Boða til friðsamlegra mótmæla til stuðnings við flóttabörn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2019 13:31 Frá mótmælum við Dómsmálaráðuneytið í vetur. Vísir/vilhelm Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór. Þeir sem standa að mótmælunum hafa hvatt fólk til þess að mæta með barnaföt, blöðrur, tuskudýr eða eitthvað sem minnir á börn, svo hægt sé að hengja það á brúna yfir Hringbraut. Í tilkynningu samtakanna Vinir Hauks Hilmarssonar, sem taka þátt í að skipuleggja mótmælin segir að ætlunin sé að gera flóttabörn sýnileg með því að þræða barnafatnað á snúru sem verður strengd yfir handrið göngubrúarinnar. Heiða Hafdísardóttur, ein skipuleggjenda, segir að breytingar á reglugerð sem dómsmálaráðherra gerði fyrir helgi til að hjálpa tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi hljómi sem yfirklór. „Helst myndum við vilja sjá það þannig að öll börn fengju eðlilega meðferð og helst að öll fengju þau að vera hér áfram. Sem samfélagi ber okkur skylda til þess að hugsa um þau, veita þeim allt það skjól og allt það besta sem hægt er,“ sagði Heiða. Hún segir það skýrt í Barnasáttmálanum sem lögfestur sé á Íslandi að það eigi alltaf að taka ákvarðanir sem séu börnum fyrir bestu. 75 börnum hafi verið vísað frá Íslandi það sem af er ári. Mótmælin eiga að vera friðsöm og verða undir leiðsögn skipuleggjenda. „Við erum ekki það sérstök að það komi milljónir [til landsins], en þeir sem rata hingað, við eigum að taka á móti þeim og bjóða þau velkomin. Það er í rauninni þetta sem við erum að leggja áherslu á,“ segir Heiða Hafdísardóttir, ein skipuleggjenda mótmælanna í dag. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór. Þeir sem standa að mótmælunum hafa hvatt fólk til þess að mæta með barnaföt, blöðrur, tuskudýr eða eitthvað sem minnir á börn, svo hægt sé að hengja það á brúna yfir Hringbraut. Í tilkynningu samtakanna Vinir Hauks Hilmarssonar, sem taka þátt í að skipuleggja mótmælin segir að ætlunin sé að gera flóttabörn sýnileg með því að þræða barnafatnað á snúru sem verður strengd yfir handrið göngubrúarinnar. Heiða Hafdísardóttur, ein skipuleggjenda, segir að breytingar á reglugerð sem dómsmálaráðherra gerði fyrir helgi til að hjálpa tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi hljómi sem yfirklór. „Helst myndum við vilja sjá það þannig að öll börn fengju eðlilega meðferð og helst að öll fengju þau að vera hér áfram. Sem samfélagi ber okkur skylda til þess að hugsa um þau, veita þeim allt það skjól og allt það besta sem hægt er,“ sagði Heiða. Hún segir það skýrt í Barnasáttmálanum sem lögfestur sé á Íslandi að það eigi alltaf að taka ákvarðanir sem séu börnum fyrir bestu. 75 börnum hafi verið vísað frá Íslandi það sem af er ári. Mótmælin eiga að vera friðsöm og verða undir leiðsögn skipuleggjenda. „Við erum ekki það sérstök að það komi milljónir [til landsins], en þeir sem rata hingað, við eigum að taka á móti þeim og bjóða þau velkomin. Það er í rauninni þetta sem við erum að leggja áherslu á,“ segir Heiða Hafdísardóttir, ein skipuleggjenda mótmælanna í dag.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira