Kátur með Íslandsferðina þrátt fyrir myglaðan ost í Bónus Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2019 08:51 Rúmlega 700 þúsund manns hafa nú þegar séð Íslandsævintýri Derek Gerard, og um leið myglaða oststykkið. Skjáskot Kanadíski myndbandabloggarinn Derek Gerard er heilt yfir ánægður með Íslandsferð sína, þrátt fyrir að þykja lítið til harðfisks, verðlagsins og myglaðs osts í Bónus koma. Náttúrufegurð og matseldin á Aktu taktu og KFC vega upp á móti. Gerard, sem er með rúmlega 1,7 milljónir fylgjenda á Youtbe, var á Íslandi í lok júní en birti myndband af ævintýrum sínum hér á landi á rás sinni um helgina. Meðal þess sem hann tók upp á var að leyfa ókunnugu fólki og slembitölugjafa að ráða mataræði sínu í einn sólarhring, sem er einmitt rauði þráður myndbandsins. Í því sést hann meðal annars líta við í Bónus á Akranesi, þar sem hann velur sér vörur af handahófi. Meðal þess sem ratar í körfu Gerard er flaska af gosdrykknum Mix, pasta og Opal-töflur. Hann hafði hugsað sér að grípa með Gotta oststykki en snerist hugur þegar hann sá að osturinn var myglaður. Gerard lét það þó ekki á sig fá heldur hélt á Aktu taktu þar sem hann pantaði það sama og manneskjan á undan sér í bílaröðinni hafði keypt. Sá kanadíski var hæstánægður með matinn, þrátt fyrir að þykja verðið í hærra lagi. Að sama skapi var hann kátur með réttina sem hann keypti á KFC, þrátt fyrir að hann hafi keypt helst til mikið. Sömu sögu var ekki að segja af matnum sem Gerard fékk í Litlu Kaffistofunni, að sögn myndbandabloggarans var kleinan sem hann fékk í Svínahrauni hörð og bragðlaus. Myndband af Íslandsferð Derek Gerard má sjá hér að neðan en það hefur fengið rúmlega 700 þúsund áhorf á rúmum sólarhring. Íslandsvinir Matur Neytendur Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira
Kanadíski myndbandabloggarinn Derek Gerard er heilt yfir ánægður með Íslandsferð sína, þrátt fyrir að þykja lítið til harðfisks, verðlagsins og myglaðs osts í Bónus koma. Náttúrufegurð og matseldin á Aktu taktu og KFC vega upp á móti. Gerard, sem er með rúmlega 1,7 milljónir fylgjenda á Youtbe, var á Íslandi í lok júní en birti myndband af ævintýrum sínum hér á landi á rás sinni um helgina. Meðal þess sem hann tók upp á var að leyfa ókunnugu fólki og slembitölugjafa að ráða mataræði sínu í einn sólarhring, sem er einmitt rauði þráður myndbandsins. Í því sést hann meðal annars líta við í Bónus á Akranesi, þar sem hann velur sér vörur af handahófi. Meðal þess sem ratar í körfu Gerard er flaska af gosdrykknum Mix, pasta og Opal-töflur. Hann hafði hugsað sér að grípa með Gotta oststykki en snerist hugur þegar hann sá að osturinn var myglaður. Gerard lét það þó ekki á sig fá heldur hélt á Aktu taktu þar sem hann pantaði það sama og manneskjan á undan sér í bílaröðinni hafði keypt. Sá kanadíski var hæstánægður með matinn, þrátt fyrir að þykja verðið í hærra lagi. Að sama skapi var hann kátur með réttina sem hann keypti á KFC, þrátt fyrir að hann hafi keypt helst til mikið. Sömu sögu var ekki að segja af matnum sem Gerard fékk í Litlu Kaffistofunni, að sögn myndbandabloggarans var kleinan sem hann fékk í Svínahrauni hörð og bragðlaus. Myndband af Íslandsferð Derek Gerard má sjá hér að neðan en það hefur fengið rúmlega 700 þúsund áhorf á rúmum sólarhring.
Íslandsvinir Matur Neytendur Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira