Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2019 10:18 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. Í gær kom fram í tilkynningu Eflingar að Eldum rétt hafi hafnað sáttarboði Eflingar í sáttafundi í máli félagsins gegn fyrirtækinu vegna meðferðar á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð og nam sáttatilboðið fjórum milljónum króna að sögn Eflingar.Sjá einnig: Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Fjögur fyrirtæki sem eru sögð hafa keypt vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu fengu kröfu frá Eflingu með vísun í lög um keðjuábyrgð. Hin þrjú fyrirtækin féllust á hana án andmæla, og voru þau þess vegna ekki hluti af stefnu Eflingar. Starfsmennirnir sem um ræðir unnu að sögn framkvæmdastjóra Eldum rétt, hjá fyrirtækinu í fjóra daga. Í tilkynningu frá Eldum rétt segir að Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða kr. 4.404.295 vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur.Hafnaði öllum tillögum Eldum rétt Eldum rétt segir að málið snúist í raun um hvort starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu hafi verið heimilt að draga frá launum verkamannanna kostnað vegna þjónustu auk fyrirframgreiddra launa. Endurgreiðsla á þeim fjárhæðum feli í sér tvígreiðslur og nái ákvæði laga um keðjuábyrgð ekki til slíkra krafna. Þá hafi Efling hafnað að veita frekari upplýsingar sem Eldum rétt óskaði eftir og hafi einnig hafnað öllum frekari tillögum Eldum rétt til að ljúka málinu á fundinum. Fréttatilkynningu Eldum rétt ehf. má lesa hér að neðanVegna tilkynningar Eflingar frá því fyrr í gær vill Eldum rétt koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Á föstudaginn átti framkvæmdastjóri Eldum rétt ehf. fund með framkvæmdastjóra og formanni Eflingar vegna þess dómsmáls sem hefur verið höfðað af fjórum rúmenskum einstaklingum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. og Eldum rétt ehf.Tilgangur fundarins var að reyna að leysa málið í sátt og samlyndi með Eflingu. Á fundinum lagði Efling fram tilboð, sem fól í sér að Eldum rétt ætti að greiða kr. 4.404.295 vegna málsins. Af þeirri fjárhæð voru 3 milljónir kr. í miskabætur. Efling tók skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu.Eldum rétt vill koma á framfæri að málið snýst í raun um hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum þessara einstaklinga kostnað vegna þjónustu, sem þeir nutu og fyrirframgreidd laun, sem óumdeilt er að þeir fengu. Endurgreiðsla á þessum fjárhæðum til einstaklinganna felur í sér tvígreiðslur til þeirra og ákvæði laga um keðjuábyrgð nær ekki til slíkra fjárkrafna.Stærsti hluti kröfunnar var um miskabætur vegna aðstæðna og aðbúnaðar starfsmannanna. Vert er að taka fram að ekki er um að ræða sömu starfsmenn Manna í vinnu ehf. og komið hafa fram í fjölmiðlum hingað til. Þar sem athugasemdir Eflingar um aðstæður starfsmannanna beindust ekki að starfsumhverfi eða aðstæðum hjá Eldum rétt, óskaði Eldum rétt eftir því að fá nánari upplýsingar þar um. Starfsmennirnir höfðu aðspurðir, staðfest við Eldum rétt að þeirra hagir væru í lagi. Efling hafnaði að veita frekari upplýsingar um aðstæður starfsmannanna. Engin gögn liggja því til grundvallar að starfsmenn sem unnu hjá Eldum rétt hafi verið látnir sæta ósæmilegri meðferð eða brotið gegn réttindum þeirra, eins og látið er liggja að í tilkynningu Eflingar. Efling hafnaði öllum frekari tillögum Eldum rétt til að ljúka málinu á fundinum.Í lok dagsins sendi framkvæmdastjóri Eldum rétt tölvupóst til framkvæmdastjóra Eflingar, þar sem afstaða Eldum rétt var rakin og samningsvilji ítrekaður. Það sé einlægur vilji Eldum rétt að standa undir keðjuábyrgð sem notendafyrirtæki samkvæmt lögum um starfsmannaleigur beri. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. 6. júlí 2019 11:58 Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Efling gagnrýnir viðbrögð framkvæmdastjóra Eldum rétt við stefnu vegna fjögurra rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar MIV. 3. júlí 2019 16:16 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. Í gær kom fram í tilkynningu Eflingar að Eldum rétt hafi hafnað sáttarboði Eflingar í sáttafundi í máli félagsins gegn fyrirtækinu vegna meðferðar á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð og nam sáttatilboðið fjórum milljónum króna að sögn Eflingar.Sjá einnig: Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Fjögur fyrirtæki sem eru sögð hafa keypt vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu fengu kröfu frá Eflingu með vísun í lög um keðjuábyrgð. Hin þrjú fyrirtækin féllust á hana án andmæla, og voru þau þess vegna ekki hluti af stefnu Eflingar. Starfsmennirnir sem um ræðir unnu að sögn framkvæmdastjóra Eldum rétt, hjá fyrirtækinu í fjóra daga. Í tilkynningu frá Eldum rétt segir að Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða kr. 4.404.295 vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur.Hafnaði öllum tillögum Eldum rétt Eldum rétt segir að málið snúist í raun um hvort starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu hafi verið heimilt að draga frá launum verkamannanna kostnað vegna þjónustu auk fyrirframgreiddra launa. Endurgreiðsla á þeim fjárhæðum feli í sér tvígreiðslur og nái ákvæði laga um keðjuábyrgð ekki til slíkra krafna. Þá hafi Efling hafnað að veita frekari upplýsingar sem Eldum rétt óskaði eftir og hafi einnig hafnað öllum frekari tillögum Eldum rétt til að ljúka málinu á fundinum. Fréttatilkynningu Eldum rétt ehf. má lesa hér að neðanVegna tilkynningar Eflingar frá því fyrr í gær vill Eldum rétt koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Á föstudaginn átti framkvæmdastjóri Eldum rétt ehf. fund með framkvæmdastjóra og formanni Eflingar vegna þess dómsmáls sem hefur verið höfðað af fjórum rúmenskum einstaklingum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. og Eldum rétt ehf.Tilgangur fundarins var að reyna að leysa málið í sátt og samlyndi með Eflingu. Á fundinum lagði Efling fram tilboð, sem fól í sér að Eldum rétt ætti að greiða kr. 4.404.295 vegna málsins. Af þeirri fjárhæð voru 3 milljónir kr. í miskabætur. Efling tók skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu.Eldum rétt vill koma á framfæri að málið snýst í raun um hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum þessara einstaklinga kostnað vegna þjónustu, sem þeir nutu og fyrirframgreidd laun, sem óumdeilt er að þeir fengu. Endurgreiðsla á þessum fjárhæðum til einstaklinganna felur í sér tvígreiðslur til þeirra og ákvæði laga um keðjuábyrgð nær ekki til slíkra fjárkrafna.Stærsti hluti kröfunnar var um miskabætur vegna aðstæðna og aðbúnaðar starfsmannanna. Vert er að taka fram að ekki er um að ræða sömu starfsmenn Manna í vinnu ehf. og komið hafa fram í fjölmiðlum hingað til. Þar sem athugasemdir Eflingar um aðstæður starfsmannanna beindust ekki að starfsumhverfi eða aðstæðum hjá Eldum rétt, óskaði Eldum rétt eftir því að fá nánari upplýsingar þar um. Starfsmennirnir höfðu aðspurðir, staðfest við Eldum rétt að þeirra hagir væru í lagi. Efling hafnaði að veita frekari upplýsingar um aðstæður starfsmannanna. Engin gögn liggja því til grundvallar að starfsmenn sem unnu hjá Eldum rétt hafi verið látnir sæta ósæmilegri meðferð eða brotið gegn réttindum þeirra, eins og látið er liggja að í tilkynningu Eflingar. Efling hafnaði öllum frekari tillögum Eldum rétt til að ljúka málinu á fundinum.Í lok dagsins sendi framkvæmdastjóri Eldum rétt tölvupóst til framkvæmdastjóra Eflingar, þar sem afstaða Eldum rétt var rakin og samningsvilji ítrekaður. Það sé einlægur vilji Eldum rétt að standa undir keðjuábyrgð sem notendafyrirtæki samkvæmt lögum um starfsmannaleigur beri.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. 6. júlí 2019 11:58 Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Efling gagnrýnir viðbrögð framkvæmdastjóra Eldum rétt við stefnu vegna fjögurra rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar MIV. 3. júlí 2019 16:16 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. 6. júlí 2019 11:58
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26
Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Efling gagnrýnir viðbrögð framkvæmdastjóra Eldum rétt við stefnu vegna fjögurra rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar MIV. 3. júlí 2019 16:16