Kári Stefánsson mótmælir brottvísun Zainab: „Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2019 23:14 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. FBL/Stefán Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birti fyrr í dag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun á afgönsku stúlkunnar Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab og fjölskylda hennar fá að óbreyttu ekki dvalarleyfi hér á landi og til stendur að senda þau aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. „Ég heiti Kári og ég er fyrrverandi nemandi í Hagaskóla. Ég mótmæli því harðlega, ég mótmæli því af öllu hjarta, af öllu mínu gamla þreytta hjarta að það eigi að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi,“ segir Kári, en Zainab hefur að undanförnu gengið í Hagaskóla, rétt eins og Kári forðum daga. Skólasystkin hennar hafa mótmælt harðlega ákvörðuninni um að vísa henni úr landi.Sjá einnig: Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar„Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum, að skilja það frá þeim stað sem það lítur á sem sitt heimili og henda því út í harðan heim,“ segir Kári í myndbandinu sem þegar hefur fengið yfir tvö þúsund áhorf á þeim rúmu tveimur klukkustundum sem liðið hafa síðan það var birt. „Ég vona heitt og innilega að stjórnvöld sjái að sér. Þess utan er ég óendanlega stoltur af nemendum Hagaskóla fyrir það hvernig þau slá skjaldborg um einn af sínum. Til hamingju með það,“ segir Kári í lok myndbandsins. Kári er langt frá því að vera sá eini sem er andvígur brottvísun Zainab en fyrr í dag voru haldin fjölmenn mótmæli í miðborginni þar sem fjöldi fólks gekk fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli til þess að mótmæla brottvísun Zainabs og fjölskyldu. Mótmælin sneru einnig að brottvísun Afganans Asadulla Sawari og sona hans tveggja, níu og tíu ára. Fyrr í vikunni var greint frá því að annar drengjanna þurfti að leita sér andlegrar hjálpar vegna málsins. Hann hafi verið algjörlega niðurbrotinn í aðdraganda þess að verða sendur aftur til Grikklands. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birti fyrr í dag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun á afgönsku stúlkunnar Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab og fjölskylda hennar fá að óbreyttu ekki dvalarleyfi hér á landi og til stendur að senda þau aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. „Ég heiti Kári og ég er fyrrverandi nemandi í Hagaskóla. Ég mótmæli því harðlega, ég mótmæli því af öllu hjarta, af öllu mínu gamla þreytta hjarta að það eigi að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi,“ segir Kári, en Zainab hefur að undanförnu gengið í Hagaskóla, rétt eins og Kári forðum daga. Skólasystkin hennar hafa mótmælt harðlega ákvörðuninni um að vísa henni úr landi.Sjá einnig: Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar„Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum, að skilja það frá þeim stað sem það lítur á sem sitt heimili og henda því út í harðan heim,“ segir Kári í myndbandinu sem þegar hefur fengið yfir tvö þúsund áhorf á þeim rúmu tveimur klukkustundum sem liðið hafa síðan það var birt. „Ég vona heitt og innilega að stjórnvöld sjái að sér. Þess utan er ég óendanlega stoltur af nemendum Hagaskóla fyrir það hvernig þau slá skjaldborg um einn af sínum. Til hamingju með það,“ segir Kári í lok myndbandsins. Kári er langt frá því að vera sá eini sem er andvígur brottvísun Zainab en fyrr í dag voru haldin fjölmenn mótmæli í miðborginni þar sem fjöldi fólks gekk fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli til þess að mótmæla brottvísun Zainabs og fjölskyldu. Mótmælin sneru einnig að brottvísun Afganans Asadulla Sawari og sona hans tveggja, níu og tíu ára. Fyrr í vikunni var greint frá því að annar drengjanna þurfti að leita sér andlegrar hjálpar vegna málsins. Hann hafi verið algjörlega niðurbrotinn í aðdraganda þess að verða sendur aftur til Grikklands.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11
Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent