Leikkonan Pamela Anderson sem gerði garðinn frægan í Baywatch þáttunum vinsælu óskaði í gær góðvini sínum Julian Assange til hamingju með 48 ára afmælið með mynd af þeim tveimur á Instagram.
Hin kanadíska Anderson hefur verið dyggur stuðningsmaður Assange og hefur barist fyrir því að hann verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Anderson gagnrýndi harðlega ákvörðun ekvadorskra stjórnvalda sem vísuðu Assange frá sendiráði landsins í London og heimsótti Assange í fangelsi ásamt Kristni Hrafnssyni.
Við myndina skrifar hún, auk afmæliskveðjunnar, tilvitnun í Nelson Mandela. Fylgjendur Anderson á Instagram gagnrýna hana margir hverjir vegna þeirrar líkingar en spurð að því hvort hún sé virkilega að líkja mönnunum tveimur saman stendur ekki á svörum. Já segir Anderson.