Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2019 11:47 Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Vísir Kærunefnd útlendingamála hefur úrskurðað að Shanhaz Safari og börn hennar tvö, Zainab og Amir, fái ekki alþjóðlega vernd hér á landi. Fái úrskurðurinn að standa þarf fjölskyldan að fara í flóttamannabúðir í Grikklandi. Enskukennari Zainab hugsar til þess með hryllingi og segir ljóst að þeirra bíði ömurlegar aðstæður. Zainab sem er 14 ára hefur eignast góða vini í Hagaskóla, rétt eins og bróðir hennar Amir sem hefur verið í Grandaskóla í vetur en hann hefur einnig æft knattspyrnu hjá íþróttafélaginu KR. Skólafélagar Zainab í Hagaskóla söfnuðu ríflega sex þúsund undirskriftum þar sem þess var krafist að Zainab og fjölskyldu hennar yrði ekki vísað úr landi. Krakkarnir afhentu undirskriftalistann formanni kærunefndar útlendingamála og dómsmálaráðherra í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þetta segir í rökstuðningi kærunefndar að ekkert bendi til þess að fjölskyldan hafi myndað sterkari tengsl við Ísland en Grikkland.Fréttastofa tók viðtal við Zainab og fjölskyldu í lok mars. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að þau muni stefna íslenska ríkinu og krefjast ógildingar á ákvörðun stjórnvalda. Boðað hefur verið til mótmælagöngu á morgun klukkan 17.00 þar sem fólk er hvatt til þess að ganga fylktu liði frá Hallgrímskirkju að Austurvelli til að sýna samstöðu með börnum á flótta.Yfirfullar flóttamannabúðir og félagslegt net brotið Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. „Flóttamannabúðir í Grikklandi eru algjörlega yfirfullar og rúmlega það þannig að miðað við upplifun þeirra í Grikklandi síðustu tvö ár áður en þau komu hingað telja þau sig vita að þeirra bíði ömurlegar aðstæður þar. Það er allt annað fyrir þau að koma og fá að búa í samfélagi sem getur tekið á móti þeim, eins og við getum gert og höfum gert, að búa í flóttamannabúðum eða móttökustöðum flóttamanna þar sem allt félagslegt net er algjörlega brotið og ýmislegt í gangi sem maður vill helst ekki hugsa um. Það er verið að misnota neyð fólks á ýmsan hátt,“ segir Ómar.Ómar segir Zainab hafa eflst hvað varðar sjálfstraust undanfarna mánuði. Fréttablaðið/Valli„Brotnuðu algjörlega saman“ Hann segir að ömurlegar tilfinningar hafi hellst yfir hann þegar hann frétti af úrskurðinum. Aðlögun Zainab hafi gengið vonum framar og hún fallið vel í íslenska nemendahópinn. „Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með því hvað það hefur haft mikil og góð áhrif á hana að finna fyrir að hún tilheyri samfélagi og að hún finni fyrir því að okkur sé ekki sama og að við viljum henni allt gott og höfum tekið vel á móti þeim. En á sama hátt var líka ömurlegt að fylgjast með því núna þegar fjölskyldan fékk fréttirnar að þau náttúrulega brotnuðu algjörlega saman.“ Ómar segir Zainab undanfarna mánuði hafa eflst í sjálfstrausti og náð miklum framförum „Algjörlega. Mjög mikið. Bara það að koma nýr og tengslalaus inn í nýjan skóla, þó það væri ekki nema bara á milli skóla, er töluvert mikið átak og okkar verkefni hefur verið að reyna að greiða fyrir þessum tengslum.“ Í haust hafi nokkrir krakkar óskað eftir fundi með kennurum þar sem þau spurðu hvernig þau ættu að nálgast Zainab og bjóða hana velkomna. „Það er í sjálfu sér bara einfalt og eitthvað sem við fullorðna fólkið og samfélagið þarf að hafa í huga, bara að heilsa, tala, bjóða góðan daginn og spyrja hvernig þeim líður. Þetta hefur gríðarleg áhrif. Á endanum er þetta bara spurning um að við séum öll pínulítið mannleg.“Ríflega sex þúsund börn skrifuðu nafn sitt við kröfu um að Zainab, vinkona þeirra, fengi að vera um kyrrt á Íslandi.Vísir/vilhelmAugljóst að tungumálanám liggur mjög vel fyrir Zainab Ómar segir að nokkrir foreldar hafi velt því fyrir sér hvort kennarar geri nokkuð of miklar kröfur til nemenda miðað við aldur. „Við gerum ráð fyrir því, til dæmis í áttunda bekk að nemandi geti talað blaðlaust um áhugamál sitt eða eitthvað sem hann er vel inn í í eina mínútu. Sumum foreldrum finnst miklar kröfur gerðar til nemenda – að þeir eigi að geta gert þetta.“ Þessi verkefni hafi þó ekki vafist fyrir Zainab enda telur Ómar augljóst að tungumálanám liggi mjög vel fyrir Zainab. „Zainab kom til Íslands í september og síðustu tvö ár hefur hún búið í Grikklandi og verið samtals í einhverja svona fimm, sex mánuði í einhvers konar skóla. Árin þar á undan var hún á flótta í Tyrklandi og Íran. Hún sem sagt fæddist á flótta í Íran þannig að hún hefur svo sem ekki verið í miklum skóla og talaði náttúrulega enga íslensku og mjög litla ensku þegar hún kom í haust.“ Kennarar í Hagaskóla leituðu til fjölskyldu Zainab eftir að hún fékk fyrri synjunina í mars og var hún spurð hvort hún kærði sig um að þau myndu vekja athygli á málinu. Fjölskyldan féllst á það. „Þau voru tilbúin til þess og við spurðum Zainab hvort hún treysti sér til að segja sína sögu. Í mars, eiginlega óundirbúin, settist hún með okkur svona 5 starfsmönnum og 30-40 nemendum og sagði sína sögu bara frá því hún mundi eftir sér á flóttanum frá Íran yfir til Tyrklands í hálftíma á prýðilegri ensku þannig að hún hefur náð ótrúlegum árangri í vetur. Eins og hún segir náttúrulega sjálf að hana langar ekkert annað en að verða bara virkur og gildur samfélagsþegn á Íslandi og gera mömmu sína stolta af sér með því að mennta sig og er eins og hún kemur mér fyrir sjónir afbragðs námsmaður, ekki að það skipti neinu máli í þessu sambandi,“ segir Ómar.Það vafðist ekki fyrir Zainab að greina frá raunum sínum á flótta á ensku frammi fyrir kennurum og nemendum í Hagaskóla enda hefur henni farið mjög fram í ensku í vetur.Vísir/stöð 2Hefur staðið sig með mikilli prýði í vetur Ómar segir að þrátt fyrir allt sem Zainab hefur gengið í gegnum hafi henni tekist með að ná ótrúlegum árangri í skólanum og félagslífi. „Hún mætir alltaf í skólann, mætir á réttum tíma, tekur þátt í öllu og hefur, sérstaklega núna eftir áramót, verið mjög virk í félagslífi nemenda, sem er líka pínu óvanalegt, þannig að hún hefur fallið gríðarlega vel inn í hópinn og tekur mjög virkan þátt. Það er mjög áhugavert.“ Ísland fullgilti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 13. maí árið 1992 og varð lögfestur 20. febrúar 2013 en í honum er meðal annars kveðið á um að yfirvöld skuli taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Kærunefnd hafnar kröfum Safari fjölskyldunnar Kærunefnd útlendinga hafnaði í vikunni tveimur kröfum Shanaz Safari frá Afganistan og barna hennar tveggja. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla. 11. apríl 2019 17:40 Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hefur úrskurðað að Shanhaz Safari og börn hennar tvö, Zainab og Amir, fái ekki alþjóðlega vernd hér á landi. Fái úrskurðurinn að standa þarf fjölskyldan að fara í flóttamannabúðir í Grikklandi. Enskukennari Zainab hugsar til þess með hryllingi og segir ljóst að þeirra bíði ömurlegar aðstæður. Zainab sem er 14 ára hefur eignast góða vini í Hagaskóla, rétt eins og bróðir hennar Amir sem hefur verið í Grandaskóla í vetur en hann hefur einnig æft knattspyrnu hjá íþróttafélaginu KR. Skólafélagar Zainab í Hagaskóla söfnuðu ríflega sex þúsund undirskriftum þar sem þess var krafist að Zainab og fjölskyldu hennar yrði ekki vísað úr landi. Krakkarnir afhentu undirskriftalistann formanni kærunefndar útlendingamála og dómsmálaráðherra í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þetta segir í rökstuðningi kærunefndar að ekkert bendi til þess að fjölskyldan hafi myndað sterkari tengsl við Ísland en Grikkland.Fréttastofa tók viðtal við Zainab og fjölskyldu í lok mars. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að þau muni stefna íslenska ríkinu og krefjast ógildingar á ákvörðun stjórnvalda. Boðað hefur verið til mótmælagöngu á morgun klukkan 17.00 þar sem fólk er hvatt til þess að ganga fylktu liði frá Hallgrímskirkju að Austurvelli til að sýna samstöðu með börnum á flótta.Yfirfullar flóttamannabúðir og félagslegt net brotið Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. „Flóttamannabúðir í Grikklandi eru algjörlega yfirfullar og rúmlega það þannig að miðað við upplifun þeirra í Grikklandi síðustu tvö ár áður en þau komu hingað telja þau sig vita að þeirra bíði ömurlegar aðstæður þar. Það er allt annað fyrir þau að koma og fá að búa í samfélagi sem getur tekið á móti þeim, eins og við getum gert og höfum gert, að búa í flóttamannabúðum eða móttökustöðum flóttamanna þar sem allt félagslegt net er algjörlega brotið og ýmislegt í gangi sem maður vill helst ekki hugsa um. Það er verið að misnota neyð fólks á ýmsan hátt,“ segir Ómar.Ómar segir Zainab hafa eflst hvað varðar sjálfstraust undanfarna mánuði. Fréttablaðið/Valli„Brotnuðu algjörlega saman“ Hann segir að ömurlegar tilfinningar hafi hellst yfir hann þegar hann frétti af úrskurðinum. Aðlögun Zainab hafi gengið vonum framar og hún fallið vel í íslenska nemendahópinn. „Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með því hvað það hefur haft mikil og góð áhrif á hana að finna fyrir að hún tilheyri samfélagi og að hún finni fyrir því að okkur sé ekki sama og að við viljum henni allt gott og höfum tekið vel á móti þeim. En á sama hátt var líka ömurlegt að fylgjast með því núna þegar fjölskyldan fékk fréttirnar að þau náttúrulega brotnuðu algjörlega saman.“ Ómar segir Zainab undanfarna mánuði hafa eflst í sjálfstrausti og náð miklum framförum „Algjörlega. Mjög mikið. Bara það að koma nýr og tengslalaus inn í nýjan skóla, þó það væri ekki nema bara á milli skóla, er töluvert mikið átak og okkar verkefni hefur verið að reyna að greiða fyrir þessum tengslum.“ Í haust hafi nokkrir krakkar óskað eftir fundi með kennurum þar sem þau spurðu hvernig þau ættu að nálgast Zainab og bjóða hana velkomna. „Það er í sjálfu sér bara einfalt og eitthvað sem við fullorðna fólkið og samfélagið þarf að hafa í huga, bara að heilsa, tala, bjóða góðan daginn og spyrja hvernig þeim líður. Þetta hefur gríðarleg áhrif. Á endanum er þetta bara spurning um að við séum öll pínulítið mannleg.“Ríflega sex þúsund börn skrifuðu nafn sitt við kröfu um að Zainab, vinkona þeirra, fengi að vera um kyrrt á Íslandi.Vísir/vilhelmAugljóst að tungumálanám liggur mjög vel fyrir Zainab Ómar segir að nokkrir foreldar hafi velt því fyrir sér hvort kennarar geri nokkuð of miklar kröfur til nemenda miðað við aldur. „Við gerum ráð fyrir því, til dæmis í áttunda bekk að nemandi geti talað blaðlaust um áhugamál sitt eða eitthvað sem hann er vel inn í í eina mínútu. Sumum foreldrum finnst miklar kröfur gerðar til nemenda – að þeir eigi að geta gert þetta.“ Þessi verkefni hafi þó ekki vafist fyrir Zainab enda telur Ómar augljóst að tungumálanám liggi mjög vel fyrir Zainab. „Zainab kom til Íslands í september og síðustu tvö ár hefur hún búið í Grikklandi og verið samtals í einhverja svona fimm, sex mánuði í einhvers konar skóla. Árin þar á undan var hún á flótta í Tyrklandi og Íran. Hún sem sagt fæddist á flótta í Íran þannig að hún hefur svo sem ekki verið í miklum skóla og talaði náttúrulega enga íslensku og mjög litla ensku þegar hún kom í haust.“ Kennarar í Hagaskóla leituðu til fjölskyldu Zainab eftir að hún fékk fyrri synjunina í mars og var hún spurð hvort hún kærði sig um að þau myndu vekja athygli á málinu. Fjölskyldan féllst á það. „Þau voru tilbúin til þess og við spurðum Zainab hvort hún treysti sér til að segja sína sögu. Í mars, eiginlega óundirbúin, settist hún með okkur svona 5 starfsmönnum og 30-40 nemendum og sagði sína sögu bara frá því hún mundi eftir sér á flóttanum frá Íran yfir til Tyrklands í hálftíma á prýðilegri ensku þannig að hún hefur náð ótrúlegum árangri í vetur. Eins og hún segir náttúrulega sjálf að hana langar ekkert annað en að verða bara virkur og gildur samfélagsþegn á Íslandi og gera mömmu sína stolta af sér með því að mennta sig og er eins og hún kemur mér fyrir sjónir afbragðs námsmaður, ekki að það skipti neinu máli í þessu sambandi,“ segir Ómar.Það vafðist ekki fyrir Zainab að greina frá raunum sínum á flótta á ensku frammi fyrir kennurum og nemendum í Hagaskóla enda hefur henni farið mjög fram í ensku í vetur.Vísir/stöð 2Hefur staðið sig með mikilli prýði í vetur Ómar segir að þrátt fyrir allt sem Zainab hefur gengið í gegnum hafi henni tekist með að ná ótrúlegum árangri í skólanum og félagslífi. „Hún mætir alltaf í skólann, mætir á réttum tíma, tekur þátt í öllu og hefur, sérstaklega núna eftir áramót, verið mjög virk í félagslífi nemenda, sem er líka pínu óvanalegt, þannig að hún hefur fallið gríðarlega vel inn í hópinn og tekur mjög virkan þátt. Það er mjög áhugavert.“ Ísland fullgilti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 13. maí árið 1992 og varð lögfestur 20. febrúar 2013 en í honum er meðal annars kveðið á um að yfirvöld skuli taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Kærunefnd hafnar kröfum Safari fjölskyldunnar Kærunefnd útlendinga hafnaði í vikunni tveimur kröfum Shanaz Safari frá Afganistan og barna hennar tveggja. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla. 11. apríl 2019 17:40 Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42
Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15
Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48
Kærunefnd hafnar kröfum Safari fjölskyldunnar Kærunefnd útlendinga hafnaði í vikunni tveimur kröfum Shanaz Safari frá Afganistan og barna hennar tveggja. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla. 11. apríl 2019 17:40
Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30