Vill endurskoða framkvæmd útlendingalaganna Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2019 20:13 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dóms-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni að sérstaklega þurfi að fara yfir framkvæmd útlendingalaganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þurfi að fullu að samræmast anda laganna – „sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,“ skrifar Þórdís Kolbrún. Þegar lögin voru samþykkt starfaði Þórdís Koldbrún sem aðstoðamaður Ólafar Nordal í Innanríkisráðuneytinu. Þórdís kveðst ekki geta tjáð sig um málefni þeirra fjölskyldna sem hafa verið til umræðu síðastliðna daga. Hún segir þó málin vera til skoðunar innan þess kerfis sem löggjafinn hefur búið til. Hún segir sig ekki hafa heimild til að stíga inn í einstök mál til að tryggja jafnræði. Þá greinir hún frá því að í síðustu viku var haldinn ráðherrafundur um útlendingamál. „Á þeim fundi sátu auk forsætisráðherra, ég sem dómsmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, fulltrúi heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra og sveitarstjórnarráðherra. Þetta sýnir inn á hvaða svið þessi mál fara og sýnir að við verðum að taka með heildstæðari hætti á þeim,“ skrifar ráðherrann. Hún segir tilefni fundarins hafa meðal annars verið um fyrirætlan þeirra að endurhugsa þverpólitísku útlendinganefndina sem sett var á laggirnar árið 2014, „til dæmis með því að bæta inn í hana fulltrúa barnamálaráðherra og endurskoða almennt hlutverk hennar. Út frá þessu höfum við rætt að rýna ákveðna þætti betur,“ skrifa Þórdís Kolbrún. Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni að sérstaklega þurfi að fara yfir framkvæmd útlendingalaganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þurfi að fullu að samræmast anda laganna – „sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,“ skrifar Þórdís Kolbrún. Þegar lögin voru samþykkt starfaði Þórdís Koldbrún sem aðstoðamaður Ólafar Nordal í Innanríkisráðuneytinu. Þórdís kveðst ekki geta tjáð sig um málefni þeirra fjölskyldna sem hafa verið til umræðu síðastliðna daga. Hún segir þó málin vera til skoðunar innan þess kerfis sem löggjafinn hefur búið til. Hún segir sig ekki hafa heimild til að stíga inn í einstök mál til að tryggja jafnræði. Þá greinir hún frá því að í síðustu viku var haldinn ráðherrafundur um útlendingamál. „Á þeim fundi sátu auk forsætisráðherra, ég sem dómsmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, fulltrúi heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra og sveitarstjórnarráðherra. Þetta sýnir inn á hvaða svið þessi mál fara og sýnir að við verðum að taka með heildstæðari hætti á þeim,“ skrifar ráðherrann. Hún segir tilefni fundarins hafa meðal annars verið um fyrirætlan þeirra að endurhugsa þverpólitísku útlendinganefndina sem sett var á laggirnar árið 2014, „til dæmis með því að bæta inn í hana fulltrúa barnamálaráðherra og endurskoða almennt hlutverk hennar. Út frá þessu höfum við rætt að rýna ákveðna þætti betur,“ skrifa Þórdís Kolbrún.
Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09