Körfuboltakona í tíu leikja bann eftir að hafa verið handtekin fyrir heimilisofbeldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 10:30 Riquna Williams. Getty/Leon Bennett Riquna Williams fékk nýjan samning nokkrum vikum eftir að hún var handtekin fyrir að ráðast inn á heimili fyrrum kærustu með byssu. Nú rúmum tveimur mánuðum seinna þarf hún fyrst að glíma við einhverjar afleiðingar inn á körfuboltavellinum. Riquna Williams er leikmaður hjá WNBA-liðinu Los Angeles Sparks og hefur spilað með liðinu undanfarin þrjú tímabil. WNBA dæmdi hana í gær í tíu leikja bann fyrir hegðun sína utan vallar. Riquna Williams var ákærð fyrir innbrot og líkamsárás en hún réðst á konu og hótaði síðan öllum íbúum hússins með byssu í hönd.Riquna Williams was arrested on April 29th, Sparks gave her new contract on May 15th knowing she had pulled a gun out on someone. She was allowed to play until July 16th and ironically the suspension comes after WNBA has gotten some HEAT for ignoring DV https://t.co/bpZWTpbRdjpic.twitter.com/dVjSEWnt1K — Robert Littal (@BSO) July 16, 2019 Forráðamenn WNBA deildarinnar sátu aðgerðalausir í tvo mánuði þrátt fyrir að leikmaður í deildinni þeirri hefði verið handtekin fyrir heimilisofbeldi en Riquna Williams hafði þarna brotist inn á heimili fyrrum kærustu sinnar. Það var ekki fyrr en bandarískir fjölmiðlar fóru að pressa á aðgerðir enda þetta mál orðið dæmi um áberandi mun á því hvernig væri tekið á konum miðað við karla gerist atvinnuíþróttamenn sekir um heimilisofbeldi. Hin 29 ára gamla Riquna Williams hefur lýst sig saklausa en hún kemur ekki fyrir dómara fyrr en 16. ágúst næstkomandi. WNBA segist hafa nú lokið sinni eigin rannsókn á málinu en þar var rætt við Williams sjálfa og nokkur vitni en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá WNBA deildinni sem finna má hér fyrir neðan.The following was released by the #WNBA today:https://t.co/t8tiMio41M — WNBA (@WNBA) July 16, 2019Samkvæmt skýrslu lögreglu þá átti atburðinn sér stað á heimili fyrrum kærustu hennar í Palm Beach County á Flórída í desember. Williams sló gömlu kærustuna í höfuðið og dróg hana á hárinu. Maður og tíu ára sonur konunnar voru á heimilinu og reyndu að skilja á milli þeirra. Eftir það þá fór Williams út í bíl og kom til baka með byssu. „Þið fáið öll átján,“ öskraði Riquna Williams og vísaði þar í skotin átján sem voru í byssunni. Hún keyrði svo í burtu. Riquna Williams hefur spilað með Los Angeles Sparks liðinu á tímabilinu og er með 11,5 stig að meðaltali á 25,4 mínútum. Lengsta bann sem WNBA-leikmaður hefur fengið var Rhonda Mapp árið 2003 en hún fékk tveggja ára bann fyrir notkun eiturlyfja. Brittney Griner og Glory Johnson voru nýgiftar þegar þær slógust og fengu báðar sjö leikja bann. NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Riquna Williams fékk nýjan samning nokkrum vikum eftir að hún var handtekin fyrir að ráðast inn á heimili fyrrum kærustu með byssu. Nú rúmum tveimur mánuðum seinna þarf hún fyrst að glíma við einhverjar afleiðingar inn á körfuboltavellinum. Riquna Williams er leikmaður hjá WNBA-liðinu Los Angeles Sparks og hefur spilað með liðinu undanfarin þrjú tímabil. WNBA dæmdi hana í gær í tíu leikja bann fyrir hegðun sína utan vallar. Riquna Williams var ákærð fyrir innbrot og líkamsárás en hún réðst á konu og hótaði síðan öllum íbúum hússins með byssu í hönd.Riquna Williams was arrested on April 29th, Sparks gave her new contract on May 15th knowing she had pulled a gun out on someone. She was allowed to play until July 16th and ironically the suspension comes after WNBA has gotten some HEAT for ignoring DV https://t.co/bpZWTpbRdjpic.twitter.com/dVjSEWnt1K — Robert Littal (@BSO) July 16, 2019 Forráðamenn WNBA deildarinnar sátu aðgerðalausir í tvo mánuði þrátt fyrir að leikmaður í deildinni þeirri hefði verið handtekin fyrir heimilisofbeldi en Riquna Williams hafði þarna brotist inn á heimili fyrrum kærustu sinnar. Það var ekki fyrr en bandarískir fjölmiðlar fóru að pressa á aðgerðir enda þetta mál orðið dæmi um áberandi mun á því hvernig væri tekið á konum miðað við karla gerist atvinnuíþróttamenn sekir um heimilisofbeldi. Hin 29 ára gamla Riquna Williams hefur lýst sig saklausa en hún kemur ekki fyrir dómara fyrr en 16. ágúst næstkomandi. WNBA segist hafa nú lokið sinni eigin rannsókn á málinu en þar var rætt við Williams sjálfa og nokkur vitni en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá WNBA deildinni sem finna má hér fyrir neðan.The following was released by the #WNBA today:https://t.co/t8tiMio41M — WNBA (@WNBA) July 16, 2019Samkvæmt skýrslu lögreglu þá átti atburðinn sér stað á heimili fyrrum kærustu hennar í Palm Beach County á Flórída í desember. Williams sló gömlu kærustuna í höfuðið og dróg hana á hárinu. Maður og tíu ára sonur konunnar voru á heimilinu og reyndu að skilja á milli þeirra. Eftir það þá fór Williams út í bíl og kom til baka með byssu. „Þið fáið öll átján,“ öskraði Riquna Williams og vísaði þar í skotin átján sem voru í byssunni. Hún keyrði svo í burtu. Riquna Williams hefur spilað með Los Angeles Sparks liðinu á tímabilinu og er með 11,5 stig að meðaltali á 25,4 mínútum. Lengsta bann sem WNBA-leikmaður hefur fengið var Rhonda Mapp árið 2003 en hún fékk tveggja ára bann fyrir notkun eiturlyfja. Brittney Griner og Glory Johnson voru nýgiftar þegar þær slógust og fengu báðar sjö leikja bann.
NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira