Afnám hafta og háir vextir geri Ísland að góðum kosti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:45 Mark Dowding, fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management Fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, telur að aflétting fjármagnshafta og háir vextir geri Ísland að aðlaðandi fjárfestingarkosti og býst við því að fleiri erlendir fjárfestar endurnýi kynni sín af landið. Í nýlegu bréfi fjárfestingastjórans, Marks Dowdings, til fjárfesta er sjónum beint að stöðu íslenska hagkerfisins í kjölfar þess að fjármagnshöftin sem innleidd voru á haustmánuðum ársins 2008 voru nánast að öllu leyti afnumin. Dowding bendir í bréfinu á að með auknu innflæði fjármagns til landsins og tilheyrandi gengisstyrkingu gæti verðbólga lækkað sem ætti að geta leitt til lægri vaxta. Á móti geti kröfur verkalýðsfélaga um myndarlegar launahækkanir ýtt undir verðbólgu og dregið úr líkunum á vaxtalækkunum en fjárfestingastjórinn tekur þó fram að æ fleiri viðurkenni að stilla þurfi launakröfum í hóf þannig að þær verði skynsamlegri. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa sjóðir á vegum BlueBay Asset Management keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á undanförnum mánuðum. Sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfi Dowdings til fjárfesta í mars síðastliðnum sagðist hann, eins og upplýst var um í Markaðinum, búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrktist um tíu prósent á sama tíma. Gengi sú spá eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Í bréfinu sagðist hann jafnframt telja að sterkari króna myndi á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið gæti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Í nýjasta bréfi fjárfestingastjórans, dagsettu 1. júlí, segir hann að afnám haftanna skapi mikil tækifæri fyrir fjárfesta, eins og áður var lýst. Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína að undanförnu og frekari lækkanir séu líklegar. Jafnframt geti Ísland notið góðs af áhuga þeirra fjárfesta sem taka tillit til svonefndra ESG-þátta – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti – við fjárfestingar sínar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, telur að aflétting fjármagnshafta og háir vextir geri Ísland að aðlaðandi fjárfestingarkosti og býst við því að fleiri erlendir fjárfestar endurnýi kynni sín af landið. Í nýlegu bréfi fjárfestingastjórans, Marks Dowdings, til fjárfesta er sjónum beint að stöðu íslenska hagkerfisins í kjölfar þess að fjármagnshöftin sem innleidd voru á haustmánuðum ársins 2008 voru nánast að öllu leyti afnumin. Dowding bendir í bréfinu á að með auknu innflæði fjármagns til landsins og tilheyrandi gengisstyrkingu gæti verðbólga lækkað sem ætti að geta leitt til lægri vaxta. Á móti geti kröfur verkalýðsfélaga um myndarlegar launahækkanir ýtt undir verðbólgu og dregið úr líkunum á vaxtalækkunum en fjárfestingastjórinn tekur þó fram að æ fleiri viðurkenni að stilla þurfi launakröfum í hóf þannig að þær verði skynsamlegri. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa sjóðir á vegum BlueBay Asset Management keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á undanförnum mánuðum. Sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfi Dowdings til fjárfesta í mars síðastliðnum sagðist hann, eins og upplýst var um í Markaðinum, búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrktist um tíu prósent á sama tíma. Gengi sú spá eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Í bréfinu sagðist hann jafnframt telja að sterkari króna myndi á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið gæti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Í nýjasta bréfi fjárfestingastjórans, dagsettu 1. júlí, segir hann að afnám haftanna skapi mikil tækifæri fyrir fjárfesta, eins og áður var lýst. Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína að undanförnu og frekari lækkanir séu líklegar. Jafnframt geti Ísland notið góðs af áhuga þeirra fjárfesta sem taka tillit til svonefndra ESG-þátta – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti – við fjárfestingar sínar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira