn. „Hins vegar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar þá hefur gistingum erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb og þannig vefsíður fækkað um 29 prósent á milli ára þannig að ef það heldur áfram þá er kannski alveg líklegt að þessar íbúðir fari nú að koma inn á markaðinn, kannski með haustinu eða eitthvað slíkt en núna er náttúrulega „high season“ þannig að menn eru væntanlega að leigja þetta út núna.“ Húsnæðismál Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun. Hins vegar sé samdráttur í sölu íbúða í fjölbýli á meðan að sala á íbúðum í sérbýli eykst sé litið til mánaðarlegrar veltu talið fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er sex prósent í fjölda seldra íbúða í sérbýli en samdrátturinn er 1,2 prósent í sölu íbúða í fjölbýli, samkvæmt tölum úr mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júlímánuð. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðalsölutími er að lengjast; fer úr 96 dögum í 109 daga fyrir sérbýli og úr 89 dögum í 94 daga fyrir fjölbýli.En hvað þýðir það? Er þetta ekki merki um einhverja kólnun? „Það fer eftir því hvaða skilning þú leggur í kólnun. Það er ekki sama brjálæði á markaðnum og var fyrir einu ári síðan. Hann hefur verið í ákveðnu jafnvægi í töluverðan tíma, eiginlega bara frá því um haustið 2018,“ segir Ólafur Sindri sem bendir til dæmis á að íbúðir í fjölbýli hafa hækkað gríðarlega í verði. Fyrir nokkrum misserum hafi það einnig verið svo að eftirspurnin var gríðarleg en framboðið lítið en nú sé framboðið að aukast. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að rýna í þessar tölur til að spá fyrir um hvernig komandi vetur verður á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu segir Ólafur Sindri Íbúðalánasjóð ekki í því að spá fram í tímann. „Við erum bara að sýna hvernig staðan er akkúrat núna. Þannig að ég get ekkert sagt neitt til um það. Það er auðvitað margt að gerast í hagkerfinu þannig að í raun og veru getur þetta þróast á marga vegu.“ Ólafur Sindri bendir þó á að samdráttur í sölu á fjölbýli sé eitthvað merki og þá það líka að 80 prósent allra fasteignaviðskipta eru undir ásettu verði. „Það þýðir að í auglýsingum er væntanlega verið að biðja um alltof hátt verði,“ segir hann. Annað sem komið er inn á í skýrslu Íbúðalánasjóðs eru Airbnb-íbúðir. Ólafur Sindri segir að miðað við þær tölur og þá mælikvarða sem sjóðurinn skoðar eru ekki sterkar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að skila sér inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn. „Hins vegar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar þá hefur gistingum erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb og þannig vefsíður fækkað um 29 prósent á milli ára þannig að ef það heldur áfram þá er kannski alveg líklegt að þessar íbúðir fari nú að koma inn á markaðinn, kannski með haustinu eða eitthvað slíkt en núna er náttúrulega „high season“ þannig að menn eru væntanlega að leigja þetta út núna.“
Húsnæðismál Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira