LeBron James verður leikstjórnandi Lakers-liðsins í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 09:30 LeBron James mun gera enn meira af því að spila samherjana upp á komandi tímabili. Getty/Harry How Körfuboltamaðurinn LeBron James verður í nýju hlutverki á sínu sautjánda tímabili í NBA-deildinni samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. LeBron James verður nú færður í leikstjórnandastöðu Lakers-liðsins. LeBron James er eins og margir vita 203 sentímetrar á hæð og 113 kíló eða mun stærri og þyngri en hinn hefðbundni leikstjórnandi. Lakers hefur ekki haft svona stóran leikstjórnanda síðan að Earvin „Magic" Johnson réði ríkjum í Forum höllinni í Inglewood á níunda áratug síðustu aldra. LeBron James er á sínu öðru ári með liði Los Angeles Lakers en Lakers-liðið hefur tekið miklum breytingum á milli tímabila. Los Angeles Lakers náði ekki að sannfæra Kawhi Leonard um að koma en fékk Anthony Davis í risa leikmannaskiptum við New Orleans Pelicans.Yahoo Sources: Los Angeles Lakers intend to move LeBron James to the starting point guard position. https://t.co/is6BPo5W0q — Chris Haynes (@ChrisBHaynes) July 8, 2019 James hefur alltaf verið þekktur fyrir fjölhæfni sína, leikskilning og sendingagetu. Hann hefur einnig oft tekið að sér leikstjórn sinna liða inn í leikjunum og á mikilvægum tímapunktum. Lakers er með þrjá leikstjórnendur í sínu liði eða þá Rajon Rondo, Quinn Cook og Alex Caruso. Þeir munu þá væntanlega koma inn af bekknum til að leysa James af.Missing out on the point guard market, LA is reportedly moving LeBron to the backcourt with Danny Green. #NBAhttps://t.co/yHKgYOocdI — FOX Sports PH (@FOXSports_PH) July 9, 2019Það má búast við að LeBron James skori minna á komandi tímabili en stoðsendingarnar ættu að hækka. Hann gaf 8,3 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en hefur mest gefið 9,1 í leik á tímabili. Nú er spurning hvort hann fari yfir 10 í leik eða jafnvel verið stoðsendingakóngur deildarinnar. Lakers hefur verið að safna að sér góðum skotmönnum að undanförnu og samdi meðal annars við NBA-meistarann Danny Green og miðherjann DeMarcus Cousins, sem getur líka skotið fyrir utan þriggja stiga línuna. Nýjasti leikmaður Lakers er síðan bakvörðurinn Avery Bradley sem sló í gegn hjá Boston Celtics en hefur verið á miklu flakki undanfarin ár. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
Körfuboltamaðurinn LeBron James verður í nýju hlutverki á sínu sautjánda tímabili í NBA-deildinni samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. LeBron James verður nú færður í leikstjórnandastöðu Lakers-liðsins. LeBron James er eins og margir vita 203 sentímetrar á hæð og 113 kíló eða mun stærri og þyngri en hinn hefðbundni leikstjórnandi. Lakers hefur ekki haft svona stóran leikstjórnanda síðan að Earvin „Magic" Johnson réði ríkjum í Forum höllinni í Inglewood á níunda áratug síðustu aldra. LeBron James er á sínu öðru ári með liði Los Angeles Lakers en Lakers-liðið hefur tekið miklum breytingum á milli tímabila. Los Angeles Lakers náði ekki að sannfæra Kawhi Leonard um að koma en fékk Anthony Davis í risa leikmannaskiptum við New Orleans Pelicans.Yahoo Sources: Los Angeles Lakers intend to move LeBron James to the starting point guard position. https://t.co/is6BPo5W0q — Chris Haynes (@ChrisBHaynes) July 8, 2019 James hefur alltaf verið þekktur fyrir fjölhæfni sína, leikskilning og sendingagetu. Hann hefur einnig oft tekið að sér leikstjórn sinna liða inn í leikjunum og á mikilvægum tímapunktum. Lakers er með þrjá leikstjórnendur í sínu liði eða þá Rajon Rondo, Quinn Cook og Alex Caruso. Þeir munu þá væntanlega koma inn af bekknum til að leysa James af.Missing out on the point guard market, LA is reportedly moving LeBron to the backcourt with Danny Green. #NBAhttps://t.co/yHKgYOocdI — FOX Sports PH (@FOXSports_PH) July 9, 2019Það má búast við að LeBron James skori minna á komandi tímabili en stoðsendingarnar ættu að hækka. Hann gaf 8,3 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en hefur mest gefið 9,1 í leik á tímabili. Nú er spurning hvort hann fari yfir 10 í leik eða jafnvel verið stoðsendingakóngur deildarinnar. Lakers hefur verið að safna að sér góðum skotmönnum að undanförnu og samdi meðal annars við NBA-meistarann Danny Green og miðherjann DeMarcus Cousins, sem getur líka skotið fyrir utan þriggja stiga línuna. Nýjasti leikmaður Lakers er síðan bakvörðurinn Avery Bradley sem sló í gegn hjá Boston Celtics en hefur verið á miklu flakki undanfarin ár.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira