Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2019 21:45 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tókust á um málið á Facebook. Vísir Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað. Á borgarráðsfundi í dag var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 26. júní á tillögu að deiliskipulagi um fyrirhugaða uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á athugasemdir Umhverifsstofnunar frá 4. mars 2019. Þar er meðal annars talið að fyrirhuguð uppbyggingu gangi á svæðið, skerði útivistarsvæði almennings og þrengi að vatnasviði. Þá segir Umhverifsstofnun að „stór hluti dalsins muni lokast ef og ekki vera aðgengilegur fyrir almenning af áætlaðar framkvæmdir ganga eftir. Einnig muni áætlaðar framkvæmdir breyta upplifun þeirra sem sækja útivist í dalinn“. Þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í sama streng og leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.Sjálfstæðismenn „sorgmæddir vegna áformanna“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún fyrirhugaða gróðurhveflingu við Stekkjarbakka vera alvarlega aðför að verðmætu grænu svæði í borgarlandinu. „Umhverfisstofnun hefur gert fjölþættar alvarlegar athugasemdir við uppbygginguna - m.a. að rask verði á vatnasviði Elliðaánna og útivistarsvæðið skert verulega. Athugasemdunum hefur ekki verið svarað og borgin ekki fundað með stofnuninni. Umhverfisáhrif framkvæmdanna skiptu meirihlutaflokkana engu,“ skrifar Hildur. Þá segir hún þau hjá Sjálfstæðisflokknum vera „verulega sorgmædd vegna áformanna enda höfum við ítrekað lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins“. Dagur: „Rangt að skipulag við Stekkjarbakka gangi á Elliðaárdalinn“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði Hildi á Facebook-síðu sinni og sagði svæðið við Stekkjarbakka vera utan afmörkunar Elliðaárdalsins í aðalskipulagi borgarinnar. Hann segir svæðið nú vera deiliskipulagt fyrir „græna starfsemi og m.a. gert ráð fyrir matjurtagörðum og annarri aðstöðu á vegum Garðyrkjufélags Íslands, nýstárlegum gróðurhúsum (lífhvelfingu) sem verða að stórum hluta niðurgrafin og tengingu stígakerfis af svæðinu ofan í dal, en Elliðaárdalur hefur verið ill-aðgengilegur úr þessari átt hingað til,“ skrifa Dagur. Hollvinasamtök Elliðaárdals leggjast gegn uppbyggingunni Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals sagði í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann væri undrandi yfir því að málið eigi að drífa í gegn meðan sumarfrí standi yfir í borgarstjórn. Hollvinasamtökin hafi í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs til Skipulagsstofnunar. Það standi til að fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu um málið. Halldór segir fólk vilja hafa útivistarsvæðið áfram. Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað. Á borgarráðsfundi í dag var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 26. júní á tillögu að deiliskipulagi um fyrirhugaða uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á athugasemdir Umhverifsstofnunar frá 4. mars 2019. Þar er meðal annars talið að fyrirhuguð uppbyggingu gangi á svæðið, skerði útivistarsvæði almennings og þrengi að vatnasviði. Þá segir Umhverifsstofnun að „stór hluti dalsins muni lokast ef og ekki vera aðgengilegur fyrir almenning af áætlaðar framkvæmdir ganga eftir. Einnig muni áætlaðar framkvæmdir breyta upplifun þeirra sem sækja útivist í dalinn“. Þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í sama streng og leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.Sjálfstæðismenn „sorgmæddir vegna áformanna“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún fyrirhugaða gróðurhveflingu við Stekkjarbakka vera alvarlega aðför að verðmætu grænu svæði í borgarlandinu. „Umhverfisstofnun hefur gert fjölþættar alvarlegar athugasemdir við uppbygginguna - m.a. að rask verði á vatnasviði Elliðaánna og útivistarsvæðið skert verulega. Athugasemdunum hefur ekki verið svarað og borgin ekki fundað með stofnuninni. Umhverfisáhrif framkvæmdanna skiptu meirihlutaflokkana engu,“ skrifar Hildur. Þá segir hún þau hjá Sjálfstæðisflokknum vera „verulega sorgmædd vegna áformanna enda höfum við ítrekað lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins“. Dagur: „Rangt að skipulag við Stekkjarbakka gangi á Elliðaárdalinn“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði Hildi á Facebook-síðu sinni og sagði svæðið við Stekkjarbakka vera utan afmörkunar Elliðaárdalsins í aðalskipulagi borgarinnar. Hann segir svæðið nú vera deiliskipulagt fyrir „græna starfsemi og m.a. gert ráð fyrir matjurtagörðum og annarri aðstöðu á vegum Garðyrkjufélags Íslands, nýstárlegum gróðurhúsum (lífhvelfingu) sem verða að stórum hluta niðurgrafin og tengingu stígakerfis af svæðinu ofan í dal, en Elliðaárdalur hefur verið ill-aðgengilegur úr þessari átt hingað til,“ skrifa Dagur. Hollvinasamtök Elliðaárdals leggjast gegn uppbyggingunni Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals sagði í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann væri undrandi yfir því að málið eigi að drífa í gegn meðan sumarfrí standi yfir í borgarstjórn. Hollvinasamtökin hafi í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs til Skipulagsstofnunar. Það standi til að fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu um málið. Halldór segir fólk vilja hafa útivistarsvæðið áfram. Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira