Mars-jeppi prófaður á hálendi Íslands Sighvatur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 18:45 Jeppinn hefur verið til prófunar í nágrenni Langjökuls. Vísir/Sighvatur Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári. Vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kanada vinna að verkefninu ásamt nemendum frá Háskólanum í Reykjavík. Prófanir fara fram á afskekktum stöðum í nágrenni Langjökuls. Þriggja vikna rannsóknartíminn er um hálfnaður. Kjartan Bjarmi Árnason, nemandi í hátækniverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, segir þetta vera draumaverkefni til að taka þátt í. „Flestir jeppar sem hafa verið sendir til Mars hafa bilað af því að þeir lenda í einhverjum gildrum. Þetta verkefni á að hjálpa jeppanum að komast frá þessum gildrum með því að nota hugbúnað.“Vísindamenn fylgjast með gögnum frá jeppanum við Langjökul.Vísir/SighvaturVerkefnið snýst annars vegar um að fylgjast með breytingum á jarðvegi vegna áhrifa vatns og vinds. Hins vegar er verið að prófa hugbúnað sem nemur og greinir umhverfið sem jeppanum er ekið um. Jeppinn er frumgerð þess sem verður sendur til Mars. „Jeppann, sem verður notaður, er verið að smíða núna í Kaliforníu. Hann verður tilbúinn á réttum tíma,“ segir Ryan Ewing, aðstoðarprófessor við Texas A&M háskólann. Marsjeppinn Opportunity er týndur á reikistjörnunni Mars eftir að hafa verið þar í fimmtán ár. Samband rofnaði við jeppann eftir storm á Mars. „Við vonum að tækni eins og jarðvegsgreiningarhugbúnaðurinn okkar hefði, ef hann hefði verið í þeim jeppa, getað séð hættuna fyrir,“ segir Ewan Reid, framkvæmdastjóri Mission Control Space Services.Vísindamenn í kúlutjaldinu líkja eftir verkefnum vísindamanna á jörðu niðri.Vísir/SighvaturÁ rannsóknarvettvangi er líkt eftir raunverulegum aðstæðum. Vísindafólki í kúlutjaldi skoðar gögn frá jeppanum og ákveður hvert honum skal ekið. Endanleg útgáfa jeppans kemur til með að gera það sjálfkrafa. „Inni í tjaldinu er líkt eftir fólki á jörðinni sem skoðar gögn frá Mars. Þessum gögnum frá Mars safnar jeppinn sem er kannski nokkur hundruð metra frá tjaldinu. Fólkið í tjaldinu hefur ekki séð landslagið sem verið er að kanna svo það kemur blindandi á staðinn,“ segir Ryan Ewing hjá Texas A&M háskólanum. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári. Vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kanada vinna að verkefninu ásamt nemendum frá Háskólanum í Reykjavík. Prófanir fara fram á afskekktum stöðum í nágrenni Langjökuls. Þriggja vikna rannsóknartíminn er um hálfnaður. Kjartan Bjarmi Árnason, nemandi í hátækniverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, segir þetta vera draumaverkefni til að taka þátt í. „Flestir jeppar sem hafa verið sendir til Mars hafa bilað af því að þeir lenda í einhverjum gildrum. Þetta verkefni á að hjálpa jeppanum að komast frá þessum gildrum með því að nota hugbúnað.“Vísindamenn fylgjast með gögnum frá jeppanum við Langjökul.Vísir/SighvaturVerkefnið snýst annars vegar um að fylgjast með breytingum á jarðvegi vegna áhrifa vatns og vinds. Hins vegar er verið að prófa hugbúnað sem nemur og greinir umhverfið sem jeppanum er ekið um. Jeppinn er frumgerð þess sem verður sendur til Mars. „Jeppann, sem verður notaður, er verið að smíða núna í Kaliforníu. Hann verður tilbúinn á réttum tíma,“ segir Ryan Ewing, aðstoðarprófessor við Texas A&M háskólann. Marsjeppinn Opportunity er týndur á reikistjörnunni Mars eftir að hafa verið þar í fimmtán ár. Samband rofnaði við jeppann eftir storm á Mars. „Við vonum að tækni eins og jarðvegsgreiningarhugbúnaðurinn okkar hefði, ef hann hefði verið í þeim jeppa, getað séð hættuna fyrir,“ segir Ewan Reid, framkvæmdastjóri Mission Control Space Services.Vísindamenn í kúlutjaldinu líkja eftir verkefnum vísindamanna á jörðu niðri.Vísir/SighvaturÁ rannsóknarvettvangi er líkt eftir raunverulegum aðstæðum. Vísindafólki í kúlutjaldi skoðar gögn frá jeppanum og ákveður hvert honum skal ekið. Endanleg útgáfa jeppans kemur til með að gera það sjálfkrafa. „Inni í tjaldinu er líkt eftir fólki á jörðinni sem skoðar gögn frá Mars. Þessum gögnum frá Mars safnar jeppinn sem er kannski nokkur hundruð metra frá tjaldinu. Fólkið í tjaldinu hefur ekki séð landslagið sem verið er að kanna svo það kemur blindandi á staðinn,“ segir Ryan Ewing hjá Texas A&M háskólanum.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00