Kári Stefánsson mótmælir brottvísun Zainab: „Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2019 23:14 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. FBL/Stefán Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birti fyrr í dag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun á afgönsku stúlkunnar Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab og fjölskylda hennar fá að óbreyttu ekki dvalarleyfi hér á landi og til stendur að senda þau aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. „Ég heiti Kári og ég er fyrrverandi nemandi í Hagaskóla. Ég mótmæli því harðlega, ég mótmæli því af öllu hjarta, af öllu mínu gamla þreytta hjarta að það eigi að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi,“ segir Kári, en Zainab hefur að undanförnu gengið í Hagaskóla, rétt eins og Kári forðum daga. Skólasystkin hennar hafa mótmælt harðlega ákvörðuninni um að vísa henni úr landi.Sjá einnig: Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar„Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum, að skilja það frá þeim stað sem það lítur á sem sitt heimili og henda því út í harðan heim,“ segir Kári í myndbandinu sem þegar hefur fengið yfir tvö þúsund áhorf á þeim rúmu tveimur klukkustundum sem liðið hafa síðan það var birt. „Ég vona heitt og innilega að stjórnvöld sjái að sér. Þess utan er ég óendanlega stoltur af nemendum Hagaskóla fyrir það hvernig þau slá skjaldborg um einn af sínum. Til hamingju með það,“ segir Kári í lok myndbandsins. Kári er langt frá því að vera sá eini sem er andvígur brottvísun Zainab en fyrr í dag voru haldin fjölmenn mótmæli í miðborginni þar sem fjöldi fólks gekk fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli til þess að mótmæla brottvísun Zainabs og fjölskyldu. Mótmælin sneru einnig að brottvísun Afganans Asadulla Sawari og sona hans tveggja, níu og tíu ára. Fyrr í vikunni var greint frá því að annar drengjanna þurfti að leita sér andlegrar hjálpar vegna málsins. Hann hafi verið algjörlega niðurbrotinn í aðdraganda þess að verða sendur aftur til Grikklands. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, birti fyrr í dag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun á afgönsku stúlkunnar Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab og fjölskylda hennar fá að óbreyttu ekki dvalarleyfi hér á landi og til stendur að senda þau aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. „Ég heiti Kári og ég er fyrrverandi nemandi í Hagaskóla. Ég mótmæli því harðlega, ég mótmæli því af öllu hjarta, af öllu mínu gamla þreytta hjarta að það eigi að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi,“ segir Kári, en Zainab hefur að undanförnu gengið í Hagaskóla, rétt eins og Kári forðum daga. Skólasystkin hennar hafa mótmælt harðlega ákvörðuninni um að vísa henni úr landi.Sjá einnig: Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar„Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum, að skilja það frá þeim stað sem það lítur á sem sitt heimili og henda því út í harðan heim,“ segir Kári í myndbandinu sem þegar hefur fengið yfir tvö þúsund áhorf á þeim rúmu tveimur klukkustundum sem liðið hafa síðan það var birt. „Ég vona heitt og innilega að stjórnvöld sjái að sér. Þess utan er ég óendanlega stoltur af nemendum Hagaskóla fyrir það hvernig þau slá skjaldborg um einn af sínum. Til hamingju með það,“ segir Kári í lok myndbandsins. Kári er langt frá því að vera sá eini sem er andvígur brottvísun Zainab en fyrr í dag voru haldin fjölmenn mótmæli í miðborginni þar sem fjöldi fólks gekk fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli til þess að mótmæla brottvísun Zainabs og fjölskyldu. Mótmælin sneru einnig að brottvísun Afganans Asadulla Sawari og sona hans tveggja, níu og tíu ára. Fyrr í vikunni var greint frá því að annar drengjanna þurfti að leita sér andlegrar hjálpar vegna málsins. Hann hafi verið algjörlega niðurbrotinn í aðdraganda þess að verða sendur aftur til Grikklands.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11
Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16