Boða til friðsamlegra mótmæla til stuðnings við flóttabörn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2019 13:31 Frá mótmælum við Dómsmálaráðuneytið í vetur. Vísir/vilhelm Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór. Þeir sem standa að mótmælunum hafa hvatt fólk til þess að mæta með barnaföt, blöðrur, tuskudýr eða eitthvað sem minnir á börn, svo hægt sé að hengja það á brúna yfir Hringbraut. Í tilkynningu samtakanna Vinir Hauks Hilmarssonar, sem taka þátt í að skipuleggja mótmælin segir að ætlunin sé að gera flóttabörn sýnileg með því að þræða barnafatnað á snúru sem verður strengd yfir handrið göngubrúarinnar. Heiða Hafdísardóttur, ein skipuleggjenda, segir að breytingar á reglugerð sem dómsmálaráðherra gerði fyrir helgi til að hjálpa tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi hljómi sem yfirklór. „Helst myndum við vilja sjá það þannig að öll börn fengju eðlilega meðferð og helst að öll fengju þau að vera hér áfram. Sem samfélagi ber okkur skylda til þess að hugsa um þau, veita þeim allt það skjól og allt það besta sem hægt er,“ sagði Heiða. Hún segir það skýrt í Barnasáttmálanum sem lögfestur sé á Íslandi að það eigi alltaf að taka ákvarðanir sem séu börnum fyrir bestu. 75 börnum hafi verið vísað frá Íslandi það sem af er ári. Mótmælin eiga að vera friðsöm og verða undir leiðsögn skipuleggjenda. „Við erum ekki það sérstök að það komi milljónir [til landsins], en þeir sem rata hingað, við eigum að taka á móti þeim og bjóða þau velkomin. Það er í rauninni þetta sem við erum að leggja áherslu á,“ segir Heiða Hafdísardóttir, ein skipuleggjenda mótmælanna í dag. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór. Þeir sem standa að mótmælunum hafa hvatt fólk til þess að mæta með barnaföt, blöðrur, tuskudýr eða eitthvað sem minnir á börn, svo hægt sé að hengja það á brúna yfir Hringbraut. Í tilkynningu samtakanna Vinir Hauks Hilmarssonar, sem taka þátt í að skipuleggja mótmælin segir að ætlunin sé að gera flóttabörn sýnileg með því að þræða barnafatnað á snúru sem verður strengd yfir handrið göngubrúarinnar. Heiða Hafdísardóttur, ein skipuleggjenda, segir að breytingar á reglugerð sem dómsmálaráðherra gerði fyrir helgi til að hjálpa tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi hljómi sem yfirklór. „Helst myndum við vilja sjá það þannig að öll börn fengju eðlilega meðferð og helst að öll fengju þau að vera hér áfram. Sem samfélagi ber okkur skylda til þess að hugsa um þau, veita þeim allt það skjól og allt það besta sem hægt er,“ sagði Heiða. Hún segir það skýrt í Barnasáttmálanum sem lögfestur sé á Íslandi að það eigi alltaf að taka ákvarðanir sem séu börnum fyrir bestu. 75 börnum hafi verið vísað frá Íslandi það sem af er ári. Mótmælin eiga að vera friðsöm og verða undir leiðsögn skipuleggjenda. „Við erum ekki það sérstök að það komi milljónir [til landsins], en þeir sem rata hingað, við eigum að taka á móti þeim og bjóða þau velkomin. Það er í rauninni þetta sem við erum að leggja áherslu á,“ segir Heiða Hafdísardóttir, ein skipuleggjenda mótmælanna í dag.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira