Bein útsending: Bára Halldórsdóttir ein heima Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 17:28 Bára segist vilja sýna fólki öryrkja í öðru umhverfi en því sem þeir sjást alla jafna í. Stöð 2 Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari, verður „til sýnis“ frá og með gærkvöldinu og fram á miðvikudag, sem hluti af RVKFringe Festival. Ætlun Báru er að sýna fólki öryrkja í umhverfi sem flestum er alla jafna hulið. „Venjulega sér fólk bara öryrkja þegar þeir eru tiltölulega hressir og færir um að fara út, sem þarfnast oft langs undirbúnings eða er einfaldlega tilfallandi. Þeir sem hafa sýnilegan sjúkdóm eða fötlun fara ekki framhjá neinum en jafnvel þeir eiga sér faldar hliðar,“ segir meðal annars í Facebook-viðburði fyrir gjörninginn. Gjörningurinn fer fram í Listastofunni við Hringbraut 119 í miðborg Reykjavíkur og geta gestir og gangandi komið og borið gjörninginn þar augum. Þá er Vísir með beina vefútsendingu fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn. Útsendinguna má sjá neðst í þessari frétt. Sjálf segir Bára ætlunina með gjörningnum að benda á þá einangrun sem fólk sem glímir við langvarandi veikindi glímir við og til þess að sýna nýja hlið á fólki sem lent hefur í slíku. Þá segist Bára gjarnan vilja heyra reynslusögur fólks sem upplifað hafa það sem gjörningnum er ætlað að varpa ljósi á. Hún bendir þeim sem geta og vilja á að setja sínar sögur inn á samfélagsmiðla sína undir myllumerkinu #invalidoryrki.„Leyfum fólki að sjá hvað við erum mörg, misjöfn og skiptum máli,“ segir Bára og bendir þeim sem ekki treysta sér til þess að koma fram með sögur sínar undir nafni á að senda henni skilaboð í gegn um samfélagsmiðla.Upplýsingar um gjörninginn má nálgast hér.Uppfært að kvöldi 3. júlí. Gjörningnum er nú lokið. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm klukkustundirnar úr útsendingu Vísis.Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar Félagsmál Menning Reykjavík Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari, verður „til sýnis“ frá og með gærkvöldinu og fram á miðvikudag, sem hluti af RVKFringe Festival. Ætlun Báru er að sýna fólki öryrkja í umhverfi sem flestum er alla jafna hulið. „Venjulega sér fólk bara öryrkja þegar þeir eru tiltölulega hressir og færir um að fara út, sem þarfnast oft langs undirbúnings eða er einfaldlega tilfallandi. Þeir sem hafa sýnilegan sjúkdóm eða fötlun fara ekki framhjá neinum en jafnvel þeir eiga sér faldar hliðar,“ segir meðal annars í Facebook-viðburði fyrir gjörninginn. Gjörningurinn fer fram í Listastofunni við Hringbraut 119 í miðborg Reykjavíkur og geta gestir og gangandi komið og borið gjörninginn þar augum. Þá er Vísir með beina vefútsendingu fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn. Útsendinguna má sjá neðst í þessari frétt. Sjálf segir Bára ætlunina með gjörningnum að benda á þá einangrun sem fólk sem glímir við langvarandi veikindi glímir við og til þess að sýna nýja hlið á fólki sem lent hefur í slíku. Þá segist Bára gjarnan vilja heyra reynslusögur fólks sem upplifað hafa það sem gjörningnum er ætlað að varpa ljósi á. Hún bendir þeim sem geta og vilja á að setja sínar sögur inn á samfélagsmiðla sína undir myllumerkinu #invalidoryrki.„Leyfum fólki að sjá hvað við erum mörg, misjöfn og skiptum máli,“ segir Bára og bendir þeim sem ekki treysta sér til þess að koma fram með sögur sínar undir nafni á að senda henni skilaboð í gegn um samfélagsmiðla.Upplýsingar um gjörninginn má nálgast hér.Uppfært að kvöldi 3. júlí. Gjörningnum er nú lokið. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm klukkustundirnar úr útsendingu Vísis.Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar
Félagsmál Menning Reykjavík Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira