Vonaðist eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 09:30 Florijana Ismaili, hér í treyju númer sautján, lék 33 landsleiki fyrir Sviss. EPA/PETER SCHNEIDER Lík knattspyrnukonunnar Florijana Ismaili fannst í Como-vatni á Ítalíu í gær eftir að hafa verið saknað síðan á laugardaginn. Florijana Ismaili var svissnesk landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs BSC Young Boys. Hún var aðeins 24 ára gömul. Ismaili hafði stungið sér til sunds af báti á Como vatni en birtist aldrei aftur. Lík hennar fannst síðan loksins á 204 metra dýpi þremur dögum síðar.Florijana Ismaili: Tributes paid after body of missing Swiss player is found https://t.co/eB1DAyMBMb — BBC News (UK) (@BBCNews) July 3, 2019Fólk innan knattspyrnuheimsins, bæði í Sviss og annars staðar, hafa minnst Florijönu eftir að fréttist af örlögum hennar. „Ég er mjög leiður og í miklu áfalli. Það er erfitt að sætta sig við það að Flori sé farin frá okkur,“ sagði Nils Nielsen, þjálfari svissneska landsliðsins. Florijana Ismaili lék 33 leiki með svissneska landsliðinu en fyrsti landsleikur hennar var árið 2014. „Hún var alltaf brosandi og heillaði okkur með sínu glaðlega fasi. Hún var ein þeirra sem tók hverri áskorun og var sterk fyrirmynd. Ég get bara ímyndaði mér hversu erfitt þetta er fyrir þá sem þekktu Flori lengur og betur en ég. Hugur minn er hjá þeim á þessum erfiðu tímum,“ sagði Nielsen. Xherdan Shaqiri, framherji Liverpool og svissneska landsliðsins, var líka einn af þeim sem tjáði sig um Florijönu og sagðist vera í miklu áfalli eins og sjá má hér fyrir neðan.Ich bin tief geschockt über den Tod von Florijana Ismaili. Meine Familie und ich, möchten der Familie Ismaili und den Nahstehenden unser Beileid aussprechen. pic.twitter.com/Dc27r4MnRo — Xherdan Shaqiri (@XS_11official) July 2, 2019 Lia Walti var liðsfélagi Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu en Walti spilar með Arsenal. „Fram á síðustu stundu þá vonaðist ég eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur. Þessar fréttir hafa mikil áhrif á mig og ég á erfitt með að finna réttu orðin. Ég vona bara að Flori hafi ekki þjáðst mikið,“ sagði Lia Walti. Við erum öll ótrúlega sorgmædd og í miklu sjokki. Það er óhugsandi að Flori sé ekki lengur með okkur,“ sagði Lara Dickenmann sem spilaði líka með Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu. Gianni Infantino, forseti FIFA, var líka einn þeirra sem tjáði sig um fráfall svissnesku landsliðskonunnar. „Þetta er mjög sorgleg stund fyrir allan fótboltaheiminn og ekki síst þegar við erum samankomin á HM kvenna,“ skrifaði Gianni Infantino.FIFA President Gianni Infantino has expressed his deepest condolences at the passing of Swiss international Florijana Ismaili. "This is an extremely sad moment for all the football community, particularly at a time when we gather at the FIFA Women’s World Cup. 1/2 pic.twitter.com/LsZsGATrHU — FIFA Media (@fifamedia) July 2, 2019 Fótbolti Sviss Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Lík knattspyrnukonunnar Florijana Ismaili fannst í Como-vatni á Ítalíu í gær eftir að hafa verið saknað síðan á laugardaginn. Florijana Ismaili var svissnesk landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs BSC Young Boys. Hún var aðeins 24 ára gömul. Ismaili hafði stungið sér til sunds af báti á Como vatni en birtist aldrei aftur. Lík hennar fannst síðan loksins á 204 metra dýpi þremur dögum síðar.Florijana Ismaili: Tributes paid after body of missing Swiss player is found https://t.co/eB1DAyMBMb — BBC News (UK) (@BBCNews) July 3, 2019Fólk innan knattspyrnuheimsins, bæði í Sviss og annars staðar, hafa minnst Florijönu eftir að fréttist af örlögum hennar. „Ég er mjög leiður og í miklu áfalli. Það er erfitt að sætta sig við það að Flori sé farin frá okkur,“ sagði Nils Nielsen, þjálfari svissneska landsliðsins. Florijana Ismaili lék 33 leiki með svissneska landsliðinu en fyrsti landsleikur hennar var árið 2014. „Hún var alltaf brosandi og heillaði okkur með sínu glaðlega fasi. Hún var ein þeirra sem tók hverri áskorun og var sterk fyrirmynd. Ég get bara ímyndaði mér hversu erfitt þetta er fyrir þá sem þekktu Flori lengur og betur en ég. Hugur minn er hjá þeim á þessum erfiðu tímum,“ sagði Nielsen. Xherdan Shaqiri, framherji Liverpool og svissneska landsliðsins, var líka einn af þeim sem tjáði sig um Florijönu og sagðist vera í miklu áfalli eins og sjá má hér fyrir neðan.Ich bin tief geschockt über den Tod von Florijana Ismaili. Meine Familie und ich, möchten der Familie Ismaili und den Nahstehenden unser Beileid aussprechen. pic.twitter.com/Dc27r4MnRo — Xherdan Shaqiri (@XS_11official) July 2, 2019 Lia Walti var liðsfélagi Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu en Walti spilar með Arsenal. „Fram á síðustu stundu þá vonaðist ég eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur. Þessar fréttir hafa mikil áhrif á mig og ég á erfitt með að finna réttu orðin. Ég vona bara að Flori hafi ekki þjáðst mikið,“ sagði Lia Walti. Við erum öll ótrúlega sorgmædd og í miklu sjokki. Það er óhugsandi að Flori sé ekki lengur með okkur,“ sagði Lara Dickenmann sem spilaði líka með Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu. Gianni Infantino, forseti FIFA, var líka einn þeirra sem tjáði sig um fráfall svissnesku landsliðskonunnar. „Þetta er mjög sorgleg stund fyrir allan fótboltaheiminn og ekki síst þegar við erum samankomin á HM kvenna,“ skrifaði Gianni Infantino.FIFA President Gianni Infantino has expressed his deepest condolences at the passing of Swiss international Florijana Ismaili. "This is an extremely sad moment for all the football community, particularly at a time when we gather at the FIFA Women’s World Cup. 1/2 pic.twitter.com/LsZsGATrHU — FIFA Media (@fifamedia) July 2, 2019
Fótbolti Sviss Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn