Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2019 20:09 Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. Hagsmunir barnanna séu ekki hafðir að leiðarljósi í málum afganskra barna sem á að vísa aftur til Grikklands á næstu dögum. Stjórnvöld verði að bregðast við. Óhætt er að segja að mikið reiði hafi brotist út í samfélaginu vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi til Grikklands. Þar á meðal eru afgönsku drengirnir Mahdi og Ali Sarwary sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra en það er vegna þess að þeir hafa nú þegar fengið vernd í Grikklandi. Brottvísun þeirra var frestað vegna mikils kvíða hjá öðrum drengnum. Einnig hefur fyrirhuguð brottvísun Zeinab Safari og fjölskyldu hennar, einnig til Grikklands, vakið hörð viðbrögð. Stjórnvöld hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni. Árið 2010 var tekin pólitísk ákvörðun hér á landi um það að hætta að senda hælisleitendur aftur til Grikklands vegna þess að aðstæður þóttu ekki fullnægjandi. Það sama á hins vegar ekki við um þá sem nú þegar hafa fengið vernd þar í landi. „Það er margt sem að bendir til þess að aðstæður þeirra séu síst betri og jafnvel stundum verri heldur en hælisleitenda af því að þegar að hælismeðferð sleppir þá er sú litla og takmarkaða þjónusta sem var í boði ekki lengur til staðar og það er raunveruleiki flestra að þau lenda bara á götunni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri mannúðarsviðs Rauða Krossins.Mál séu metin með hagsmuni barnanna að leiðarljósi „Að okkar mati er það ólík aðstaða að vera inni í hæliskerfinu í Grikklandi og vera að sækja um alþjóðlega vernd, eða hafa farið í gegn um kerfið og fengið alþjóðlega vernd og hafa búið um tíma í Grikklandi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunnar. Hvert mál sé þó metið sérstaklega og alltaf með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. „Við teljum að það hafi ekki verið gert á fullnægjandi hátt. Ef það hefði verið gert þá hefði niðurstaðan verið sú að það hefði verið börnunum fyrir bestu að vera í Íslandi þar sem að þau upplifa öryggi og ekki þá óöryggi og fátækt og heimilisleysi sem þau annars byggju við á Grikklandi,“ segir Atli. „Sé niðurstaðan sú að barnið eigi að snúa aftur með foreldri sínu þá er það augljóslega niðurstaðan að það hafi ekkert verið sem að mælti gegn því,“ segir Þorsteinn. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna málanna. „Við förum bara eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni og eins og staðan er í dag þá eru þetta lögin og þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að taka þessar ákvarðanir hafa tekið sínar ákvarðanir,“ segir Þorsteinn. „Eðlilegt væri að það yrði tekin ákvörðun um það af hérlendum stjórnvöldum að hætta alfarið endursendingum til Grikklands. Þá ákvörðun væri hægt að taka á mjög skömmum tíma, þess vegna á allra næstu dögum, ef ekki í dag,“ segir Atli. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. Hagsmunir barnanna séu ekki hafðir að leiðarljósi í málum afganskra barna sem á að vísa aftur til Grikklands á næstu dögum. Stjórnvöld verði að bregðast við. Óhætt er að segja að mikið reiði hafi brotist út í samfélaginu vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi til Grikklands. Þar á meðal eru afgönsku drengirnir Mahdi og Ali Sarwary sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra en það er vegna þess að þeir hafa nú þegar fengið vernd í Grikklandi. Brottvísun þeirra var frestað vegna mikils kvíða hjá öðrum drengnum. Einnig hefur fyrirhuguð brottvísun Zeinab Safari og fjölskyldu hennar, einnig til Grikklands, vakið hörð viðbrögð. Stjórnvöld hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni. Árið 2010 var tekin pólitísk ákvörðun hér á landi um það að hætta að senda hælisleitendur aftur til Grikklands vegna þess að aðstæður þóttu ekki fullnægjandi. Það sama á hins vegar ekki við um þá sem nú þegar hafa fengið vernd þar í landi. „Það er margt sem að bendir til þess að aðstæður þeirra séu síst betri og jafnvel stundum verri heldur en hælisleitenda af því að þegar að hælismeðferð sleppir þá er sú litla og takmarkaða þjónusta sem var í boði ekki lengur til staðar og það er raunveruleiki flestra að þau lenda bara á götunni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri mannúðarsviðs Rauða Krossins.Mál séu metin með hagsmuni barnanna að leiðarljósi „Að okkar mati er það ólík aðstaða að vera inni í hæliskerfinu í Grikklandi og vera að sækja um alþjóðlega vernd, eða hafa farið í gegn um kerfið og fengið alþjóðlega vernd og hafa búið um tíma í Grikklandi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunnar. Hvert mál sé þó metið sérstaklega og alltaf með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. „Við teljum að það hafi ekki verið gert á fullnægjandi hátt. Ef það hefði verið gert þá hefði niðurstaðan verið sú að það hefði verið börnunum fyrir bestu að vera í Íslandi þar sem að þau upplifa öryggi og ekki þá óöryggi og fátækt og heimilisleysi sem þau annars byggju við á Grikklandi,“ segir Atli. „Sé niðurstaðan sú að barnið eigi að snúa aftur með foreldri sínu þá er það augljóslega niðurstaðan að það hafi ekkert verið sem að mælti gegn því,“ segir Þorsteinn. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna málanna. „Við förum bara eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni og eins og staðan er í dag þá eru þetta lögin og þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að taka þessar ákvarðanir hafa tekið sínar ákvarðanir,“ segir Þorsteinn. „Eðlilegt væri að það yrði tekin ákvörðun um það af hérlendum stjórnvöldum að hætta alfarið endursendingum til Grikklands. Þá ákvörðun væri hægt að taka á mjög skömmum tíma, þess vegna á allra næstu dögum, ef ekki í dag,“ segir Atli.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira