Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2019 12:30 Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. Framkvæmdastjóri UNICEF segir það áhyggjuefni hversu mörgum börnum er synjað um vernd. Það sem af er ári hafa stjórnvöld afgreitt umsóknir 105 barna, samkvæmt tölfræði á heimasíðu Útlendingastofnunar. Þar segir að 30 börn hafi fengið vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. 75 börnum hefur því verið synjað um vernd, og þar af fengu 15 börn synjun á grundvelli verndar í öðru landi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þessar tölur áhyggjuefni. „Við höfum áhyggjur af því að það sé verið að senda börn á flótta, til baka til landa, það er að segja ef þau eru með dvalarleyfi þar, til baka til landa þar sem við erum ekki að senda fólk sem er ekki með dvalarleyfi, af því að við teljum ástandið ekki nógu öruggt fyrir börn. Þar er Grikkland gott dæmi. Samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þá eru 40 prósent barna hælisleitenda í Grikklandi ekki í skóla til dæmis.“ Í yfirlýsingu UNICEF var skorað á stjórnvöld að taka móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd til endurskoðunar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar var á meðal þeirra sem tók undir áskorunina og skoraði jafnframt á ríkisstjórnina að falla frá fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögum. Bergsteinn segir UNICEF ekki hafa fengið formleg viðbrögð við áskoruninni en finni fyrir vilja til umbóta innan ráðuneyta. Mál afgönsku feðganna sýni fram á að þörfin sé brýn. „Nei, engin formleg, en við vitum að innan félags- og barnamálaráðuneytisins er mikill vilji til að skoða þessi mál í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og við höfum trú á því að það verði gert. En eins og þetta dæmi sýnir þá megum við engan tíma missa,“ segir Bergsteinn. Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. Framkvæmdastjóri UNICEF segir það áhyggjuefni hversu mörgum börnum er synjað um vernd. Það sem af er ári hafa stjórnvöld afgreitt umsóknir 105 barna, samkvæmt tölfræði á heimasíðu Útlendingastofnunar. Þar segir að 30 börn hafi fengið vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. 75 börnum hefur því verið synjað um vernd, og þar af fengu 15 börn synjun á grundvelli verndar í öðru landi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þessar tölur áhyggjuefni. „Við höfum áhyggjur af því að það sé verið að senda börn á flótta, til baka til landa, það er að segja ef þau eru með dvalarleyfi þar, til baka til landa þar sem við erum ekki að senda fólk sem er ekki með dvalarleyfi, af því að við teljum ástandið ekki nógu öruggt fyrir börn. Þar er Grikkland gott dæmi. Samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þá eru 40 prósent barna hælisleitenda í Grikklandi ekki í skóla til dæmis.“ Í yfirlýsingu UNICEF var skorað á stjórnvöld að taka móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd til endurskoðunar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar var á meðal þeirra sem tók undir áskorunina og skoraði jafnframt á ríkisstjórnina að falla frá fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögum. Bergsteinn segir UNICEF ekki hafa fengið formleg viðbrögð við áskoruninni en finni fyrir vilja til umbóta innan ráðuneyta. Mál afgönsku feðganna sýni fram á að þörfin sé brýn. „Nei, engin formleg, en við vitum að innan félags- og barnamálaráðuneytisins er mikill vilji til að skoða þessi mál í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og við höfum trú á því að það verði gert. En eins og þetta dæmi sýnir þá megum við engan tíma missa,“ segir Bergsteinn.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17
Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33
Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00