Golden State samdi við miðherja Sacramento Kings og Lakers-draumur Dudley rættist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 09:00 Jared Dudley er mikil týpa. Getty/Elsa NBA körfuboltaliðin Golden State Warriors og Los Angeles Lakers bættu bæði við leikmönnum í nótt en Lakers bíður ennþá eftir fréttum af Kawhi Leonard. Það gera líka Toronto Raptors og Los Angeles Clippers. Los Angeles Lakers hefur haldið að sér höndum á meðan beðið er eftir því hvað Kawhi Leonard gerir og á meðan hafa fullt af ákjósanlegum kostum fyrir Lakers horfið af markaðnum. Lakers samdi hins vegar við Jared Dudley í nótt en þarf þó aðeins að borga honum 2,6 milljónir dollara fyrir eins árs samning. Dudley vildi ólmur komast að hjá Lakers og er leikmaður sem ætti að passa vel við hlið stórstjórnanna LeBron James, Anthony Davis og kannski Kawhi Leonard. Hann er útsjónarsamur baráttuhundur og fín skytta en var þó aðeins með 4,9 stig ða meðaltali í 59 leikjum með Brooklyn Nets í vetur. Jared Dudley er 33 ára reynslubolti sem hefur spilað með Charlotte Bobcats, Phoenix Suns, Los Angeles Clippers, Milwaukee Bucks, Washington Wizards og Brooklyn Nets á ferlinum.Dudley had a real impact on the Nets young roster a year ago, and really wanted the chance to play for the Lakers. He'll get a chance to impact on a roster that needs veterans capable of contributing in a pressure environment. https://t.co/hemklha12P — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 2, 2019Willie Cauley-Stein skiptir um lið í NBA-deildinni en fer þó ekki út fyrir Kaliforníu. Bandarískir miðlar sögðu frá því í nótt að þessi 25 ára strákur hafi gert samning við Golden State Warriors. Willie Cauley-Stein er 213 sentímetrar á hæð og mun væntanlega fylla skarð DeMarcus Cousins hjá liðinu. Cauley-Stein var með 11,9 stig og 8,4 fráköst í leik með Sacramento Kings á nýloknu tímabili sem var hans fjórða í deildinni. Cauley-Stein er þó ekki að fá mikinn pening því samkvæmt heimildum Zach Love þá fær hann bara aðeins meira en lágmarkslaunin.Can confirm. Cauley-Stein will sign for something slightly above the minimum salary, a source says. https://t.co/acJryQ5lik — Zach Lowe (@ZachLowe_NBA) July 2, 2019Af öðrum samningum má nefna að þeir Jeff Green og Emmanuel Mudiay sömdu báðir við Utah Jazz. Rodney McGruder gerði þriggja ára samnning við Los Angeles Clippers. Þá gerði Isaiah Thomas eins árs samning við Washington Wizards og Jordan Bell fer frá Golden State til Minnesota Timberwolves. NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
NBA körfuboltaliðin Golden State Warriors og Los Angeles Lakers bættu bæði við leikmönnum í nótt en Lakers bíður ennþá eftir fréttum af Kawhi Leonard. Það gera líka Toronto Raptors og Los Angeles Clippers. Los Angeles Lakers hefur haldið að sér höndum á meðan beðið er eftir því hvað Kawhi Leonard gerir og á meðan hafa fullt af ákjósanlegum kostum fyrir Lakers horfið af markaðnum. Lakers samdi hins vegar við Jared Dudley í nótt en þarf þó aðeins að borga honum 2,6 milljónir dollara fyrir eins árs samning. Dudley vildi ólmur komast að hjá Lakers og er leikmaður sem ætti að passa vel við hlið stórstjórnanna LeBron James, Anthony Davis og kannski Kawhi Leonard. Hann er útsjónarsamur baráttuhundur og fín skytta en var þó aðeins með 4,9 stig ða meðaltali í 59 leikjum með Brooklyn Nets í vetur. Jared Dudley er 33 ára reynslubolti sem hefur spilað með Charlotte Bobcats, Phoenix Suns, Los Angeles Clippers, Milwaukee Bucks, Washington Wizards og Brooklyn Nets á ferlinum.Dudley had a real impact on the Nets young roster a year ago, and really wanted the chance to play for the Lakers. He'll get a chance to impact on a roster that needs veterans capable of contributing in a pressure environment. https://t.co/hemklha12P — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 2, 2019Willie Cauley-Stein skiptir um lið í NBA-deildinni en fer þó ekki út fyrir Kaliforníu. Bandarískir miðlar sögðu frá því í nótt að þessi 25 ára strákur hafi gert samning við Golden State Warriors. Willie Cauley-Stein er 213 sentímetrar á hæð og mun væntanlega fylla skarð DeMarcus Cousins hjá liðinu. Cauley-Stein var með 11,9 stig og 8,4 fráköst í leik með Sacramento Kings á nýloknu tímabili sem var hans fjórða í deildinni. Cauley-Stein er þó ekki að fá mikinn pening því samkvæmt heimildum Zach Love þá fær hann bara aðeins meira en lágmarkslaunin.Can confirm. Cauley-Stein will sign for something slightly above the minimum salary, a source says. https://t.co/acJryQ5lik — Zach Lowe (@ZachLowe_NBA) July 2, 2019Af öðrum samningum má nefna að þeir Jeff Green og Emmanuel Mudiay sömdu báðir við Utah Jazz. Rodney McGruder gerði þriggja ára samnning við Los Angeles Clippers. Þá gerði Isaiah Thomas eins árs samning við Washington Wizards og Jordan Bell fer frá Golden State til Minnesota Timberwolves.
NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira