Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 11:58 Viðar Þorsteinsson, segir telur að ekki hafi verið látið reyna almennilega á lög um keðjuábyrgð áður. Verið sé að ryðja nýja braut hvað það varðar í þessu máli. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Eflingar segir að fyrirtækið Eldum rétt hafi í annað sinn hafnað sáttum og neitað að gangast við lögbundinni ábyrgð sinni í máli fjögurra rúmena sem voru þar í vinnu. Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. Stéttarfélagið Efling stefndi fyrirtækjunum Eldum rétt og Mönnum í vinnu, sem og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrg, sem þýðir að fyrirtækið er ábyrgt fyrir því að kjör verkmanna og aðstæður þeirra séu sómasamlegar, þrátt fyrir að starfsmannaleigurnar séu milliliður. Eldum rétt keypti vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum Rétt, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni, fyrirtækið reiðubúið að axla ábyrgð. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það rangt. „Fyrirtækið hefur haft uppi ýmsan fagurgala um vilja sinn og talaði um að jafnvel þessi ákvörðun þeirra að hafa átt viðskipti við Menn í vinnu hafi verið alvarlega mistök. En þau hafa engan áhuga á því að axla ábyrgð á þessum mistökum og það greinilega má ekki kosta þau neitt. það viðhorf sem við mættum eru bara mjög mikil vonbrigði,“ segir Viðar. Kröfurnar fólu í sér greiðslu á vangoldnum launum, ólögmætum frádrætti, hlutdeild í lögfræðikostnaði og hóflega bótaupphæð. Hann segir kröfuna hljóða upp á fjórar milljónir. „Við erum náttúrulega búin að birta fyrirtækinu stefnu. Hún auðvitað bara stendur. Það sem var á borðinu í gær var það að við myndum þá eftir atvikum og draga hana til baka gagnvart Eldum rétt. Leyfa þeim að fara á sama stað og hin notendafyrirtækin sem féllust strax á það að vinna með okkur að lausn mála, þegar við birtum þeim upphaflega kröfu,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Eldum rétt. Kristófer Júlíus framkvæmdastjóri þeirra segir yfirlýsingu Eflingar ekki í takt við raunveruleikann og von sé á yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem sýni það. Hann segir að Eldum rétt hafi að fyrra bragði leitað til Eflingar í von að ná sáttum. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að fyrirtækið Eldum rétt hafi í annað sinn hafnað sáttum og neitað að gangast við lögbundinni ábyrgð sinni í máli fjögurra rúmena sem voru þar í vinnu. Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann. Stéttarfélagið Efling stefndi fyrirtækjunum Eldum rétt og Mönnum í vinnu, sem og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, fyrir meðferð þeirra á fjórum rúmenskum verkamönnum. Eldum rétt var stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrg, sem þýðir að fyrirtækið er ábyrgt fyrir því að kjör verkmanna og aðstæður þeirra séu sómasamlegar, þrátt fyrir að starfsmannaleigurnar séu milliliður. Eldum rétt keypti vinnu af starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum Rétt, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni, fyrirtækið reiðubúið að axla ábyrgð. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir það rangt. „Fyrirtækið hefur haft uppi ýmsan fagurgala um vilja sinn og talaði um að jafnvel þessi ákvörðun þeirra að hafa átt viðskipti við Menn í vinnu hafi verið alvarlega mistök. En þau hafa engan áhuga á því að axla ábyrgð á þessum mistökum og það greinilega má ekki kosta þau neitt. það viðhorf sem við mættum eru bara mjög mikil vonbrigði,“ segir Viðar. Kröfurnar fólu í sér greiðslu á vangoldnum launum, ólögmætum frádrætti, hlutdeild í lögfræðikostnaði og hóflega bótaupphæð. Hann segir kröfuna hljóða upp á fjórar milljónir. „Við erum náttúrulega búin að birta fyrirtækinu stefnu. Hún auðvitað bara stendur. Það sem var á borðinu í gær var það að við myndum þá eftir atvikum og draga hana til baka gagnvart Eldum rétt. Leyfa þeim að fara á sama stað og hin notendafyrirtækin sem féllust strax á það að vinna með okkur að lausn mála, þegar við birtum þeim upphaflega kröfu,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Eldum rétt. Kristófer Júlíus framkvæmdastjóri þeirra segir yfirlýsingu Eflingar ekki í takt við raunveruleikann og von sé á yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem sýni það. Hann segir að Eldum rétt hafi að fyrra bragði leitað til Eflingar í von að ná sáttum.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira