Eftir að ljóst varð í nótt að Kevin Durant mun yfirgefa Golden State Warriors og semja við Brooklyn Nets þá létu Warriors menn strax til sín taka á markaðnum.
A new splash trio in The Bay pic.twitter.com/ATOvqBIZqf
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) July 1, 2019
ESPN segir að Golden State Warriors sé að landa bakverðinum D'Angelo Russell í leikmannaskiptum við Brooklyn Nets.D'Angelo Russell var alltaf á förum frá Nets liðinu eftir að félagið samdi við Kyrie Irving.
The Warriors and Nets have agreed on a sign-and-trade, sending D'Angelo Russell to Golden State on a 4-year, $117M max deal, league sources tell @wojespn. pic.twitter.com/AK5v7z94mp
— ESPN (@espn) July 1, 2019
Til að búa til pláss fyrir samninginn við D'Angelo Russell þá mun Golden State skipta Andre Iguodala til Memphis Grizzlies. Með í kaupunum fylgja nokkrir valréttir í nýliðavalinu.
D'Angelo Russell og Stephen Curry munu því mynda nýtt bakvarðarpar á meðan Klay Thompson er að ná sér góðum að krossbandsslitunum. Andre Iguodala varð þrefaldur NBA-meistari með Golden State og var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í fyrsta titlinum. Hann hefur verið lykilmaður inn af bekknum undanfarin ár.
This isn't the first time the Warriors have made a splash in free agency after losing the finals. pic.twitter.com/BnieNFGtY5
— ESPN (@espn) July 1, 2019
Bæði Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves voru á eftir D'Angelo Russell en hann endar hjá Golden State.
Lakers valdi D'Angelo Russell á sínum tíma númer tvö í nýliðavalinu 2015 en skipti honum síðan til Brooklyn Nets. Russell sló í gegn í vetur sem var hans fjórða tímabil í NBA-deildinni.
Russell var með 21,1 stig og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Brooklyn Nets komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2015. Hann var valinn í stjörnuleikinn og fékk mikið hrós fyrir leiðtogahæfileika og fagmannlegri nálgun við leikinn.
It's possible the Warriors could roll out this lineup come playoff time pic.twitter.com/gNCUG7HReB
— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2019