Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 12:33 Rússneskur sjóliði á gangi við Pétursborg. Talið er að áhöfn kafbátsins sem lést hafi komið þaðan. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml sæta gagnrýni heima fyrir vegna eldsvoða í kafbáti sem varð fjórtán manna áhöfn að bana á mánudag. Ekki var greint frá eldsvoðanum fyrr en í gær og hafa stjórnvöld veitt takmarkaðar upplýsingar um atvik. Samkvæmt rússneskum yfirvöldum létust bátsverjarnir af völdum eiturgufa frá eldinum. Þau hafa lýst kafbátnum sem djúpsjávarrannsóknakafbát sem hafi verið við mælingar á sjávarbotninum í Barentshafi innan rússneskrar lögsögu. Ekkert hefur komið fram um hvort að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn eða hvaða gerðar hann var, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vísaði spurningu um hvort báturinn hafi verið kjarnaknúinn á varnarmálaráðuneytið. Norsk stjórnvöld segjast ekki hafa orðið vör við óvenjulega geislun. Í rússneskum fjölmiðlum hefur heyrst gagnrýni á stjórnvöld og viðbrögðum þeirra líkt við það þegar sovésk yfirvöld þögðu þunnu hljóði um kjarnorkuslysið í Tsjérnóbíl árið 1986. „Það er alls ekkert vitað í augnablikinu, hver, hvað…Ég skil ekki eitt: hvers vegna leið dagur og fyrst þá gáfu þeir út yfirlýsingu um þá látnu? Hvers vegna vitum við ekki nöfn þeirra? Er þetta eðlilegt?“ spurði Jevgení Butnman, þulur á útvarpsstöðinni Ekho Moskvy. Fréttastofan RBC hélt því fram að kafbáturinn væri af gerðinni AS-12 og væri kjarnorkuknúinn. Hann væri hannaður til að kafa á miklu dýpi og er einn þeirra kafbáta sem mest leynd ríkir yfir í rússneska flotanum. Nítján ár eru frá því að 118 rússneskir sjóliðar fórust um borð í kjarnorkuknúna kafbátnum Kursk í Barentshafi. Líkt og nú voru rússnesk stjórnvöld gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð og lélegar björgunartilraunir. Þá líkt og nú var Vladímír Pútín forseti landsins. Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml sæta gagnrýni heima fyrir vegna eldsvoða í kafbáti sem varð fjórtán manna áhöfn að bana á mánudag. Ekki var greint frá eldsvoðanum fyrr en í gær og hafa stjórnvöld veitt takmarkaðar upplýsingar um atvik. Samkvæmt rússneskum yfirvöldum létust bátsverjarnir af völdum eiturgufa frá eldinum. Þau hafa lýst kafbátnum sem djúpsjávarrannsóknakafbát sem hafi verið við mælingar á sjávarbotninum í Barentshafi innan rússneskrar lögsögu. Ekkert hefur komið fram um hvort að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn eða hvaða gerðar hann var, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vísaði spurningu um hvort báturinn hafi verið kjarnaknúinn á varnarmálaráðuneytið. Norsk stjórnvöld segjast ekki hafa orðið vör við óvenjulega geislun. Í rússneskum fjölmiðlum hefur heyrst gagnrýni á stjórnvöld og viðbrögðum þeirra líkt við það þegar sovésk yfirvöld þögðu þunnu hljóði um kjarnorkuslysið í Tsjérnóbíl árið 1986. „Það er alls ekkert vitað í augnablikinu, hver, hvað…Ég skil ekki eitt: hvers vegna leið dagur og fyrst þá gáfu þeir út yfirlýsingu um þá látnu? Hvers vegna vitum við ekki nöfn þeirra? Er þetta eðlilegt?“ spurði Jevgení Butnman, þulur á útvarpsstöðinni Ekho Moskvy. Fréttastofan RBC hélt því fram að kafbáturinn væri af gerðinni AS-12 og væri kjarnorkuknúinn. Hann væri hannaður til að kafa á miklu dýpi og er einn þeirra kafbáta sem mest leynd ríkir yfir í rússneska flotanum. Nítján ár eru frá því að 118 rússneskir sjóliðar fórust um borð í kjarnorkuknúna kafbátnum Kursk í Barentshafi. Líkt og nú voru rússnesk stjórnvöld gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð og lélegar björgunartilraunir. Þá líkt og nú var Vladímír Pútín forseti landsins.
Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49