Þrír efstir og jafnir fyrir lokahringinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2019 09:04 Wolff fór upp um 34 sæti í gær. vísir/getty Þrír kylfingar eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á 3M Open mótinu í golfi. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og fer fram í Blaine í Minnesota. Bandaríkjamaðurinn Matthew Wolff lék manna best á þriðja hringnum, á níu höggum undir pari, og fór upp um 34 sæti og er jafn löndum sínum Collin Morikawa og Bryson DeChambeau í efsta sæti mótsins á 15 höggum undir pari. Morikawa lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um tíu sæti. DeChambeau, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, átti sinn lakasta hring í gær og lék hann á einu höggi undir pari. Adam Hadwin frá Kanada, sem var í 2. sæti eftir fyrstu tvo hringina, er í 4. sæti á 14 höggum undir pari ásamt Bandaríkjamanninum Wyndham Clark. Sá lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um 19 sæti. Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, átti sinn besta hring til þessa í gær, lék á fjórum höggum undir pari og er samtals á sjö höggum undir pari. Hann er í 47. sæti, átta höggum á eftir efstu mönnum. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring 3M Open hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Golf Tengdar fréttir DeChambeau upp um átta sæti og á toppinn Bryson DeChambeau leiðir eftir fyrstu tvo hringina á 3M Open mótinu í golfi. 6. júlí 2019 09:48 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrír kylfingar eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á 3M Open mótinu í golfi. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og fer fram í Blaine í Minnesota. Bandaríkjamaðurinn Matthew Wolff lék manna best á þriðja hringnum, á níu höggum undir pari, og fór upp um 34 sæti og er jafn löndum sínum Collin Morikawa og Bryson DeChambeau í efsta sæti mótsins á 15 höggum undir pari. Morikawa lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um tíu sæti. DeChambeau, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, átti sinn lakasta hring í gær og lék hann á einu höggi undir pari. Adam Hadwin frá Kanada, sem var í 2. sæti eftir fyrstu tvo hringina, er í 4. sæti á 14 höggum undir pari ásamt Bandaríkjamanninum Wyndham Clark. Sá lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um 19 sæti. Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, átti sinn besta hring til þessa í gær, lék á fjórum höggum undir pari og er samtals á sjö höggum undir pari. Hann er í 47. sæti, átta höggum á eftir efstu mönnum. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring 3M Open hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.
Golf Tengdar fréttir DeChambeau upp um átta sæti og á toppinn Bryson DeChambeau leiðir eftir fyrstu tvo hringina á 3M Open mótinu í golfi. 6. júlí 2019 09:48 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
DeChambeau upp um átta sæti og á toppinn Bryson DeChambeau leiðir eftir fyrstu tvo hringina á 3M Open mótinu í golfi. 6. júlí 2019 09:48